Fáir á ferðinni á Suðurlandi en lögregla með stíft eftirlit Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 09:56 Frá tjaldsvæðinu á Flúðum sem hefur verið vinsælt um verslunarmannahelgi undanfarin ár. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu. Hert samkomubann sem tók gildi í gær þýðir að meiriháttar samkomur og hátíðir um verslunarmannahelgina hafa verið blásnar af. Þá þarf að takmarka fjölda gesta á tjaldsvæðum þar sem nú mega mest hundrað manns koma saman á einum stað og tryggja þarf tveggja metra fjarlægð á milli þeirra. Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Vísi að lögreglan hafi ekki þurft að hafa afskipti af tjaldsvæðum vegna mannfjölda. Svo virðist sem að fáir séu á ferðinni og að tjaldverðir passi vel upp á fjöldatakmarkanir. Engin alvarleg brot hafi komið inn á borð lögreglunni en eitthvað hafi verið um minniháttar ölvunarútköll og fíkniefna- og ölvunarakstursmál. „Það má eiginlega segja að eftir okkar bestu vitneskju séu hvergi neinir stórir hópar af fólki. Tjaldsvæðin bera þetta vel þegar þau passa upp á hundrað manna mörkin. Það hafa engar SMS-hátíðir borist til okkar. Helgin fer bara virkilega vel af stað,“ segir hann. Þrátt fyrir að mun minni umferð sé á Suðurlandi um verslunarmannahelgina nú en venjulega segir Garðar Már að lögreglan ætli að halda sig við stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri sem hafði þegar verið skipulagt. Lögreglan hefur meðal annars fengið fíkniefnaleitarhund að láni frá fangelsinu á Litla-Hrauni sem aðstoðar við að þefa slík efni uppi. „Við vorum búin að manna okkur vel upp fyrir þessa helgi og við ætlum að vera með mjög áberandi eftirlit,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Mikil úrkoma og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu. Hert samkomubann sem tók gildi í gær þýðir að meiriháttar samkomur og hátíðir um verslunarmannahelgina hafa verið blásnar af. Þá þarf að takmarka fjölda gesta á tjaldsvæðum þar sem nú mega mest hundrað manns koma saman á einum stað og tryggja þarf tveggja metra fjarlægð á milli þeirra. Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Vísi að lögreglan hafi ekki þurft að hafa afskipti af tjaldsvæðum vegna mannfjölda. Svo virðist sem að fáir séu á ferðinni og að tjaldverðir passi vel upp á fjöldatakmarkanir. Engin alvarleg brot hafi komið inn á borð lögreglunni en eitthvað hafi verið um minniháttar ölvunarútköll og fíkniefna- og ölvunarakstursmál. „Það má eiginlega segja að eftir okkar bestu vitneskju séu hvergi neinir stórir hópar af fólki. Tjaldsvæðin bera þetta vel þegar þau passa upp á hundrað manna mörkin. Það hafa engar SMS-hátíðir borist til okkar. Helgin fer bara virkilega vel af stað,“ segir hann. Þrátt fyrir að mun minni umferð sé á Suðurlandi um verslunarmannahelgina nú en venjulega segir Garðar Már að lögreglan ætli að halda sig við stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri sem hafði þegar verið skipulagt. Lögreglan hefur meðal annars fengið fíkniefnaleitarhund að láni frá fangelsinu á Litla-Hrauni sem aðstoðar við að þefa slík efni uppi. „Við vorum búin að manna okkur vel upp fyrir þessa helgi og við ætlum að vera með mjög áberandi eftirlit,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Mikil úrkoma og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54