Átta af fjórtán veitingahúsum voru með viðeigandi sóttvarnaráðstafanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 06:34 Lögreglan heimsótti fjórtán veitingastaði í gærkvöldi. Aðeins einn þeirra var með óviðunandi sóttvarnarráðstafanir og var skrifuð skýrsla um málið. Vísir/Vilhelm Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi samkvæmt dagbók lögreglu en fimm staðir þurfa að gera úrbætur og bæta skipulag. Einn staður hafði ekki gert viðunandi ráðstafanir til að tryggja sóttvarnarreglur og tveggja metra reglu og var skrifuð skýrsla um brotið. Of margir einstaklingar voru inni á staðnum og lítið sem ekkert bil var á milli gesta. Á stöðunum sem bæta þurfti sóttvarnir voru fáir þegar lögreglu bar að garði en fram kemur að ef fleiri gestir hefðu verið á stöðunum hefði verið óvíst hvort aðstæður hefðu þá getað talist viðunandi. Starfsmönnum voru veittar ráðleggingar af lögreglu um hvernig gera mætti betur. Fátt annað kom á borð lögreglu í nótt. Tilkynnt var um þjófnað á sjötta tímanum í gær úr spilakassa í söluturni í Árbæ. Maðurinn sem framdi þjófnaðinn skemmdi spilakassa og stal úr honum peningum og sást til hans á upptöku öryggismyndavéla. Þá barst tilkynning á sjötta tímanum í gærkvöldi um ofurölvi mann við veitingahús í miðbænum, hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu. Tvö umferðarslys eða -óhöpp urðu í gærkvöldi. Umferðarslys varð í Hafnarfirði á áttunda tímanum þegar maður í ökunámi datt af bifhjóli. Hann er mögulega rifbeinsbrotinn og var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Þá óku þrjár bifreiðar á umferðarmerki/vegstiku á tólfta tímanum á Reykjanesbrautinni. Skemmdir urðu á hjólbörðum allra bíla en engin slys urðu á fólki. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10. ágúst 2020 09:11 Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15 Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. 30. júlí 2020 12:17 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Fleiri fréttir Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Sjá meira
Fjórtán veitingahús voru heimsótt í miðborginni af lögreglu í gærkvöldi. Kannað var hvort ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu væru sem skildi. Átta staðir af þessum fjórtán voru með sín mál í mjög góðu ástandi samkvæmt dagbók lögreglu en fimm staðir þurfa að gera úrbætur og bæta skipulag. Einn staður hafði ekki gert viðunandi ráðstafanir til að tryggja sóttvarnarreglur og tveggja metra reglu og var skrifuð skýrsla um brotið. Of margir einstaklingar voru inni á staðnum og lítið sem ekkert bil var á milli gesta. Á stöðunum sem bæta þurfti sóttvarnir voru fáir þegar lögreglu bar að garði en fram kemur að ef fleiri gestir hefðu verið á stöðunum hefði verið óvíst hvort aðstæður hefðu þá getað talist viðunandi. Starfsmönnum voru veittar ráðleggingar af lögreglu um hvernig gera mætti betur. Fátt annað kom á borð lögreglu í nótt. Tilkynnt var um þjófnað á sjötta tímanum í gær úr spilakassa í söluturni í Árbæ. Maðurinn sem framdi þjófnaðinn skemmdi spilakassa og stal úr honum peningum og sást til hans á upptöku öryggismyndavéla. Þá barst tilkynning á sjötta tímanum í gærkvöldi um ofurölvi mann við veitingahús í miðbænum, hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu. Tvö umferðarslys eða -óhöpp urðu í gærkvöldi. Umferðarslys varð í Hafnarfirði á áttunda tímanum þegar maður í ökunámi datt af bifhjóli. Hann er mögulega rifbeinsbrotinn og var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Þá óku þrjár bifreiðar á umferðarmerki/vegstiku á tólfta tímanum á Reykjanesbrautinni. Skemmdir urðu á hjólbörðum allra bíla en engin slys urðu á fólki.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10. ágúst 2020 09:11 Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15 Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. 30. júlí 2020 12:17 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Fleiri fréttir Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Sjá meira
„Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10. ágúst 2020 09:11
Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15
Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. 30. júlí 2020 12:17