Hafnarfjarðarkirkja þéttsetin eftir slysið Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2020 19:15 Fjölmennt var í Hafnarfjarðarkirkju. Vísir/Sigurjón Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt. Tilkynning um að lítill jepplingur hafi farið fram af Óseyrarbryggju Hafnarfirði barst lögreglu skömmu eftir klukkan níu í gærkvöld. Þrír piltar voru í bilnum og var ljóst frá fyrstu stundu að um mjög alvarlegt slys var að ræða. Fjölmennt lið viðbragðsfólks sent að höfninni; fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu og björgunarsveita. Þannig komu alls átta kafarar að aðgerðum gærkvöldsins með beinum hætti, þar af voru þrír björgunarkafarar slökkviliðs sem hjálpuðu drengjunum upp úr ísilögðum sjónum, en tveir þeirra sátu enn fastir í jepplingnum þegar kafara bar að garði. Þeim þriðja hafði tekist að komast úr bílnum af sjálfsdáðum. Fimm sjúkrabílar voru auk þess kallaðir út, auk dælu- og körfubíls og þá var björgunarbátur á vegum Landsbjargar innan handar. Bíll drengjanna var hífður upp úr höfninni upp úr miðnætti. Lágur kantur er á Óseyrarbryggju, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu uppfyllir bryggjan öll öryggisskilyrði. Piltarnir voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar; þegar þangað var komið voru tveir þeirra fluttir á gjörgæsludeild og segir lögreglan ástand þeirra alvarlegt. Þriðji drengurinn var lagður inn á aðra deild spítalans og er líðan hans sögð eftir atvikum. Boðað var til bænastundar vegna slyssins í Hafnarfjarðarkirkju klukkan fimm síðdegis, en Fríkirkja bæjarins var jafnframt opnuð á öðrum tímanum í nótt þar sem fólki bauðst sálrænn stuðningur. Bekkir Hafnafjarðarkirkju voru þéttsettnir fjölskyldu, vinum og skólafélögum. Prestar hvöttu viðstadda til að halda þétt um hvert annað, tala saman um tilfinningar sínar og að styðja við fjölskyldur drengjanna þriggja. Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir „Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt. Tilkynning um að lítill jepplingur hafi farið fram af Óseyrarbryggju Hafnarfirði barst lögreglu skömmu eftir klukkan níu í gærkvöld. Þrír piltar voru í bilnum og var ljóst frá fyrstu stundu að um mjög alvarlegt slys var að ræða. Fjölmennt lið viðbragðsfólks sent að höfninni; fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu og björgunarsveita. Þannig komu alls átta kafarar að aðgerðum gærkvöldsins með beinum hætti, þar af voru þrír björgunarkafarar slökkviliðs sem hjálpuðu drengjunum upp úr ísilögðum sjónum, en tveir þeirra sátu enn fastir í jepplingnum þegar kafara bar að garði. Þeim þriðja hafði tekist að komast úr bílnum af sjálfsdáðum. Fimm sjúkrabílar voru auk þess kallaðir út, auk dælu- og körfubíls og þá var björgunarbátur á vegum Landsbjargar innan handar. Bíll drengjanna var hífður upp úr höfninni upp úr miðnætti. Lágur kantur er á Óseyrarbryggju, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu uppfyllir bryggjan öll öryggisskilyrði. Piltarnir voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar; þegar þangað var komið voru tveir þeirra fluttir á gjörgæsludeild og segir lögreglan ástand þeirra alvarlegt. Þriðji drengurinn var lagður inn á aðra deild spítalans og er líðan hans sögð eftir atvikum. Boðað var til bænastundar vegna slyssins í Hafnarfjarðarkirkju klukkan fimm síðdegis, en Fríkirkja bæjarins var jafnframt opnuð á öðrum tímanum í nótt þar sem fólki bauðst sálrænn stuðningur. Bekkir Hafnafjarðarkirkju voru þéttsettnir fjölskyldu, vinum og skólafélögum. Prestar hvöttu viðstadda til að halda þétt um hvert annað, tala saman um tilfinningar sínar og að styðja við fjölskyldur drengjanna þriggja.
Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir „Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
„Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44
Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31
Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27