Hákarlinn sagður bestur með harðfiski fyrir austan Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2020 23:00 Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði eystra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hann er hluti af þorramatnum og sumir telja hann svo vondan að það þurfi ekkert minna en íslenskt brennivín til að skola honum niður. Þetta er hákarlinn en hákarlaframleiðandi sem við fundum á Austfjörðum segir verkun hans afar vandasama, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Einn af heimabátunum á Borgarfirði eystra veiddi fimm hákarla á línu á síðasta ári en annars koma þeir flestir sem fiskverkun Kalla Sveins fær til verkunar af togurum sem meðafli. Frá höfninni á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við erum bara töluvert í hákarli, - búin að vera í 20-30 ár eða meira, og sendum á svona flest þorrablótin hér fyrir austan. Og víðar reyndar,“ sagði Karl Sveinsson fiskverkandi, um leið og hann sýndi okkur skorinn hákarl í dósum sem fara í verslanir, meðal annars á Akureyri. Harðfiskurinn þykir líka ómissandi á þorrablótum. Helga Björg Eiríksdóttir er i harðfiskinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er náttúrlega sá besti, sko,“ sagði Helga Björg Eiríksdóttir, sem var að verka harðfisk. Þau vinna harðfisk mest úr þorski og ýsu en einnig úr steinbít og keilu. „Keilan kemur mjög skemmtilega út í harðfiski,“ sagði Karl. Það er hins vegar kúnst að verka hákarl. Hákarlinn skorinn í bita á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög vandasamt. Það versta við það, alveg sama hvað maður er mörg ár, maður virðist ekkert læra á því. Við erum alltaf að eyðileggja hann annað slagið.“ En hér þarf ekkert brennivín. Hér er það harðfiskur með hákarli. Boðið upp á hákarl með harðfiski.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er áskorun, gjörðu svo vel,“ sagði Helga um leið og hún rétti okkur hákarlsbita með harðfiski. „Aðalkúnstin í því að vera alltaf með góðan hákarl er að henda því sem eyðileggst; að vera ekki að plata það oní saklaust fólk. Þannig að það eru alltaf heilmikil afföll í þessu. Maður eiginlega þakkar fyrir ef maður nær bara 60-70 prósent nýtingu af hákarli,“ sagði Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Sjávarréttir Sjávarútvegur Þorrablót Þorramatur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hann er hluti af þorramatnum og sumir telja hann svo vondan að það þurfi ekkert minna en íslenskt brennivín til að skola honum niður. Þetta er hákarlinn en hákarlaframleiðandi sem við fundum á Austfjörðum segir verkun hans afar vandasama, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Einn af heimabátunum á Borgarfirði eystra veiddi fimm hákarla á línu á síðasta ári en annars koma þeir flestir sem fiskverkun Kalla Sveins fær til verkunar af togurum sem meðafli. Frá höfninni á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við erum bara töluvert í hákarli, - búin að vera í 20-30 ár eða meira, og sendum á svona flest þorrablótin hér fyrir austan. Og víðar reyndar,“ sagði Karl Sveinsson fiskverkandi, um leið og hann sýndi okkur skorinn hákarl í dósum sem fara í verslanir, meðal annars á Akureyri. Harðfiskurinn þykir líka ómissandi á þorrablótum. Helga Björg Eiríksdóttir er i harðfiskinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er náttúrlega sá besti, sko,“ sagði Helga Björg Eiríksdóttir, sem var að verka harðfisk. Þau vinna harðfisk mest úr þorski og ýsu en einnig úr steinbít og keilu. „Keilan kemur mjög skemmtilega út í harðfiski,“ sagði Karl. Það er hins vegar kúnst að verka hákarl. Hákarlinn skorinn í bita á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög vandasamt. Það versta við það, alveg sama hvað maður er mörg ár, maður virðist ekkert læra á því. Við erum alltaf að eyðileggja hann annað slagið.“ En hér þarf ekkert brennivín. Hér er það harðfiskur með hákarli. Boðið upp á hákarl með harðfiski.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er áskorun, gjörðu svo vel,“ sagði Helga um leið og hún rétti okkur hákarlsbita með harðfiski. „Aðalkúnstin í því að vera alltaf með góðan hákarl er að henda því sem eyðileggst; að vera ekki að plata það oní saklaust fólk. Þannig að það eru alltaf heilmikil afföll í þessu. Maður eiginlega þakkar fyrir ef maður nær bara 60-70 prósent nýtingu af hákarli,“ sagði Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Sjávarréttir Sjávarútvegur Þorrablót Þorramatur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17
Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40