Darwin, Keiko og við hin Jens Garðar Helgason skrifar 23. janúar 2020 07:00 Til er fólk sem hafnar kenningum Darwins um náttúruval og oft á tíðum fá fréttir af slíku fólki aðra til að brosa útí annað og hrista hausinn. Keikó blessaður fékk heldur betur að kynnast náttúruvalinu af eigin raun. Alinn uppí fiskabúri nánast alla ævi og svo þegar honum var sleppt útí villta náttúruna, veslaðist hann upp og gaf loks upp öndina við Noregsstrendur. Á Íslandi er hópur fólks sem heldur því fram að kenningar Darwins um náttúruvalið eigi ekki við um lax sem alinn er í sjókvíum. Því er iðulega haldið fram, og almenningur hræddur með þeirri fullyrðingu, að eldislaxinn muni sleppa í stórum stíl og ganga hér upp í allar ár og eyðileggja hinn íslenska laxastofn. Þrátt fyrir að vísinda – og fræðafólk leggi fram gögn og rannsóknir sem sýna að hinum íslenska laxastofni stafi lítil sem engin hætta af eldislaxi í sjókvíum er málflutningurinn yfirleitt afgreiddur á þá leið að viðkomandi séu leppar fiskeldisfyrirtækjanna, leigupennar eða eitthvað annað þaðan af verra. Blessaður sannleikurinn Sannleikurinn er hins vegar annar. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að mjög litlar líkur eru á að eldislax sem sleppur úr sjókvíum lifi af í villtri náttúru, gangi uppí ár og takist að blandast við villta stofna. Náttúruvalið er óvægið og lax sem alinn hefur verið upp og kynbættur í kynslóðir sem eldisdýr kann ekki að bjarga sér í náttúrunni, frekar en önnur húsdýr. Annað hvort deyr hann úr hungri eða er étinn af öðrum. Veslast upp og deyr líkt og Keikó hér um árið. Vísindalegar rannsóknir hafa líka sýnt að ef eldislax ratar uppí laxveiðiá kemur Darwin aftur leiks og náttúruvalið sér til þess að villtir stofnar sem aðlagaðir eru að náttúrulegu umhverfi í kynslóðir hafa yfirhöndina í makavali og fjölgun. Og enn og aftur sér Darwin um sína ef eldislax skyldi nú ná að blandast villtum laxi því blendingsafkvæmin hafa skerta hæfni til að komast af og það tekur einungis fáeinar kynslóðir þar til náttúruvalið er búið að eyða út ummerkjum um blöndun. Það samræmist ekki eðli náttúruvalsins að eldisdýr með mjög skerta hæfni til að komast af í náttúrunni ryðji burt villtum stofnum sem hafa mun meiri hæfni til að komast af, eftir langtíma aðlögun að náttúrulegum aðstæðum. Því má segja að náttúrvalið sé með þrefalda öryggisvörn fyrir hinn villta stofn. Sýnt er að laxastofninn í Norður Atlantshafi er hvorki með vegabréf né kennitölu og því flakkar alltaf ákveðin hluti norskra, íslenskra og skoskra laxa á milli landa, fer í aðrar ár en sína eigin og fjölgar sér þar. Sama á við um stofna innan hvers hafsvæðis, þeir fara ekki allir upp í sína upprunaá. Með því er náttúruvalið að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika á hverju vistsvæði fyrir sig og erfðasamsetning stofna helst því ekki óbreytt yfir tíma, frekar en annað í náttúrunni. Landeigendur og veiðiréttarhafa hafa margir sjálfir viljað breyta og hafa áhrif á náttúrvalið. Á undanförnum áratugum hefur mörgum milljónum laxaseiða verið sleppt í íslenskar ár og slík fiskirækt stendur enn hérlendis þó hún sé að mestu bönnuð í nágrannalöndunum, einmitt vegna inngrips í náttúruvalið. Raunar er það svo að villt laxaseiði sem alin eru í eldisstöð og sleppt er í ár eru einnig með mjög skerta hæfni til að komast af. Það endurspeglast m.a. í hversu mikið mun lakar þau skila sér úr hafi en seiði sem alast upp við náttúrulegar aðstæður. Fiskirækt með seiðasleppingum hefur því tæpast það markmið að viðhalda og vernda laxastofninn í viðkomandi á. Markmiðið er fremur að fjölga fiskum, helst stórlöxum, sem fást úr stangveiði. Því hver vill ekki fara í á þar sem er stórlaxavon. Margar íslenskar „laxveiðiár“ eru hreinar hafbeitarár þar sem lítil sem engin laxveiði var fyrr en veiðiréttarhafar og landeigendur fóru að sleppa seiðum í viðkomandi ár. Ef landeigendur og aðrir geta gert sér tekjur og afkomu af slíku fiskeldi er það ánægjulegt á margan hátt. Skapar vonandi störf og tekjur en getur vart talist sérstök náttúruvernd. Það hlýtur líka að hjálpa veiðiréttarhöfum að sala veiðileyfa er undanþegin virðisaukaskatti í skattalögum. Vandað til verka Laxeldi á Íslandi er stækkandi atvinnugrein, sem nú þegar á fyrstu árum sínum er farin að skila yfir 25 milljörðum króna í útflutningstekjur og tryggt sjálfbæra byggðafestu í mörgum samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Með tilkomu laxeldis hafa skapast hundruðir starfa og óbeinum störfum fjölgar með hverjum degi hjá þjónustufyrirtækjum sem eru að byggjast upp í kringum greinina. Fyrirtækin leggja mikla áherslu á mikið eftirlit og gott samstarf við eftirlitsstofnanir, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að starfa í sátt og samlyndi við umhverfið er lykilatriði fyrir framleiðslu fyrirtækjanna og því leggja þau mikið upp úr umhverfisvöktun og eftirliti. Því er það miður hvernig umræðan er oft á villigötum. Fullyrðingum, sem eiga engar vísindalegar stoðir, er slegið fram og spilað er inná hræðslu og tilfinningar þeirra sem ekki þekkja nægjanlega vel til. Það er von mín að umræðan um framtíðaruppbyggingu fiskeldis á Íslandi komist upp úr þessum hjólförum og við einhendum okkur saman í að byggja hér upp frábæra atvinnugrein, nýsköpunar og þekkingariðnað, sem getur orðið enn ein stoðin undir velferðarsamfélagið Ísland og kærkomin viðspyrna fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Höfundur er formaður SFS, framkvæmdastjóri Laxa Fiskeldis ehf og stangveiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Stangveiði Jens Garðar Helgason Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Til er fólk sem hafnar kenningum Darwins um náttúruval og oft á tíðum fá fréttir af slíku fólki aðra til að brosa útí annað og hrista hausinn. Keikó blessaður fékk heldur betur að kynnast náttúruvalinu af eigin raun. Alinn uppí fiskabúri nánast alla ævi og svo þegar honum var sleppt útí villta náttúruna, veslaðist hann upp og gaf loks upp öndina við Noregsstrendur. Á Íslandi er hópur fólks sem heldur því fram að kenningar Darwins um náttúruvalið eigi ekki við um lax sem alinn er í sjókvíum. Því er iðulega haldið fram, og almenningur hræddur með þeirri fullyrðingu, að eldislaxinn muni sleppa í stórum stíl og ganga hér upp í allar ár og eyðileggja hinn íslenska laxastofn. Þrátt fyrir að vísinda – og fræðafólk leggi fram gögn og rannsóknir sem sýna að hinum íslenska laxastofni stafi lítil sem engin hætta af eldislaxi í sjókvíum er málflutningurinn yfirleitt afgreiddur á þá leið að viðkomandi séu leppar fiskeldisfyrirtækjanna, leigupennar eða eitthvað annað þaðan af verra. Blessaður sannleikurinn Sannleikurinn er hins vegar annar. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að mjög litlar líkur eru á að eldislax sem sleppur úr sjókvíum lifi af í villtri náttúru, gangi uppí ár og takist að blandast við villta stofna. Náttúruvalið er óvægið og lax sem alinn hefur verið upp og kynbættur í kynslóðir sem eldisdýr kann ekki að bjarga sér í náttúrunni, frekar en önnur húsdýr. Annað hvort deyr hann úr hungri eða er étinn af öðrum. Veslast upp og deyr líkt og Keikó hér um árið. Vísindalegar rannsóknir hafa líka sýnt að ef eldislax ratar uppí laxveiðiá kemur Darwin aftur leiks og náttúruvalið sér til þess að villtir stofnar sem aðlagaðir eru að náttúrulegu umhverfi í kynslóðir hafa yfirhöndina í makavali og fjölgun. Og enn og aftur sér Darwin um sína ef eldislax skyldi nú ná að blandast villtum laxi því blendingsafkvæmin hafa skerta hæfni til að komast af og það tekur einungis fáeinar kynslóðir þar til náttúruvalið er búið að eyða út ummerkjum um blöndun. Það samræmist ekki eðli náttúruvalsins að eldisdýr með mjög skerta hæfni til að komast af í náttúrunni ryðji burt villtum stofnum sem hafa mun meiri hæfni til að komast af, eftir langtíma aðlögun að náttúrulegum aðstæðum. Því má segja að náttúrvalið sé með þrefalda öryggisvörn fyrir hinn villta stofn. Sýnt er að laxastofninn í Norður Atlantshafi er hvorki með vegabréf né kennitölu og því flakkar alltaf ákveðin hluti norskra, íslenskra og skoskra laxa á milli landa, fer í aðrar ár en sína eigin og fjölgar sér þar. Sama á við um stofna innan hvers hafsvæðis, þeir fara ekki allir upp í sína upprunaá. Með því er náttúruvalið að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika á hverju vistsvæði fyrir sig og erfðasamsetning stofna helst því ekki óbreytt yfir tíma, frekar en annað í náttúrunni. Landeigendur og veiðiréttarhafa hafa margir sjálfir viljað breyta og hafa áhrif á náttúrvalið. Á undanförnum áratugum hefur mörgum milljónum laxaseiða verið sleppt í íslenskar ár og slík fiskirækt stendur enn hérlendis þó hún sé að mestu bönnuð í nágrannalöndunum, einmitt vegna inngrips í náttúruvalið. Raunar er það svo að villt laxaseiði sem alin eru í eldisstöð og sleppt er í ár eru einnig með mjög skerta hæfni til að komast af. Það endurspeglast m.a. í hversu mikið mun lakar þau skila sér úr hafi en seiði sem alast upp við náttúrulegar aðstæður. Fiskirækt með seiðasleppingum hefur því tæpast það markmið að viðhalda og vernda laxastofninn í viðkomandi á. Markmiðið er fremur að fjölga fiskum, helst stórlöxum, sem fást úr stangveiði. Því hver vill ekki fara í á þar sem er stórlaxavon. Margar íslenskar „laxveiðiár“ eru hreinar hafbeitarár þar sem lítil sem engin laxveiði var fyrr en veiðiréttarhafar og landeigendur fóru að sleppa seiðum í viðkomandi ár. Ef landeigendur og aðrir geta gert sér tekjur og afkomu af slíku fiskeldi er það ánægjulegt á margan hátt. Skapar vonandi störf og tekjur en getur vart talist sérstök náttúruvernd. Það hlýtur líka að hjálpa veiðiréttarhöfum að sala veiðileyfa er undanþegin virðisaukaskatti í skattalögum. Vandað til verka Laxeldi á Íslandi er stækkandi atvinnugrein, sem nú þegar á fyrstu árum sínum er farin að skila yfir 25 milljörðum króna í útflutningstekjur og tryggt sjálfbæra byggðafestu í mörgum samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Með tilkomu laxeldis hafa skapast hundruðir starfa og óbeinum störfum fjölgar með hverjum degi hjá þjónustufyrirtækjum sem eru að byggjast upp í kringum greinina. Fyrirtækin leggja mikla áherslu á mikið eftirlit og gott samstarf við eftirlitsstofnanir, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að starfa í sátt og samlyndi við umhverfið er lykilatriði fyrir framleiðslu fyrirtækjanna og því leggja þau mikið upp úr umhverfisvöktun og eftirliti. Því er það miður hvernig umræðan er oft á villigötum. Fullyrðingum, sem eiga engar vísindalegar stoðir, er slegið fram og spilað er inná hræðslu og tilfinningar þeirra sem ekki þekkja nægjanlega vel til. Það er von mín að umræðan um framtíðaruppbyggingu fiskeldis á Íslandi komist upp úr þessum hjólförum og við einhendum okkur saman í að byggja hér upp frábæra atvinnugrein, nýsköpunar og þekkingariðnað, sem getur orðið enn ein stoðin undir velferðarsamfélagið Ísland og kærkomin viðspyrna fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Höfundur er formaður SFS, framkvæmdastjóri Laxa Fiskeldis ehf og stangveiðimaður.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun