Virkja ágreiningsákvæði í samningi við Íran Samúel Karl Ólason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 14. janúar 2020 16:42 Frá undirritun samningsins árið 2015. AP/Joe Klamar Evrópusambandsríkin sem eru aðilar að kjarnorkusamningnum við Íran sögðust í dag hafa virkjað ágreiningsákvæði samningsins eftir að Íran dró úr þátttöku sinni. Um er að ræða Bretland, Frakkland og Þýskaland. Íran, ESB, Kína, Rússland, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland og Bretland undirrituðu þennan samning árið 2015. Hann gengur í meginatriðum út á að takmarka kjarnorkuáætlun Írans gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að hætta þátttöku og setja viðskiptaþvinganir aftur á hafa samskipti Bandaríkjanna og Írans versnað til muna. Eftir dráp Bandaríkjamanna á írönskum hershöfðingja og eldflaugaárás Írana á bandarískar herstöðvar í Írak er allt á suðupunkti og Íran hefur dregið allverulega úr þátttöku sinni í samningnum. Sérstaklega varðandi takmarkanir á auðgun úrans. Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, ræddi í dag um ákvörðun Breta, Frakka og Þjóðverja um að virkja þetta ágreiningsákvæði samningsins. Það þýðir að aðildarríkin hafa tvær vikur til þess að leysa úr ágreiningsmálum sem komið hafa upp, það er að segja ákvörðun Írana að hætta að fylgja samningnum eftir. Takist það ekki er hægt að senda deiluna til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem myndi þá greiða atkvæði um að setja þær viðskiptaþvinganir sem felldar voru niður með samningnum aftur á Íran. Það myndi tákna formlegan enda samningsins. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði markmið samningsins, að koma í veg fyrir að Íran fengi kjarnorkuvopn, enn mikilvægt. Fyrst Bandaríkin vilji ekki vera með þurfi að grípa til annarra ráðstafana. Yfirvöld Íran segja Evrópuríkin hins vegar misnota samninginn. Þrátt fyrir það væru Íranar tilbúnir til uppbyggilegra viðræðna um hann. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Þýskaland Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Evrópusambandsríkin sem eru aðilar að kjarnorkusamningnum við Íran sögðust í dag hafa virkjað ágreiningsákvæði samningsins eftir að Íran dró úr þátttöku sinni. Um er að ræða Bretland, Frakkland og Þýskaland. Íran, ESB, Kína, Rússland, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland og Bretland undirrituðu þennan samning árið 2015. Hann gengur í meginatriðum út á að takmarka kjarnorkuáætlun Írans gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að hætta þátttöku og setja viðskiptaþvinganir aftur á hafa samskipti Bandaríkjanna og Írans versnað til muna. Eftir dráp Bandaríkjamanna á írönskum hershöfðingja og eldflaugaárás Írana á bandarískar herstöðvar í Írak er allt á suðupunkti og Íran hefur dregið allverulega úr þátttöku sinni í samningnum. Sérstaklega varðandi takmarkanir á auðgun úrans. Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, ræddi í dag um ákvörðun Breta, Frakka og Þjóðverja um að virkja þetta ágreiningsákvæði samningsins. Það þýðir að aðildarríkin hafa tvær vikur til þess að leysa úr ágreiningsmálum sem komið hafa upp, það er að segja ákvörðun Írana að hætta að fylgja samningnum eftir. Takist það ekki er hægt að senda deiluna til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem myndi þá greiða atkvæði um að setja þær viðskiptaþvinganir sem felldar voru niður með samningnum aftur á Íran. Það myndi tákna formlegan enda samningsins. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði markmið samningsins, að koma í veg fyrir að Íran fengi kjarnorkuvopn, enn mikilvægt. Fyrst Bandaríkin vilji ekki vera með þurfi að grípa til annarra ráðstafana. Yfirvöld Íran segja Evrópuríkin hins vegar misnota samninginn. Þrátt fyrir það væru Íranar tilbúnir til uppbyggilegra viðræðna um hann.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Þýskaland Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira