Góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 13:31 Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Vísir/vilhelm Níu innanlandssmit kórónuveiru greindust hér á landi í gær og fjölgaði þeim nokkuð milli daga. Yfirlæknir segir góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar en það skýrist á næstu dögum hvort gripið hafi verið til aðgerða nægilega snemma til að hamla stórri bylgju. Nú er alls 91 í einangrun með veiruna á landinu. Innanlandssmitum fjölgaði því nokkuð milli daga en í fyrradag voru þau þrjú. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir hægan stíganda á faraldrinum enn sem komið er. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að þetta sé hægt og mallandi - en það er þó góðs viti að það skuli ekki vera meira. Stóra spurningin er hvort þessar ráðstafanir sem sóttvarnayfirvöld hafa þó gripið til séu nægjanlanlega tímanlegar til þess að draga úr stórri bylgju,“ segir Már. Lykillinn að árangri í allra höndum Tíminn muni leiða það í ljós. Ef aðgerðirnar voru tímanlegar muni faraldurinn ekki fara á flug, ef ekki þá muni smituðum fjölga. „Það fer bara eftir því hvernig fólk hegðar sér. Ef það tekst að fá fólk til að sinna einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og búið er að klifa á, þá held ég að það sé lykillinn að árangri.“ Hann telur ekki ástæðu til að herða almennt sóttvarnarráðstafanir í samfélaginu að svo stöddu. „Það er tiltölulega lítið smit úti í samfélaginu. Það er það sem skimanir hafa sýnt,“ segir Már. Sá sem hefur verið inniliggjandi á Landspítalanum á liðnum dögum vegna kórónuveirunnar hefur nú verið útskrifaður. Að sögn Más er þó beðið niðurstöðu varðandi mögulegt smit hjá öðrum. „Það eru tveir inniliggjandi núna, grunaðir um að vera með Covid-19. Það hefur ekki verið staðfest ennþá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Sjá meira
Níu innanlandssmit kórónuveiru greindust hér á landi í gær og fjölgaði þeim nokkuð milli daga. Yfirlæknir segir góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar en það skýrist á næstu dögum hvort gripið hafi verið til aðgerða nægilega snemma til að hamla stórri bylgju. Nú er alls 91 í einangrun með veiruna á landinu. Innanlandssmitum fjölgaði því nokkuð milli daga en í fyrradag voru þau þrjú. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir hægan stíganda á faraldrinum enn sem komið er. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að þetta sé hægt og mallandi - en það er þó góðs viti að það skuli ekki vera meira. Stóra spurningin er hvort þessar ráðstafanir sem sóttvarnayfirvöld hafa þó gripið til séu nægjanlanlega tímanlegar til þess að draga úr stórri bylgju,“ segir Már. Lykillinn að árangri í allra höndum Tíminn muni leiða það í ljós. Ef aðgerðirnar voru tímanlegar muni faraldurinn ekki fara á flug, ef ekki þá muni smituðum fjölga. „Það fer bara eftir því hvernig fólk hegðar sér. Ef það tekst að fá fólk til að sinna einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og búið er að klifa á, þá held ég að það sé lykillinn að árangri.“ Hann telur ekki ástæðu til að herða almennt sóttvarnarráðstafanir í samfélaginu að svo stöddu. „Það er tiltölulega lítið smit úti í samfélaginu. Það er það sem skimanir hafa sýnt,“ segir Már. Sá sem hefur verið inniliggjandi á Landspítalanum á liðnum dögum vegna kórónuveirunnar hefur nú verið útskrifaður. Að sögn Más er þó beðið niðurstöðu varðandi mögulegt smit hjá öðrum. „Það eru tveir inniliggjandi núna, grunaðir um að vera með Covid-19. Það hefur ekki verið staðfest ennþá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Sjá meira