Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 17:01 Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar og björgunarsveitarmaður, segir flugvöllinn vera hagsmunamál alla sem ferðist um á svæðinu. Facebook Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðarráðs Blönduósbæjar. Hann segir flugvöllurinn ekki aðeins vera öryggisatriði fyrir íbúa á svæðinu heldur alla þá sem eru á ferðinni á svæðinu. „Málið snýst í grunninn um það að Isavia gerir ekki það sem þarf að gera til þess að flugvöllurinn sé að fullu nothæfur sem sjúkraflugvöllur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þau hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi en það sé eins og enginn vilji sé fyrir hendi hjá Isavia. „Ef þú horfir á hvernig ástandið er búið að vera í vetur, við erum innilokuð hérna á þessu svæði milli Holtavörðuheiði, Þverárfjalls og Vatnsskarðs og svo er Öxnadalsheiði líka og hvernig þetta búið að vera? Þetta er búið að vera meira og minna lokað í vetur og þetta er enginn smá kafli af þjóðveginum sem þessi sjúkraflugvöllurinn getur sinnt.“Sjá einnig: Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Hann segir mikilvægt að flugvöllurinn sé í lagi. Þó svo að þyrlur geti lent hvar sem er sé það bæði hægvirkara og dýrara. Þegar hver mínúta væri dýrmæt yrði að vera hægt að taka á móti flugvélum. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur. Nú er búið að draga úr þjónustustigi, þar sem var sjúkrahúsið á Blönduósi er í dag heilsugæsla sem þýðir að innviðir og búnaður lækna, hann er ekkert eins og á Landspítalanum,“ segir Guðmundur. Sem dæmi nefnir hann brotna rúðu í flugturninum en rúðan brotnaði í óveðrinu fyrir jól. Nú sé mánuður liðinn, búið að snjóa inn í turninn síðan en Isavia hafi enn ekkert gert í málinu. „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann.“ Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðarráðs Blönduósbæjar. Hann segir flugvöllurinn ekki aðeins vera öryggisatriði fyrir íbúa á svæðinu heldur alla þá sem eru á ferðinni á svæðinu. „Málið snýst í grunninn um það að Isavia gerir ekki það sem þarf að gera til þess að flugvöllurinn sé að fullu nothæfur sem sjúkraflugvöllur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þau hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi en það sé eins og enginn vilji sé fyrir hendi hjá Isavia. „Ef þú horfir á hvernig ástandið er búið að vera í vetur, við erum innilokuð hérna á þessu svæði milli Holtavörðuheiði, Þverárfjalls og Vatnsskarðs og svo er Öxnadalsheiði líka og hvernig þetta búið að vera? Þetta er búið að vera meira og minna lokað í vetur og þetta er enginn smá kafli af þjóðveginum sem þessi sjúkraflugvöllurinn getur sinnt.“Sjá einnig: Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Hann segir mikilvægt að flugvöllurinn sé í lagi. Þó svo að þyrlur geti lent hvar sem er sé það bæði hægvirkara og dýrara. Þegar hver mínúta væri dýrmæt yrði að vera hægt að taka á móti flugvélum. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur. Nú er búið að draga úr þjónustustigi, þar sem var sjúkrahúsið á Blönduósi er í dag heilsugæsla sem þýðir að innviðir og búnaður lækna, hann er ekkert eins og á Landspítalanum,“ segir Guðmundur. Sem dæmi nefnir hann brotna rúðu í flugturninum en rúðan brotnaði í óveðrinu fyrir jól. Nú sé mánuður liðinn, búið að snjóa inn í turninn síðan en Isavia hafi enn ekkert gert í málinu. „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann.“
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59