Fróðleg fótboltaspá SI fyrir 2020: Gott ár fyrir Man. City, Holland og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 11:00 Virgil van Dijk, Pep Guardiola og Lionel Messi. Samsett/Getty Einn virtasti fótboltafjölmiðlamaður Bandaríkjanna hefur skellt í árlega spá sína og Grant Wahl spáir því meðal annars að á þessu ári muni þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gera upp hlutina í sér þætti á Netflix. Grant Wahl spáir líka fyrir hvaða lið munu fagna sigri í stærstu keppnunum á árinu 2020. Grant Wahl er auðvitað ekkert allt of alvarlegur í spádómum sínum og léttleikinn er þar í fyrirrúmi. Þetta er líka spá með bandarískum gleraugum og því snúast spárnar mikið til um bandaríska fótboltann. Það er engu að síður ýmislegt og um fótboltann utan Bandaríkjanna. Grant Wahl hefur samt mikla trú á bandaríska karlalandsliðinu í fótbolta sem hann telur að fari langt með að vinna sér sæti á HM 2022 með sannfærandi byrjun í undankeppninni á þessu ári. Hann spáir því líka að bandaríska kvennalandsliðið vinni Ólympíugull í Tókýó og verði um leið fyrstu heimsmeistararnir sem nái því. Grant Wahl sér einnig fyrir þær breytingar á Varsjánni að hún hætti að dæma menn rangstæða þegar þeir eru millimetra fyrir innan sem hefur því miður gerst alltof oft að undanförnu. Wahl spáir því að það verði gerð alþjóðlega reglubreyting í þessum málum. Happy new year! Here are my 10 soccer/football predictions for 2020: https://t.co/MnO48mTsy1— Grant Wahl (@GrantWahl) January 1, 2020 Hann sér fyrir sér viðburðaríkt ár fyrir lið Manchester City. Grant Wahl telur að Manchester City vinni loksins Meistaradeildina í vor en að Pep Guardiola hætti með liðið í framhaldinu af því að hann hafi með þessum sigri náð öllum sínum markmiðum á Ethiad. Grant Wahl spáir því jafnframt að Liverpool, hollenska landsliðið og argentínska landsliðið vinni öll stóra titla á árinu 2020. Hann er á því að Liverpool slái vissulega stigamet Manchester City en takist samt ekki að fara taplaust í gegnum allt tímabilið. Wahl er á því að Holland verði Evrópumeistari í sumar og að Lionel Messi vinni loksins stóran titil með argentínska landsliðinu þegar liðið vinnur Copa América í sumar. Hann er aftur á móti á því að það verði Spánverjar sem vinni Ólympíugullið í karlaflokki. Það má skoða alla spána með því að smella hér. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Einn virtasti fótboltafjölmiðlamaður Bandaríkjanna hefur skellt í árlega spá sína og Grant Wahl spáir því meðal annars að á þessu ári muni þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gera upp hlutina í sér þætti á Netflix. Grant Wahl spáir líka fyrir hvaða lið munu fagna sigri í stærstu keppnunum á árinu 2020. Grant Wahl er auðvitað ekkert allt of alvarlegur í spádómum sínum og léttleikinn er þar í fyrirrúmi. Þetta er líka spá með bandarískum gleraugum og því snúast spárnar mikið til um bandaríska fótboltann. Það er engu að síður ýmislegt og um fótboltann utan Bandaríkjanna. Grant Wahl hefur samt mikla trú á bandaríska karlalandsliðinu í fótbolta sem hann telur að fari langt með að vinna sér sæti á HM 2022 með sannfærandi byrjun í undankeppninni á þessu ári. Hann spáir því líka að bandaríska kvennalandsliðið vinni Ólympíugull í Tókýó og verði um leið fyrstu heimsmeistararnir sem nái því. Grant Wahl sér einnig fyrir þær breytingar á Varsjánni að hún hætti að dæma menn rangstæða þegar þeir eru millimetra fyrir innan sem hefur því miður gerst alltof oft að undanförnu. Wahl spáir því að það verði gerð alþjóðlega reglubreyting í þessum málum. Happy new year! Here are my 10 soccer/football predictions for 2020: https://t.co/MnO48mTsy1— Grant Wahl (@GrantWahl) January 1, 2020 Hann sér fyrir sér viðburðaríkt ár fyrir lið Manchester City. Grant Wahl telur að Manchester City vinni loksins Meistaradeildina í vor en að Pep Guardiola hætti með liðið í framhaldinu af því að hann hafi með þessum sigri náð öllum sínum markmiðum á Ethiad. Grant Wahl spáir því jafnframt að Liverpool, hollenska landsliðið og argentínska landsliðið vinni öll stóra titla á árinu 2020. Hann er á því að Liverpool slái vissulega stigamet Manchester City en takist samt ekki að fara taplaust í gegnum allt tímabilið. Wahl er á því að Holland verði Evrópumeistari í sumar og að Lionel Messi vinni loksins stóran titil með argentínska landsliðinu þegar liðið vinnur Copa América í sumar. Hann er aftur á móti á því að það verði Spánverjar sem vinni Ólympíugullið í karlaflokki. Það má skoða alla spána með því að smella hér.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira