Framkvæmdastjóri Capacent furðar sig á útskýringum Ara Trausta Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2020 13:00 Halldór framkvæmdastjóri telur það ómaklegt og furðu sæta af hálfu þingmanna að vilja skella skuldinni á Capacent. Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóri Capacent segir að sér komi afstaða meirihluta Þingvallanefndar vegna Ólínu-málsins svokallaðs mjög á óvart. Ólínu Þorvarðardóttur voru dæmdar bætur sem nemur 20 milljónum í kjölfar þess að jafnréttisnefnd taldi á henni brotið þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, en hún sótti um starfið. Allt Capacent að kenna Páll Magnússon þingmaður situr í nefndinni og hann sagði í samtali við Vísi, að hann teldi hugsanlegt að ríkissjóður ætti kröfu á hendur Capacent, sem annaðist umsóknarferlið. Páll sagði að láðst hafi að færa til bókar hið huglæga mat meirihluta nefndarinnar sem lá til grundvallar þegar hún ákvað að ráða heldur Einar Á. E. Sæmundsen til að gegna stöðunni. Og það skrifist á Capacent. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, tók í sama streng og sagði að hann væri algerlega blautur á bak við eyrun í því sem snýr að opinberum ráðningum; hann hafi alveg treyst á Capacent í þessum efnum. Þingvallanefnd efndi til sérstaks fundar vegna Ólínu-málsins. Ari Trausti lýsti því yfir eftir fundinn að hann væri alveg reynslulaus á þessu sviði og hafi því alveg treyst á Capacent.Vísir/Egill Halldór undrast það mjög að Ari Trausti vilji með þessum hætti skella skuldinni á Capacent. Aðkoma fyrirtækisins að ráðningum og ráðningarferli sé alveg skýrt. Hún sé ráðgefandi en það sé viðskiptavina að taka ákvörðun. „Við teljum að það sé skýrt hvað felst í aðkomu okkar hverju sinni.“Þannig að þessar útskýringar Ara Trausta koma þér þá í opna skjöldu?„Já, þær gerðu það, mjög svo, verulega,“ segir Halldór og útskýrir að hann og þau hjá Capacent séu sannfærð um ágæti aðkomu fyrirtækisins. Að biðjast aldrei afsökunar Afstaða og útskýringar Þingvallanefndar hefur verið til umfjöllunar á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um þær. Þannig hefur Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus, sem hefur langa reynslu af starfi innan hins opinbera, talið málið til marks um þá almennu viðleitni sem ríkir meðal kjörinna fulltrúa, að vilja varpa frá sér ábyrgð. Almennt sé þeim fyrirmunað að játa á sig mistök eða skipta um skoðun. „Að biðjast aldrei afsökunar er í raun og veru bara ein birtingarmynd miklu djúprættara og alvarlegra vandamáls í íslenskri stjórmála- og samskiptamenningu: Að viðurkenna aldrei mistök. Alveg sama þótt allir viti að maður hefur gert mistök, og alveg sama þótt maður viti að allir viti að maður gerði mistök - maður viðurkennir það ekki. Það væri veikleikamerki. Maður sem viðurkennir mistök er búinn að vera - virðast margir halda,“ segir Eiríkur. Páll Magnússon telur það vert að skoða hvort Capacent sé ekki bótaskylt gagnvart ríkissjóði, þar sem þeir áttu að hafa umsjón með umsóknarferlinu.visir/vilhelm Eiríkur segir jafnframt að ef menn geri aldrei mistök, þá þurfi auðvitað aldrei að biðjast afsökunar. Af sjálfu leiði. „Í stað þess að viðurkenna mistök kennir maður öðrum um. Formaður Þingvallanefndar kennir ráðningarstofu um og varaformaðurinn vill gera minnihlutann samábyrgan. Formaðurinn vísar líka til eigin reynsluleysis í ráðningarmálum, eins og það sé einhver afsökun - hann er formaður stjórnsýslunefndar sem hefur tiltekið hlutverk og á að setja sig inn í málin.“ Pistill Eiríks hefur vakið mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að dreifa honum áfram um samfélagsmiðilinn. Starfsmönnum Capacent sárnar að vera kennt um „Við höfum komið að svona verkefnum í áratugi,“ segir Halldór. „Hér er fólk sem hefur langan starfsaldur og mikla reynslu af ferlum sem þessum. Halldór hjá Capacent telur að staða fyrirtæksins hafi alltaf legið ljós fyrir, þeirra væri að veita ráðgjöf en ekki að taka ákvörðun né þá heldur bera ábyrgð á því hvernig að málum væri staðið. Þetta kemur vissulega á óvart og fólk hér tekur svona nærri sér.“ Halldór bendir jafnframt á að Capacent hafi um áratugaskeið veitt ráðgjöf í tengslum við opinberar ráðningar. „Það samstarf, við hina ýmsu fulltrúa hins opinbera, hefur verið afskaplega farsælt. Ávallt er farið yfir það með viðskiptavinum í tengslum við opinberar ráðningar hvað í þjónustu fyrirtækisins felst áður en ráðgjöf er veitt. Capacent veitir ekki lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningar. Þá er það ávallt á valdsviði opinberra aðila að taka ákvörðun á öllum stigum í ráðningarferli hverju sinni.“ Að öllu þessu samanlögðu hljóti það að vera í verkahring Þingvallanefndar að taka ákvarðanir á öllum stigum í ráðningarferli þjóðgarðsvarðar. Það er mat Capacent að Þingvallanefnd hafi fengið faglega og haldgóða ráðgjöf. Alþingi Stjórnsýsla Þingvellir Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóri Capacent segir að sér komi afstaða meirihluta Þingvallanefndar vegna Ólínu-málsins svokallaðs mjög á óvart. Ólínu Þorvarðardóttur voru dæmdar bætur sem nemur 20 milljónum í kjölfar þess að jafnréttisnefnd taldi á henni brotið þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, en hún sótti um starfið. Allt Capacent að kenna Páll Magnússon þingmaður situr í nefndinni og hann sagði í samtali við Vísi, að hann teldi hugsanlegt að ríkissjóður ætti kröfu á hendur Capacent, sem annaðist umsóknarferlið. Páll sagði að láðst hafi að færa til bókar hið huglæga mat meirihluta nefndarinnar sem lá til grundvallar þegar hún ákvað að ráða heldur Einar Á. E. Sæmundsen til að gegna stöðunni. Og það skrifist á Capacent. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, tók í sama streng og sagði að hann væri algerlega blautur á bak við eyrun í því sem snýr að opinberum ráðningum; hann hafi alveg treyst á Capacent í þessum efnum. Þingvallanefnd efndi til sérstaks fundar vegna Ólínu-málsins. Ari Trausti lýsti því yfir eftir fundinn að hann væri alveg reynslulaus á þessu sviði og hafi því alveg treyst á Capacent.Vísir/Egill Halldór undrast það mjög að Ari Trausti vilji með þessum hætti skella skuldinni á Capacent. Aðkoma fyrirtækisins að ráðningum og ráðningarferli sé alveg skýrt. Hún sé ráðgefandi en það sé viðskiptavina að taka ákvörðun. „Við teljum að það sé skýrt hvað felst í aðkomu okkar hverju sinni.“Þannig að þessar útskýringar Ara Trausta koma þér þá í opna skjöldu?„Já, þær gerðu það, mjög svo, verulega,“ segir Halldór og útskýrir að hann og þau hjá Capacent séu sannfærð um ágæti aðkomu fyrirtækisins. Að biðjast aldrei afsökunar Afstaða og útskýringar Þingvallanefndar hefur verið til umfjöllunar á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um þær. Þannig hefur Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus, sem hefur langa reynslu af starfi innan hins opinbera, talið málið til marks um þá almennu viðleitni sem ríkir meðal kjörinna fulltrúa, að vilja varpa frá sér ábyrgð. Almennt sé þeim fyrirmunað að játa á sig mistök eða skipta um skoðun. „Að biðjast aldrei afsökunar er í raun og veru bara ein birtingarmynd miklu djúprættara og alvarlegra vandamáls í íslenskri stjórmála- og samskiptamenningu: Að viðurkenna aldrei mistök. Alveg sama þótt allir viti að maður hefur gert mistök, og alveg sama þótt maður viti að allir viti að maður gerði mistök - maður viðurkennir það ekki. Það væri veikleikamerki. Maður sem viðurkennir mistök er búinn að vera - virðast margir halda,“ segir Eiríkur. Páll Magnússon telur það vert að skoða hvort Capacent sé ekki bótaskylt gagnvart ríkissjóði, þar sem þeir áttu að hafa umsjón með umsóknarferlinu.visir/vilhelm Eiríkur segir jafnframt að ef menn geri aldrei mistök, þá þurfi auðvitað aldrei að biðjast afsökunar. Af sjálfu leiði. „Í stað þess að viðurkenna mistök kennir maður öðrum um. Formaður Þingvallanefndar kennir ráðningarstofu um og varaformaðurinn vill gera minnihlutann samábyrgan. Formaðurinn vísar líka til eigin reynsluleysis í ráðningarmálum, eins og það sé einhver afsökun - hann er formaður stjórnsýslunefndar sem hefur tiltekið hlutverk og á að setja sig inn í málin.“ Pistill Eiríks hefur vakið mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að dreifa honum áfram um samfélagsmiðilinn. Starfsmönnum Capacent sárnar að vera kennt um „Við höfum komið að svona verkefnum í áratugi,“ segir Halldór. „Hér er fólk sem hefur langan starfsaldur og mikla reynslu af ferlum sem þessum. Halldór hjá Capacent telur að staða fyrirtæksins hafi alltaf legið ljós fyrir, þeirra væri að veita ráðgjöf en ekki að taka ákvörðun né þá heldur bera ábyrgð á því hvernig að málum væri staðið. Þetta kemur vissulega á óvart og fólk hér tekur svona nærri sér.“ Halldór bendir jafnframt á að Capacent hafi um áratugaskeið veitt ráðgjöf í tengslum við opinberar ráðningar. „Það samstarf, við hina ýmsu fulltrúa hins opinbera, hefur verið afskaplega farsælt. Ávallt er farið yfir það með viðskiptavinum í tengslum við opinberar ráðningar hvað í þjónustu fyrirtækisins felst áður en ráðgjöf er veitt. Capacent veitir ekki lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningar. Þá er það ávallt á valdsviði opinberra aðila að taka ákvörðun á öllum stigum í ráðningarferli hverju sinni.“ Að öllu þessu samanlögðu hljóti það að vera í verkahring Þingvallanefndar að taka ákvarðanir á öllum stigum í ráðningarferli þjóðgarðsvarðar. Það er mat Capacent að Þingvallanefnd hafi fengið faglega og haldgóða ráðgjöf.
Alþingi Stjórnsýsla Þingvellir Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent