Þjóðgarður er ekki þjóðgarður Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir skrifar 4. janúar 2020 20:15 Það sem gerir þjóð að þjóð er arfleið, saga og menning. Þjóðgarður er gildishlaðið orð sem vekur upp þjóðerniskennd og stolt og það gerir orðið þjóðgarður líka. En þjóðgarður er ekki allur þar sem hann sýnist. Þegar landsvæði er breytt í þjóðgarð er ekki verið að búa til garð þjóðarinnar né hugsa um afleiðingar fyrir þjóðina og enn síður almenna búsetu í dreifðari byggðum landsins. Auð þorp og atvinnuleysi Bændur hafa í gegnum tíðina nýtt hálendið til beitar fyrir fé sitt vegna þess að tún dugðu með naumindum fyrir vetrarforða. Sauðfjárrækt hélt lífi í okkur Íslendingum fyrr á öldum, háð duttlungum náttúrunnar, en nú þykir torfkofabúskapur ekki smart. Náttúran er orðin söluvara í ferðamannabransanum. Sveitarfélög hafa til þessa haft skipulagsvald á hálendinu og haft hemil á átroðningi en með stofnun þjóðgarðs verður það tekið frá þeim. Við hér í dreifðum byggðum landsins missum forsjána, en vissulega er hálendið auðlind þjóðarinnar, líkt og kvótinn sem var hreinsaður af landsbyggðinni og skildi eftir auð þorp og atvinnuleysi. Í hrópandi minnihluta Nú hefur sveitarfélögum verið úthlutað sæti í þjóðgarðsráði. Ég skora á sveitarfélög landsins að standa vörð um hálendið og auðlindir þess, en það að hafa einungis eitt sæti í þjóðgarðsráði í hrópandi minnihluta er ekki fýsilegur kostur. Fyrirtæki á hálendinu sem heimamenn hafa rekið eru oftast mönnuð af heimamönnum til að halda störfum í byggðinni en önnur fyrirtæki, aðallega af höfuðborgarsvæðinu, ráða ekki endilega starfsmenn úr sveitafélaginu. Við í dreifbýlinu fáum ekki að manna þau störf sem til falla í þjóðgarði og það mun hafa neikvæð áhrif á byggðaþróun í landinu. Það má ekki túlka orð mín svo að ég sé á móti verndun hálendisins. Þvert á móti, ég lít á þetta sem minn bakgarð sem ég vil vernda og hlúa að. Ég treysti sveitarfélögunum fyllilega til að vernda hálendið og sé enga þörf á að stýra þurfi hálendinu annars staðar frá. Að skapa sér sérstöðu hefur sýnt sig að vera vænlegt til árangurs í viðskiptum en hér höfum við misst sjónar af sérstöðunni. Hún er ekki bara náttúran okkar fagra, heldur líka arfleifðin og sagan; sögurnar af fjallmönnum og gangnamönnum sem hröktust dögum saman í sauðaleit, svangar hetjur í kulda og vosbúð, kannski ekkert sérstaklega smart en þó satt. Hálendið í gíslingu Að taka hálendið af sveitarfélögunum er eins og að segja Grikkjum að hætta að gera fetaost! Við megum ekki gleyma hver við erum né hvaðan við komum. Hálendið hefur ekki látið á sjá eftir fjallamenn og bændur, það eru ferðamenn sem eru að vaða stjórnlaust um í bakgarði okkar. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun hafa til skiptis haldið skipulagi Landmannalauga í gíslingu vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs, mér telst til að það séu komin 6 ár, en á meðan traðka ferðamenn niður svæðið. Það er ámælisvert, sveitarfélagið Rangárþing ytra var með tilbúið skipulag fyrir 6 árum en fær ekki framkvæmdaleyfi af einhverjum ástæðum. Fundir um stofnun hálendisþjóðgarðs sem auglýstir hafa verið sem samráðsfundir við íbúa hafa verið illa auglýstir og gagnslitlir. Ég skora á íbúa sveitarfélaga og sveitarstjórnir landsins að vakna úr dvala, halda forsjá í heimabyggð og standa vörð um atvinnumöguleika á sínu svæði, auðlindir þjóðarinnar og hagsmuni okkar allra.Höfundur er íbúi á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það sem gerir þjóð að þjóð er arfleið, saga og menning. Þjóðgarður er gildishlaðið orð sem vekur upp þjóðerniskennd og stolt og það gerir orðið þjóðgarður líka. En þjóðgarður er ekki allur þar sem hann sýnist. Þegar landsvæði er breytt í þjóðgarð er ekki verið að búa til garð þjóðarinnar né hugsa um afleiðingar fyrir þjóðina og enn síður almenna búsetu í dreifðari byggðum landsins. Auð þorp og atvinnuleysi Bændur hafa í gegnum tíðina nýtt hálendið til beitar fyrir fé sitt vegna þess að tún dugðu með naumindum fyrir vetrarforða. Sauðfjárrækt hélt lífi í okkur Íslendingum fyrr á öldum, háð duttlungum náttúrunnar, en nú þykir torfkofabúskapur ekki smart. Náttúran er orðin söluvara í ferðamannabransanum. Sveitarfélög hafa til þessa haft skipulagsvald á hálendinu og haft hemil á átroðningi en með stofnun þjóðgarðs verður það tekið frá þeim. Við hér í dreifðum byggðum landsins missum forsjána, en vissulega er hálendið auðlind þjóðarinnar, líkt og kvótinn sem var hreinsaður af landsbyggðinni og skildi eftir auð þorp og atvinnuleysi. Í hrópandi minnihluta Nú hefur sveitarfélögum verið úthlutað sæti í þjóðgarðsráði. Ég skora á sveitarfélög landsins að standa vörð um hálendið og auðlindir þess, en það að hafa einungis eitt sæti í þjóðgarðsráði í hrópandi minnihluta er ekki fýsilegur kostur. Fyrirtæki á hálendinu sem heimamenn hafa rekið eru oftast mönnuð af heimamönnum til að halda störfum í byggðinni en önnur fyrirtæki, aðallega af höfuðborgarsvæðinu, ráða ekki endilega starfsmenn úr sveitafélaginu. Við í dreifbýlinu fáum ekki að manna þau störf sem til falla í þjóðgarði og það mun hafa neikvæð áhrif á byggðaþróun í landinu. Það má ekki túlka orð mín svo að ég sé á móti verndun hálendisins. Þvert á móti, ég lít á þetta sem minn bakgarð sem ég vil vernda og hlúa að. Ég treysti sveitarfélögunum fyllilega til að vernda hálendið og sé enga þörf á að stýra þurfi hálendinu annars staðar frá. Að skapa sér sérstöðu hefur sýnt sig að vera vænlegt til árangurs í viðskiptum en hér höfum við misst sjónar af sérstöðunni. Hún er ekki bara náttúran okkar fagra, heldur líka arfleifðin og sagan; sögurnar af fjallmönnum og gangnamönnum sem hröktust dögum saman í sauðaleit, svangar hetjur í kulda og vosbúð, kannski ekkert sérstaklega smart en þó satt. Hálendið í gíslingu Að taka hálendið af sveitarfélögunum er eins og að segja Grikkjum að hætta að gera fetaost! Við megum ekki gleyma hver við erum né hvaðan við komum. Hálendið hefur ekki látið á sjá eftir fjallamenn og bændur, það eru ferðamenn sem eru að vaða stjórnlaust um í bakgarði okkar. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun hafa til skiptis haldið skipulagi Landmannalauga í gíslingu vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs, mér telst til að það séu komin 6 ár, en á meðan traðka ferðamenn niður svæðið. Það er ámælisvert, sveitarfélagið Rangárþing ytra var með tilbúið skipulag fyrir 6 árum en fær ekki framkvæmdaleyfi af einhverjum ástæðum. Fundir um stofnun hálendisþjóðgarðs sem auglýstir hafa verið sem samráðsfundir við íbúa hafa verið illa auglýstir og gagnslitlir. Ég skora á íbúa sveitarfélaga og sveitarstjórnir landsins að vakna úr dvala, halda forsjá í heimabyggð og standa vörð um atvinnumöguleika á sínu svæði, auðlindir þjóðarinnar og hagsmuni okkar allra.Höfundur er íbúi á Suðurlandi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun