Íbúar Kópaskers rólegir yfir „Lottumálinu“ Vésteinn Örn Pétursson og Kristján Már Unnarsson skrifa 24. júlí 2020 19:48 Frá Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. Þetta hundrað manna samfélag við Öxarfjörð er búið að vera það umtalaðasta á Íslandi þessa vikuna. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, birti á dögunum orðsendingu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist „alls ekki mæla með að koma“ á Kópasker og Raufarhöfn. Þórdís hefur síðan beðist afsökunar á orðum sínum. Viðbrögðin létu þrátt fyrir það ekki á sér standa. Þórdís fékk þó nokkur skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni var hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Þórdís hefur sagt að hún ætli að kæra skilaboðin til lögreglu. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór á stúfana og spurði íbúa bæjarins hvað honum þætti um umræðuna. „Þetta er vissulega mjög leiðinlegt, en við vitum að þetta er ekki satt. Það er svona búið að blása þetta mál óþarflega upp að mínu mati,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir, íbúi á Kópaskeri. Halldís telur málið komið út í öfgar.Vísir/Arnar Leikkonan kvartaði undan því að hún hefði fengið ósanngjörn ummæli um sig. Heldur þú að fólk héðan [frá Kópaskeri] hafi verið að tala illa um hana? „Ég náttúrulega veit það ekki fyrir víst en mér finnst það ólíklegt. Mér finnst þetta vera komið út í öfgar bæði hvernig fólk talar til hennar og hvernig þetta er orðið allt saman.“ Á Kópaskeri er mikil þjónusta. Pósthús, banki, verslun, veitingastaður og meira að segja bensínstöð. En verður þessi umræða til þess að fæla fólk frá því að koma á Kópasker eða verður þetta bara til þess að auglýsa staðinn? „Já, þetta hlýtur að auka hann [ferðamannastrauminn] frekar en hitt.“ Og margt fyrir ferðamenn að sækja og skoða hér? „Já, alveg hellingur. Fjaran, gönguleiðir og bara allur fjandinn.“ En Kópasker er orðið frægara fyrir vikið? „Já. Það er gott að vera á Kópaskeri,“ sagði Halldís að lokum. Norðurþing Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. Þetta hundrað manna samfélag við Öxarfjörð er búið að vera það umtalaðasta á Íslandi þessa vikuna. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, birti á dögunum orðsendingu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist „alls ekki mæla með að koma“ á Kópasker og Raufarhöfn. Þórdís hefur síðan beðist afsökunar á orðum sínum. Viðbrögðin létu þrátt fyrir það ekki á sér standa. Þórdís fékk þó nokkur skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni var hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Þórdís hefur sagt að hún ætli að kæra skilaboðin til lögreglu. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór á stúfana og spurði íbúa bæjarins hvað honum þætti um umræðuna. „Þetta er vissulega mjög leiðinlegt, en við vitum að þetta er ekki satt. Það er svona búið að blása þetta mál óþarflega upp að mínu mati,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir, íbúi á Kópaskeri. Halldís telur málið komið út í öfgar.Vísir/Arnar Leikkonan kvartaði undan því að hún hefði fengið ósanngjörn ummæli um sig. Heldur þú að fólk héðan [frá Kópaskeri] hafi verið að tala illa um hana? „Ég náttúrulega veit það ekki fyrir víst en mér finnst það ólíklegt. Mér finnst þetta vera komið út í öfgar bæði hvernig fólk talar til hennar og hvernig þetta er orðið allt saman.“ Á Kópaskeri er mikil þjónusta. Pósthús, banki, verslun, veitingastaður og meira að segja bensínstöð. En verður þessi umræða til þess að fæla fólk frá því að koma á Kópasker eða verður þetta bara til þess að auglýsa staðinn? „Já, þetta hlýtur að auka hann [ferðamannastrauminn] frekar en hitt.“ Og margt fyrir ferðamenn að sækja og skoða hér? „Já, alveg hellingur. Fjaran, gönguleiðir og bara allur fjandinn.“ En Kópasker er orðið frægara fyrir vikið? „Já. Það er gott að vera á Kópaskeri,“ sagði Halldís að lokum.
Norðurþing Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira