Einelti á vinnustað hefur meiri líkamleg áhrif en áður var talið Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2020 16:00 Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Vísir/Getty Það hefur lengi verið vitað að áhrif eineltis geta verið mikil og langvarandi á andlega heilsu. Þetta á hvoru tveggja við einelti sem fólk verður fyrir í æsku eða sem fullorðið fólk í atvinnulífinu. Þá hefur verið talað um að líkamleg áhrif svipi oft til kvíða- og streitueinkenna, s.s. lystarleysi, ofát, svefntruflanir, magaverkir og fleira. Nú hafa rannsóknir sýnt að áhrif eineltis í vinnu hefur meiri áhrif á líkamlega heilsu en áður var vitað. Nýverið greindi BBC frá því að einelti í vinnunni leitt til þess að líkur á hjartavandamálum aukast og meiri líkur eru á að fólk fái sykursýki 2. Í rannsókn sem gerð var í háskólanum í Kaupmannahöfn voru gögn tæplega 80.000 einstaklinga í Svíþjóð og Danmörku skoðuð. Einstaklingarnir voru bæði karlar og konur á aldrinum 18-65 ára. Spurt var hvort viðkomandi einstaklingar hefðu upplifað einelti í vinnu. Síðan voru heilsufarsupplýsingar um viðkomandi skoðaðar og fylgst með þeim í fjögur ár. European Heart Journal birti niðurstöður rannsóknarinnar árið 2018. Því meira einelti, því meiri líkur á heilsubresti Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Heilsufarsupplýsingar viðkomandi mældust síðan þannig að hjá þessum einstaklingum voru 59% meiri líkur á að viðkomandi myndi glíma við hjartavandamál síðar á ævinni, jafnvel hjartaáfall. Því meira eða oftar sem viðkomandi hafði upplifað einelti, því meiri mældust líkurnar. Það sama gilti um bæði konur og karlmenn. Meiri líkur á hjartavandamálum voru þó ekki einu áhrifin á líkamlega heilsu því rannsóknin sýndi sömu fylgni þegar kom að líkum þess að einstaklingur þrói með sér sykursýki 2, eða áunna sykursýki. Þar sýndu niðurstöður að 46% meiri líkur væru á að einstaklingar sem höfðu upplifað einelti í vinnu, myndu fá sykursýki 2 næsta áratug á eftir. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um viðbrögð við einelti á vinnustöðum og þar segir m.a.: ,,Mikilvægt er að starfsmaður, sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er.“ Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það hefur lengi verið vitað að áhrif eineltis geta verið mikil og langvarandi á andlega heilsu. Þetta á hvoru tveggja við einelti sem fólk verður fyrir í æsku eða sem fullorðið fólk í atvinnulífinu. Þá hefur verið talað um að líkamleg áhrif svipi oft til kvíða- og streitueinkenna, s.s. lystarleysi, ofát, svefntruflanir, magaverkir og fleira. Nú hafa rannsóknir sýnt að áhrif eineltis í vinnu hefur meiri áhrif á líkamlega heilsu en áður var vitað. Nýverið greindi BBC frá því að einelti í vinnunni leitt til þess að líkur á hjartavandamálum aukast og meiri líkur eru á að fólk fái sykursýki 2. Í rannsókn sem gerð var í háskólanum í Kaupmannahöfn voru gögn tæplega 80.000 einstaklinga í Svíþjóð og Danmörku skoðuð. Einstaklingarnir voru bæði karlar og konur á aldrinum 18-65 ára. Spurt var hvort viðkomandi einstaklingar hefðu upplifað einelti í vinnu. Síðan voru heilsufarsupplýsingar um viðkomandi skoðaðar og fylgst með þeim í fjögur ár. European Heart Journal birti niðurstöður rannsóknarinnar árið 2018. Því meira einelti, því meiri líkur á heilsubresti Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Heilsufarsupplýsingar viðkomandi mældust síðan þannig að hjá þessum einstaklingum voru 59% meiri líkur á að viðkomandi myndi glíma við hjartavandamál síðar á ævinni, jafnvel hjartaáfall. Því meira eða oftar sem viðkomandi hafði upplifað einelti, því meiri mældust líkurnar. Það sama gilti um bæði konur og karlmenn. Meiri líkur á hjartavandamálum voru þó ekki einu áhrifin á líkamlega heilsu því rannsóknin sýndi sömu fylgni þegar kom að líkum þess að einstaklingur þrói með sér sykursýki 2, eða áunna sykursýki. Þar sýndu niðurstöður að 46% meiri líkur væru á að einstaklingar sem höfðu upplifað einelti í vinnu, myndu fá sykursýki 2 næsta áratug á eftir. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um viðbrögð við einelti á vinnustöðum og þar segir m.a.: ,,Mikilvægt er að starfsmaður, sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er.“
Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira