Veiran náð að dreifa sér ef smitin tengjast hópsýkingunni Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2020 18:48 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Vísir/Arnar Ef innanlandssmitin tvö sem greindust í gær tengjast hópsýkingunni sem kom upp á Akranesi gæti þurft að grípa til harðari aðgerða að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. Enn sé verið að safna upplýsingum og beðið eftir raðgreiningu á sýnunum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og ekki vitað hvort þau tengjast öðrum innanlandssmitum sem hafa komið upp undanfarna daga en virk innanlandssmit á landinu eru nú 14. Kamilla ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef þau reynast tengjast þeirri hópsýkingu sem við höfum verið að segja frá undanfarna daga, þá er hún töluvert útbreidd því tveir af þessum einstaklingum tengjast ekki faraldsfræðilegum böndum við þá aðila,“ segir Kamilla og bætir við að þá hafi veiran náð að dreifa sér töluvert. Hún segir ekki ólíklegt að grípa þurfi til harðari aðgerða ef smitin tengjast hópsýkingunni. Í það minnsta þurfi að endurskoða þær reglur sem eru í gildi varðandi samkomur og félagsforðun og möguleiki að tveggja metra viðmiðið verði að tveggja metra reglunni á ný. „Það er ýmislegt annað sem þyrfti að skoða mjög vandlega,“ segir Kamilla. Þeir einstaklingar sem reyndust smitaðir í gær hafa nú verið að fara yfir ferðir sínar og jafnvel lengra aftur í tímann en venjan er. Ekki sé aðeins verið að skoða hverja þeir gætu hafa smitað heldur einnig hver gæti hafa smitað þá. „Það þýðir að það þarf að fara tvær vikur aftur í tímann, sem er heilmikið mál fyrir meðalmanninn – að muna hvar hann hefur verið nokkra daga aftur í tímann og hvað þá tvær vikur.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kamillu: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28. júlí 2020 14:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ef innanlandssmitin tvö sem greindust í gær tengjast hópsýkingunni sem kom upp á Akranesi gæti þurft að grípa til harðari aðgerða að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. Enn sé verið að safna upplýsingum og beðið eftir raðgreiningu á sýnunum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og ekki vitað hvort þau tengjast öðrum innanlandssmitum sem hafa komið upp undanfarna daga en virk innanlandssmit á landinu eru nú 14. Kamilla ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef þau reynast tengjast þeirri hópsýkingu sem við höfum verið að segja frá undanfarna daga, þá er hún töluvert útbreidd því tveir af þessum einstaklingum tengjast ekki faraldsfræðilegum böndum við þá aðila,“ segir Kamilla og bætir við að þá hafi veiran náð að dreifa sér töluvert. Hún segir ekki ólíklegt að grípa þurfi til harðari aðgerða ef smitin tengjast hópsýkingunni. Í það minnsta þurfi að endurskoða þær reglur sem eru í gildi varðandi samkomur og félagsforðun og möguleiki að tveggja metra viðmiðið verði að tveggja metra reglunni á ný. „Það er ýmislegt annað sem þyrfti að skoða mjög vandlega,“ segir Kamilla. Þeir einstaklingar sem reyndust smitaðir í gær hafa nú verið að fara yfir ferðir sínar og jafnvel lengra aftur í tímann en venjan er. Ekki sé aðeins verið að skoða hverja þeir gætu hafa smitað heldur einnig hver gæti hafa smitað þá. „Það þýðir að það þarf að fara tvær vikur aftur í tímann, sem er heilmikið mál fyrir meðalmanninn – að muna hvar hann hefur verið nokkra daga aftur í tímann og hvað þá tvær vikur.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kamillu:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28. júlí 2020 14:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04
Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28. júlí 2020 14:18