Hver er framtíð íslenskra sjónvarpsstöðva og streymisveitna? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 30. janúar 2020 11:00 Árið 2008 lét Jim Keyes forstjóri myndbandaleigunnar Blockbuster í Bandaríkjunum hafa það eftir sér að Netflix væri ekki einu sinni á radar fyrirtækisins sem hugsanlegur samkeppnisaðili. Tveimur árum seinna var Blockbuster lýst gjaldþrota. Fjölmörg önnur dæmi eru um það að forsvarsmenn þekktra fyrirtækja bregðist seint eða illa við örum tæknibreytingum. En á örmörkuðum getur reynst erfitt að standast alþjóðlega samkeppni jafnvel þó að brugðist sé hratt og rétt við. Nýjar alþjóðlegar streymisveitur í samkeppni Áhugavert er að skoða stöðu og framtíð sjónvarpsmiðla í ljósi örra breytinga á markaði. Áhorf á línulega dagskrá sjónvarps fer minnkandi og vilja notendur í auknum mæli horfa á áhugavert efni á þeim stað og tíma sem þeir sjálfir kjósa. Í lok árs 2019 voru notendur YouTube um 2 milljarðar. Netflix, sem er stærsta streymisveita heims, var með um 158 milljónir áskrifenda í lok árs 2019. Þá var Amazon Prime með 112 milljónir notenda og Hulu með um 28 milljónir notenda á árinu 2019. Í nóvember á síðasta ári varð bæði Apple TV og Disney+ aðgengilegt bandarískum notendum. Apple er stórt tæknifyrirtæki með mikla getu til að kaupa og framleiða efni og býður nú þjónustu sína í yfir 100 ríkjum. Disney á og framleiðir mikið magn myndefnis, m.a. Star Wars og Marvel, ásamt ógrynni annarra Disney-kvikmynda og -þáttaraða. Nú hefur Disney tilkynnt að þjónustan verði aðgengileg með vorinu í helstu ríkjum Evrópu. Þá hefur verið upplýst að í maí á þessu ári muni bæði HBO Max og Peacock verða í boði fyrir bandaríska áskrifendur. Á HBO Max verða Warner-kvikmyndir, auk þátta eins og Game of Thrones, Friends, The Big Bang Theory og South Park. NBC og Universal standa að baki Peacock með myndir eins og Back to the Future og þættina Saturday Night Live og Cheers. Þróunin hefur því orðið sú að framleiðendur sjónvarpsþáttaraða og kvikmynda vilja koma efni sínu á framfæri beint til viðskiptavina án milliliða. Þetta þýðir að efni frá mörgum stærstu kvikmynda- og sjónvarpsframleiðendum verður ekki lengur aðgengilegt á Netflix og öðrum streymisveitum. Vísbendingar hafa verið um það að þróunin væri í þessa átt og því hafa fyrirtæki eins og Netflix lagt ofuráherslu á framleiðslu eigin efnis fyrir viðskiptavini sína. Á árinu 2018 framleiddi Netflix 80 nýjar kvikmyndir og 700 þáttaraðir um allan heim. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á framleiðslu efnis í þeim ríkjum og á þeim mörkuðum sem Netflix er starfandi. Netflix kaupir nú fleiri þætti og þáttaraðir en nokkur önnur streymisþjónusta eða sjónvarpsstöð í heiminum og er gert ráð fyrir því að áskrifendum fjölgi um 100 milljónir á hverjum 2-2,5 árum héðan í frá. Vaxandi samkeppni frá Norðurlöndunum? Í september 2019 bárust fréttir af því að Nordic Entertainment Group muni hefja starfsemi hér á landi á fyrri hluta þessa árs með efnisveitunni Viaplay. Þegar fyrirtækið hefur starfsemi á Íslandi verður Viaplay í boði alls staðar á Norðurlöndunum, en fyrirtækið er nú þegar með 1,4 milljónir áskrifenda. Viaplay hefur m.a. keypt réttinn að ensku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni, meistaradeild Evrópu, NFL, UFC og Formúlu 1 á norrænum mörkuðum. Þá býður Viaplay upp á sjónvarpsþáttaraðir, kvikmyndir og barnaefni fyrir norræna viðskiptavini sína. Ljóst er að þróunin á sjónvarpsmarkaði verður sífellt erfiðari fyrir þau fyrirtæki sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að framleiða eigið innlent efni. Á Íslandi hafa fyrirtækin einungis fjármagn til að framleiða 1-2 leiknar sjónvarpsþáttaraðir hvert um sig í samanburði við 700 þáttaraðir Netflix á ári. Þá er ljóst að þeir aðilar sem byggja efnisval sitt upp á þáttaröðum og kvikmyndum alþjóðlegra fyrirtækja munu eiga sífellt erfiðara með að nálgast slíkt efni því fyrirtækin vilja selja efni milliliðalaust. Þá geta stór alþjóðleg fyrirtæki auðveldlega keypt réttindi að eftirsóknarverðu íþróttaefni fyrir marga ólíka markaði í Evrópu. Hver er framtíð íslenskra sjónvarpsmiðla og streymisveitna? Íslenskar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur hafa nú þegar brugðist hratt við þróuninni og gera allt hvað þær geta til að bjóða íslenskt og áhugavert erlent sjónvarpsefni sem ekki er aðgengilegt á alþjóðlegu streymisveitunum. En spyrja má hvernig íslenskar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur á örmarkaði geti keppt við alþjóðlegar streymisveitur sem framleiða gríðarlegt magn efnis og hafa fjárhagslegt bolmagn til að kaupa sýningarrétti á vinsælu efni fyrir heilu landssvæðin. Þá má spyrja hvernig hægt verður að tryggja Íslendingum aðgang að fjölbreyttu efni sem speglar menningu og sögu þjóðarinnar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Jafnframt er ekki síður mikilvægt að huga að stöðu íslenskunnar á næstu árum þar sem alþjóðlegar streymisveitur þurfa ekki að texta og talsetja efni sitt á íslensku frekar en þær vilja. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2008 lét Jim Keyes forstjóri myndbandaleigunnar Blockbuster í Bandaríkjunum hafa það eftir sér að Netflix væri ekki einu sinni á radar fyrirtækisins sem hugsanlegur samkeppnisaðili. Tveimur árum seinna var Blockbuster lýst gjaldþrota. Fjölmörg önnur dæmi eru um það að forsvarsmenn þekktra fyrirtækja bregðist seint eða illa við örum tæknibreytingum. En á örmörkuðum getur reynst erfitt að standast alþjóðlega samkeppni jafnvel þó að brugðist sé hratt og rétt við. Nýjar alþjóðlegar streymisveitur í samkeppni Áhugavert er að skoða stöðu og framtíð sjónvarpsmiðla í ljósi örra breytinga á markaði. Áhorf á línulega dagskrá sjónvarps fer minnkandi og vilja notendur í auknum mæli horfa á áhugavert efni á þeim stað og tíma sem þeir sjálfir kjósa. Í lok árs 2019 voru notendur YouTube um 2 milljarðar. Netflix, sem er stærsta streymisveita heims, var með um 158 milljónir áskrifenda í lok árs 2019. Þá var Amazon Prime með 112 milljónir notenda og Hulu með um 28 milljónir notenda á árinu 2019. Í nóvember á síðasta ári varð bæði Apple TV og Disney+ aðgengilegt bandarískum notendum. Apple er stórt tæknifyrirtæki með mikla getu til að kaupa og framleiða efni og býður nú þjónustu sína í yfir 100 ríkjum. Disney á og framleiðir mikið magn myndefnis, m.a. Star Wars og Marvel, ásamt ógrynni annarra Disney-kvikmynda og -þáttaraða. Nú hefur Disney tilkynnt að þjónustan verði aðgengileg með vorinu í helstu ríkjum Evrópu. Þá hefur verið upplýst að í maí á þessu ári muni bæði HBO Max og Peacock verða í boði fyrir bandaríska áskrifendur. Á HBO Max verða Warner-kvikmyndir, auk þátta eins og Game of Thrones, Friends, The Big Bang Theory og South Park. NBC og Universal standa að baki Peacock með myndir eins og Back to the Future og þættina Saturday Night Live og Cheers. Þróunin hefur því orðið sú að framleiðendur sjónvarpsþáttaraða og kvikmynda vilja koma efni sínu á framfæri beint til viðskiptavina án milliliða. Þetta þýðir að efni frá mörgum stærstu kvikmynda- og sjónvarpsframleiðendum verður ekki lengur aðgengilegt á Netflix og öðrum streymisveitum. Vísbendingar hafa verið um það að þróunin væri í þessa átt og því hafa fyrirtæki eins og Netflix lagt ofuráherslu á framleiðslu eigin efnis fyrir viðskiptavini sína. Á árinu 2018 framleiddi Netflix 80 nýjar kvikmyndir og 700 þáttaraðir um allan heim. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á framleiðslu efnis í þeim ríkjum og á þeim mörkuðum sem Netflix er starfandi. Netflix kaupir nú fleiri þætti og þáttaraðir en nokkur önnur streymisþjónusta eða sjónvarpsstöð í heiminum og er gert ráð fyrir því að áskrifendum fjölgi um 100 milljónir á hverjum 2-2,5 árum héðan í frá. Vaxandi samkeppni frá Norðurlöndunum? Í september 2019 bárust fréttir af því að Nordic Entertainment Group muni hefja starfsemi hér á landi á fyrri hluta þessa árs með efnisveitunni Viaplay. Þegar fyrirtækið hefur starfsemi á Íslandi verður Viaplay í boði alls staðar á Norðurlöndunum, en fyrirtækið er nú þegar með 1,4 milljónir áskrifenda. Viaplay hefur m.a. keypt réttinn að ensku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni, meistaradeild Evrópu, NFL, UFC og Formúlu 1 á norrænum mörkuðum. Þá býður Viaplay upp á sjónvarpsþáttaraðir, kvikmyndir og barnaefni fyrir norræna viðskiptavini sína. Ljóst er að þróunin á sjónvarpsmarkaði verður sífellt erfiðari fyrir þau fyrirtæki sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að framleiða eigið innlent efni. Á Íslandi hafa fyrirtækin einungis fjármagn til að framleiða 1-2 leiknar sjónvarpsþáttaraðir hvert um sig í samanburði við 700 þáttaraðir Netflix á ári. Þá er ljóst að þeir aðilar sem byggja efnisval sitt upp á þáttaröðum og kvikmyndum alþjóðlegra fyrirtækja munu eiga sífellt erfiðara með að nálgast slíkt efni því fyrirtækin vilja selja efni milliliðalaust. Þá geta stór alþjóðleg fyrirtæki auðveldlega keypt réttindi að eftirsóknarverðu íþróttaefni fyrir marga ólíka markaði í Evrópu. Hver er framtíð íslenskra sjónvarpsmiðla og streymisveitna? Íslenskar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur hafa nú þegar brugðist hratt við þróuninni og gera allt hvað þær geta til að bjóða íslenskt og áhugavert erlent sjónvarpsefni sem ekki er aðgengilegt á alþjóðlegu streymisveitunum. En spyrja má hvernig íslenskar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur á örmarkaði geti keppt við alþjóðlegar streymisveitur sem framleiða gríðarlegt magn efnis og hafa fjárhagslegt bolmagn til að kaupa sýningarrétti á vinsælu efni fyrir heilu landssvæðin. Þá má spyrja hvernig hægt verður að tryggja Íslendingum aðgang að fjölbreyttu efni sem speglar menningu og sögu þjóðarinnar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Jafnframt er ekki síður mikilvægt að huga að stöðu íslenskunnar á næstu árum þar sem alþjóðlegar streymisveitur þurfa ekki að texta og talsetja efni sitt á íslensku frekar en þær vilja. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun