Á fallanda fæti Þórir Guðmundsson skrifar 27. júlí 2020 13:15 Það er átakanlegt að horfa upp á heimsveldi svamla ráðalaust í ólgusjó alþjóðastjórnmála en beinlínis sársaukafullt þegar um er að ræða ríki sem í 70 ár hefur haft forystu fyrir lýðræðisríkjum í heiminum. Á sama tíma fylgist umheimurinn áhyggjufullur með rísandi veldi í austri sem virðist hafa vaxandi getu og metnað til að láta að sér kveða víðar en í sínu nánasta nágrenni. Bandaríkin hafa á undanförnum árum sagt sig úr lögum við umheiminn á hverju sviðinu á eftir öðru. Þau ætla ekki að axla ábyrgð í loftslagsmálum þó að framtíð jarðarbúa sé að veði. Þau ætla ekki að vera með í sameiginlegu átaki þjóða heims gegn heimsfaraldri kórónuveiru. Og Donald Trump forseti sýnir ítrekað að honum er fullkomlega sama um sína nánustu bandamenn á sama tíma og hann daðrar við kúgara. Kínverjar færa út kvíarnar Kínverjar sýna á hinn bóginn að þeim er alvara í að færa út kvíarnar og nota til þess mátt sinn og megin. Nýleg lagasetning í Hong Kong er til þess fallin að senda skilaboð til íbúa þar um að þeir séu langt frá því að vera óhultir fyrir ofurvaldi stjórnvalda í Pekíng, hvað sem líður þeirra skuldbindingum. Hernaðaruppbygging á eyjum og skerjum í Suður-Kínahafi, sem alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að tilheyri ekki Kína, gefur skilaboð til nágrannaríkja um að þau skuli halda sig á mottunni. Heima fyrir beitir kínverska stjórnin eigin borgara gífurlegu harðræði, einkum minnihlutahópa. Meira en milljón uyghura er í fangabúðum og Kínverjar yfirgnæfa smám saman Tíbeta sem eru að verða minnihlutaþjóð í eigin landi. Stjórnvöld í Pekíng beita netinu til að fylgjast með hverju fótspori landsmanna og á þeirra vegum gæta sveitir fólks að minnstu merkjum um uppsteit. Vanrækja utanríkisþjónustuna Við Íslendingar höfum undanfarið horft upp á birtingarmynd þess þegar stjórnvöld í Washington vanrækja utanríkisþjónustuna. Á síðasta ári tókst ekki betur til með undirbúning fyrir heimsókn Mike Pence varaforseta en svo að hann virtist halda að íslensk stjórnvöld hefðu hafnað óskum Kínverja um samninga undir yfirskrift verkefnisins Belti og braut. Það höfðu þau ekki gert. Því kom það gestgjöfunum spánskt fyrir sjónir þegar Pence þakkaði þeim fyrir að hryggbrjóta Kínverja. Trump-stjórnin hefur skipað óvenju marga pólitíska sendiherra, 42 prósent af heildinni, en verra er að svo margir þeirra skuli vera óhæfir til starfans. Ekki þarf að fara mörgum orðum um sendiherra Bandaríkjanna í Lundúnum, sem heldur opinberar móttökur í klúbbi sem hleypir eingöngu körlum inn fyrir sínar dyr. Bandaríkjaforseti skipaði húðsjúkdómalækni frá Kaliforníu sendiherra á Íslandi en hann hafði þá einu reynslu sem skiptir máli, að hafa tekið þátt í og fjármagnað kosningabaráttu Trumps. Hingað hafa áður komið pólitískt skipaðir sendiherrar og það þarf ekki að vera verra. Þeir hafa þá aukna möguleika á að snúa sér beint til þeirra sem valdið hafa í Washington. En Jeffrey Ross Gunter er ekki bara reynslulaus heldur virðist líka skorta skilning á því starfi sem hann gegnir og þeirri þjóð sem hann er fulltrúi gagnvart. Með byssu við innsetningu? Nýlega tísti sendiherrann um að „við“ værum sameinuð í að vinna á „ósýnilegu Kínaveirunni,“ og gaf í skyn að þar væri hann að tala um Íslendinga og Bandaríkjamenn með því að birta með yfirlýsingunni fána beggja landa. Íslendingar líta ekki á sóttvarnir sem milliríkjaslag við Kína. Nær væri að vinna saman gegn veirunni á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem Bandaríkjamenn eru nú að yfirgefa. Nú er komið í ljós að sendiherrann hefur undanfarið róið að því öllum árum að ráða persónulega lífverði, fá leyfi til að bera sjálfur byssu og útvega sér – væntanlega frá bandaríska utanríkisráðuneytinu – vesti sem geti varið hann gegn hnífstungum. Ekki er ljóst hvort hann sér fyrir sér að mæta á viðburði eins og innsetningu forseta næstkomandi laugardag vopnaður skammbyssu. Tilraunir fjölmiðla til að fá svör síðustu daga hafa lítinn árangur borið. Áframhaldandi niðurlæging? Metnaðarleysi Bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi er alvarlegt áhyggjuefni. Trump-stjórnin hefur yfirgefið það forystuhlutverk sem Bandaríkin hafa haft undanfarna áratugi. Forsetinn dró sig út úr kjarnorkusamningum við Írana, sagði að NATO væri úrelt fyrirbæri og tekur ítrekað ákvarðanir sem þarf síðan að vinda ofan af. Einræðisherrar hlæja að honum en bandamenn hrista höfuðið. Því miður virðist ekkert ríki eða ríkjabandalag hafa getu til að taka við forystuhlutverki Bandaríkjanna. Þeir sem vonast til að sjá lýðræðisríki heimsins sporna gegn ásælni og yfirgangi valdstjórnarríkja horfa nú til kosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þar kjósa Bandaríkjamenn að mestu um eigin mál en fyrir umheiminn verða niðurstöðurnar afgerandi um það hvort gera megi ráð fyrir áframhaldandi niðurlægingu mikilvægasta ríkis í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Sjá meira
Það er átakanlegt að horfa upp á heimsveldi svamla ráðalaust í ólgusjó alþjóðastjórnmála en beinlínis sársaukafullt þegar um er að ræða ríki sem í 70 ár hefur haft forystu fyrir lýðræðisríkjum í heiminum. Á sama tíma fylgist umheimurinn áhyggjufullur með rísandi veldi í austri sem virðist hafa vaxandi getu og metnað til að láta að sér kveða víðar en í sínu nánasta nágrenni. Bandaríkin hafa á undanförnum árum sagt sig úr lögum við umheiminn á hverju sviðinu á eftir öðru. Þau ætla ekki að axla ábyrgð í loftslagsmálum þó að framtíð jarðarbúa sé að veði. Þau ætla ekki að vera með í sameiginlegu átaki þjóða heims gegn heimsfaraldri kórónuveiru. Og Donald Trump forseti sýnir ítrekað að honum er fullkomlega sama um sína nánustu bandamenn á sama tíma og hann daðrar við kúgara. Kínverjar færa út kvíarnar Kínverjar sýna á hinn bóginn að þeim er alvara í að færa út kvíarnar og nota til þess mátt sinn og megin. Nýleg lagasetning í Hong Kong er til þess fallin að senda skilaboð til íbúa þar um að þeir séu langt frá því að vera óhultir fyrir ofurvaldi stjórnvalda í Pekíng, hvað sem líður þeirra skuldbindingum. Hernaðaruppbygging á eyjum og skerjum í Suður-Kínahafi, sem alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að tilheyri ekki Kína, gefur skilaboð til nágrannaríkja um að þau skuli halda sig á mottunni. Heima fyrir beitir kínverska stjórnin eigin borgara gífurlegu harðræði, einkum minnihlutahópa. Meira en milljón uyghura er í fangabúðum og Kínverjar yfirgnæfa smám saman Tíbeta sem eru að verða minnihlutaþjóð í eigin landi. Stjórnvöld í Pekíng beita netinu til að fylgjast með hverju fótspori landsmanna og á þeirra vegum gæta sveitir fólks að minnstu merkjum um uppsteit. Vanrækja utanríkisþjónustuna Við Íslendingar höfum undanfarið horft upp á birtingarmynd þess þegar stjórnvöld í Washington vanrækja utanríkisþjónustuna. Á síðasta ári tókst ekki betur til með undirbúning fyrir heimsókn Mike Pence varaforseta en svo að hann virtist halda að íslensk stjórnvöld hefðu hafnað óskum Kínverja um samninga undir yfirskrift verkefnisins Belti og braut. Það höfðu þau ekki gert. Því kom það gestgjöfunum spánskt fyrir sjónir þegar Pence þakkaði þeim fyrir að hryggbrjóta Kínverja. Trump-stjórnin hefur skipað óvenju marga pólitíska sendiherra, 42 prósent af heildinni, en verra er að svo margir þeirra skuli vera óhæfir til starfans. Ekki þarf að fara mörgum orðum um sendiherra Bandaríkjanna í Lundúnum, sem heldur opinberar móttökur í klúbbi sem hleypir eingöngu körlum inn fyrir sínar dyr. Bandaríkjaforseti skipaði húðsjúkdómalækni frá Kaliforníu sendiherra á Íslandi en hann hafði þá einu reynslu sem skiptir máli, að hafa tekið þátt í og fjármagnað kosningabaráttu Trumps. Hingað hafa áður komið pólitískt skipaðir sendiherrar og það þarf ekki að vera verra. Þeir hafa þá aukna möguleika á að snúa sér beint til þeirra sem valdið hafa í Washington. En Jeffrey Ross Gunter er ekki bara reynslulaus heldur virðist líka skorta skilning á því starfi sem hann gegnir og þeirri þjóð sem hann er fulltrúi gagnvart. Með byssu við innsetningu? Nýlega tísti sendiherrann um að „við“ værum sameinuð í að vinna á „ósýnilegu Kínaveirunni,“ og gaf í skyn að þar væri hann að tala um Íslendinga og Bandaríkjamenn með því að birta með yfirlýsingunni fána beggja landa. Íslendingar líta ekki á sóttvarnir sem milliríkjaslag við Kína. Nær væri að vinna saman gegn veirunni á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem Bandaríkjamenn eru nú að yfirgefa. Nú er komið í ljós að sendiherrann hefur undanfarið róið að því öllum árum að ráða persónulega lífverði, fá leyfi til að bera sjálfur byssu og útvega sér – væntanlega frá bandaríska utanríkisráðuneytinu – vesti sem geti varið hann gegn hnífstungum. Ekki er ljóst hvort hann sér fyrir sér að mæta á viðburði eins og innsetningu forseta næstkomandi laugardag vopnaður skammbyssu. Tilraunir fjölmiðla til að fá svör síðustu daga hafa lítinn árangur borið. Áframhaldandi niðurlæging? Metnaðarleysi Bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi er alvarlegt áhyggjuefni. Trump-stjórnin hefur yfirgefið það forystuhlutverk sem Bandaríkin hafa haft undanfarna áratugi. Forsetinn dró sig út úr kjarnorkusamningum við Írana, sagði að NATO væri úrelt fyrirbæri og tekur ítrekað ákvarðanir sem þarf síðan að vinda ofan af. Einræðisherrar hlæja að honum en bandamenn hrista höfuðið. Því miður virðist ekkert ríki eða ríkjabandalag hafa getu til að taka við forystuhlutverki Bandaríkjanna. Þeir sem vonast til að sjá lýðræðisríki heimsins sporna gegn ásælni og yfirgangi valdstjórnarríkja horfa nú til kosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þar kjósa Bandaríkjamenn að mestu um eigin mál en fyrir umheiminn verða niðurstöðurnar afgerandi um það hvort gera megi ráð fyrir áframhaldandi niðurlægingu mikilvægasta ríkis í heimi.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun