Enn um kynröskun. Andsvar við yfirlýsingum Arnar Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 06:00 Þann 11. ágúst sl. birti Vísir örstutta hungurvöku mína um kynvanda eða kynama (gender dysphoria) barna og ungmenna, stúlkna sérstaklega. Fyrirsögnin er sótt til nýútkominnar bókar eftir vandvirkan blaðamann frá Norður-Ameríku, Abigail Shrier, „Óafturkræft tjón: Dætur okkar eru dregnar á tálar í kynskiptabrjálæði,“ (Irreversible damage: The transgender Craze Seducing Our Daughters). Hún kallar fyrirbærið „tímabundna móðursýki.“ Í upphafi er greint frá nokkrum frumatriðum kynfræðinnar. Elsa Bára Traustadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, og Óttar Guðmundsson, geðlæknir, tjá sig í skjóli kynskiptateymis Landsspítala: „Þessi grein er uppfull af rangfærslum, fordómum og vanþekkingu og væri of langt mál að tíunda það nákvæmlega.... Það er fáséð að sálfræðingur gerist sekur um svo grófar rangfærslur og vanþekkingu sem hér um ræðir. Það er alvarlegast við umrædda grein að hún er á margan hátt særandi, niðrandi og beinlínis skaðleg þar sem höfundur gerir lítið úr raunverulegum þjáningum trans fólks sem margt hvert glímir við tilfinningalegan og félagslegan vanda vegna kynvitundar sinnar.“ (DV 13-08) Tja! Þarna fuðraði upp fjörtíu ára reynsla af málaflokknum í þrem þjóðríkjum, þar af tvö á rótgróinni og sérhæfðri stofnun um téðan vanda með sérstakri ábyrgð á sálfræðilegum prófunum. Þetta heiðursfólk kýs að upphefja sjálft sig með því að lítilsvirða mig. Það mætti hugsanlega skilja í ljósi þess, að teymið er ungt, blautt á bak við eyrun. Það er því miður í ölduróti m.a. vegna þess, að það fær ekki hæfa starfsmenn: „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist meðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna,“ segir Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL. (Vísir 07-02) Stjórn og siðanefnd Sálfræðingafélags Íslands (SÍ) finna einnig ástæðu til að snupra mig: „Sálfræðingafélag Íslands leggur áherslu á að borin sé virðing gagnvart öllu fólki óháð kyni, kynvitund, kynhneigð eða skoðunum. Allir eiga rétt á virðingu og jafnrétti.“ (Ætli það eigi við mig líka?) SÍ klykkir út með: Sálfræðingafélag Íslands fagnar fjölbreytileikanum og sendir baráttukveðjur til hinsegin fólks með von um að landsmenn allir opni huga sinn og hjarta fyrir fjölbreytileikanum.“ Það taka vonandi allir undir. SÍ er fremur hógvært að þessu sinni, hefur vonandi lært af þeirri smánarlegu reynslu að taka þátt í aðför og fordæmingu starfsbróður úr stétt sállæknanda fyrir nokkrum áratugum síðan. Það er vel. Rúsínan í pylsuendanum eru viðbrögð félags, sem kallar sig „Trans“ Ísland (TÍ) (DV 12-08). Forkólfur þess, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, krabbar. Hún er ámóta yfirlýsingaglöð og Óttar og Elsa Bára, segir mig fara með „miklar dylgjur og rangfærslur“ og að ég styðjist við „úreltar kenningar sem nútíma sálfræði og geðlækningar hafi hafnað.“ Áfram heldur Ugla Stefanía: „[E]n í grein hans er trans fólk er ranglega sagt vera með raskanir og brenglanir og vísar Arnar í ICD-sjúkdómsflokkunarkerfið sér til stuðnings.“ Það er rangt. Greiningarkerfið er nefnt lesendum til fróðleiks. Það er krafa stjórnvalda, að kerfið sé notað í heilbrigðisþjónustunni. Þar fá allir sjúkdómsgreiningu. Reyndar er það notað miklu víðar eins og í skólakerfinu. Það er réttilega gagnrýnt, að útgáfa alþjóðasjúkdómaskrárinnar (ICD –International Classification of Diseases) sé ekki nefnd. Bæti úr því hér með. Um er að ræða „ICD-10,“nánar tiltekið greiningarauðkennin F64.9 og F66.0. Ugla Stefanía gerir athugasemd við, að ég skuli nefna óþurftarorðið „cisgender.“ Það kom inn umræðuna fyrir um einum og hálfum áratugi síðan eða svo – í Þýkalandi, muni ég rétt. Nú orðið virðist „cisgender,“ fyrst og fremst vísa til fólks, sem telur kynvitund í samræmi við eðliskyn, en ekki nauðsynlega í samræmi við hefðbundna kynhneigð. En sá undirhópur kvenfrelsara, sem trúir, að ekki sé til eðliskyn, þ.e. heldur því fram, að kyn sé hugsmíð einvörðungu, þrátt fyrir meðfædda gerð kynfæra og aðrar kynerfðir, hefur því skiljanlega bent á, að allir, sem finna til vansældar með eðliskyn sitt, séu „cisgender.“ Upplýst, siðvædd og málefnaleg umræða er af hinu góða, jafnvel þótt um viðkvæmt málefni sé. Því hefði ég fagnað því, að SÍ tæki þátt í slíkri umræðu, án kjánalegra umvandanna; að TÍ láti af andskotaleit sinni, hristi af sér fórnarlambsfjötra og samsæriskenningar, og taki þátt í umræðunni með það fyrir augum að skilja betur vanda kynskiptafólks og bæta líf þess; að kynskiptateymi Landsspítala geri lesendum grein fyrir kynfræðum sínum, ráðgjöf og lækningum, t.d. á grundvelli eftirfarandi tilvikalýsinga úr veruleikanum: Sextán ára piltur, sem óskar kynskipta, því hann sé Kleópatra endurfædd; tólf ára stúlkubarn, sem þjást hefur undan einelti „vinstúlknanna“ og vill því verða strákur; þrettán ára piltur af upplausnarheimili, sem býr með móður sinni. Sú álasar honum fyrir að líkjast föður sínum. Piltur vill verða stúlka. Sömuleiðis væri áhugavert að sjá skýringar ofangreindra yfirlýsingahafa á ógnarlegri fjölgun barna og unglinga, sem vísað er til heilbrigðisþjónustunnar í kynskiptahugleiðingum - og foreldra þeirra vitaskuld. Að síðustu bið ég lesendur að hafa í huga, að kynskipti skal aldrei leggja að jöfnu við fataskipti. Það hefur verið látið í veðri vaka. Höfundur er ellilífeyrisþegi, sérfræðingur í klínískri sálfræði og sálgreiningu. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Þann 11. ágúst sl. birti Vísir örstutta hungurvöku mína um kynvanda eða kynama (gender dysphoria) barna og ungmenna, stúlkna sérstaklega. Fyrirsögnin er sótt til nýútkominnar bókar eftir vandvirkan blaðamann frá Norður-Ameríku, Abigail Shrier, „Óafturkræft tjón: Dætur okkar eru dregnar á tálar í kynskiptabrjálæði,“ (Irreversible damage: The transgender Craze Seducing Our Daughters). Hún kallar fyrirbærið „tímabundna móðursýki.“ Í upphafi er greint frá nokkrum frumatriðum kynfræðinnar. Elsa Bára Traustadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, og Óttar Guðmundsson, geðlæknir, tjá sig í skjóli kynskiptateymis Landsspítala: „Þessi grein er uppfull af rangfærslum, fordómum og vanþekkingu og væri of langt mál að tíunda það nákvæmlega.... Það er fáséð að sálfræðingur gerist sekur um svo grófar rangfærslur og vanþekkingu sem hér um ræðir. Það er alvarlegast við umrædda grein að hún er á margan hátt særandi, niðrandi og beinlínis skaðleg þar sem höfundur gerir lítið úr raunverulegum þjáningum trans fólks sem margt hvert glímir við tilfinningalegan og félagslegan vanda vegna kynvitundar sinnar.“ (DV 13-08) Tja! Þarna fuðraði upp fjörtíu ára reynsla af málaflokknum í þrem þjóðríkjum, þar af tvö á rótgróinni og sérhæfðri stofnun um téðan vanda með sérstakri ábyrgð á sálfræðilegum prófunum. Þetta heiðursfólk kýs að upphefja sjálft sig með því að lítilsvirða mig. Það mætti hugsanlega skilja í ljósi þess, að teymið er ungt, blautt á bak við eyrun. Það er því miður í ölduróti m.a. vegna þess, að það fær ekki hæfa starfsmenn: „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist meðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna,“ segir Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL. (Vísir 07-02) Stjórn og siðanefnd Sálfræðingafélags Íslands (SÍ) finna einnig ástæðu til að snupra mig: „Sálfræðingafélag Íslands leggur áherslu á að borin sé virðing gagnvart öllu fólki óháð kyni, kynvitund, kynhneigð eða skoðunum. Allir eiga rétt á virðingu og jafnrétti.“ (Ætli það eigi við mig líka?) SÍ klykkir út með: Sálfræðingafélag Íslands fagnar fjölbreytileikanum og sendir baráttukveðjur til hinsegin fólks með von um að landsmenn allir opni huga sinn og hjarta fyrir fjölbreytileikanum.“ Það taka vonandi allir undir. SÍ er fremur hógvært að þessu sinni, hefur vonandi lært af þeirri smánarlegu reynslu að taka þátt í aðför og fordæmingu starfsbróður úr stétt sállæknanda fyrir nokkrum áratugum síðan. Það er vel. Rúsínan í pylsuendanum eru viðbrögð félags, sem kallar sig „Trans“ Ísland (TÍ) (DV 12-08). Forkólfur þess, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, krabbar. Hún er ámóta yfirlýsingaglöð og Óttar og Elsa Bára, segir mig fara með „miklar dylgjur og rangfærslur“ og að ég styðjist við „úreltar kenningar sem nútíma sálfræði og geðlækningar hafi hafnað.“ Áfram heldur Ugla Stefanía: „[E]n í grein hans er trans fólk er ranglega sagt vera með raskanir og brenglanir og vísar Arnar í ICD-sjúkdómsflokkunarkerfið sér til stuðnings.“ Það er rangt. Greiningarkerfið er nefnt lesendum til fróðleiks. Það er krafa stjórnvalda, að kerfið sé notað í heilbrigðisþjónustunni. Þar fá allir sjúkdómsgreiningu. Reyndar er það notað miklu víðar eins og í skólakerfinu. Það er réttilega gagnrýnt, að útgáfa alþjóðasjúkdómaskrárinnar (ICD –International Classification of Diseases) sé ekki nefnd. Bæti úr því hér með. Um er að ræða „ICD-10,“nánar tiltekið greiningarauðkennin F64.9 og F66.0. Ugla Stefanía gerir athugasemd við, að ég skuli nefna óþurftarorðið „cisgender.“ Það kom inn umræðuna fyrir um einum og hálfum áratugi síðan eða svo – í Þýkalandi, muni ég rétt. Nú orðið virðist „cisgender,“ fyrst og fremst vísa til fólks, sem telur kynvitund í samræmi við eðliskyn, en ekki nauðsynlega í samræmi við hefðbundna kynhneigð. En sá undirhópur kvenfrelsara, sem trúir, að ekki sé til eðliskyn, þ.e. heldur því fram, að kyn sé hugsmíð einvörðungu, þrátt fyrir meðfædda gerð kynfæra og aðrar kynerfðir, hefur því skiljanlega bent á, að allir, sem finna til vansældar með eðliskyn sitt, séu „cisgender.“ Upplýst, siðvædd og málefnaleg umræða er af hinu góða, jafnvel þótt um viðkvæmt málefni sé. Því hefði ég fagnað því, að SÍ tæki þátt í slíkri umræðu, án kjánalegra umvandanna; að TÍ láti af andskotaleit sinni, hristi af sér fórnarlambsfjötra og samsæriskenningar, og taki þátt í umræðunni með það fyrir augum að skilja betur vanda kynskiptafólks og bæta líf þess; að kynskiptateymi Landsspítala geri lesendum grein fyrir kynfræðum sínum, ráðgjöf og lækningum, t.d. á grundvelli eftirfarandi tilvikalýsinga úr veruleikanum: Sextán ára piltur, sem óskar kynskipta, því hann sé Kleópatra endurfædd; tólf ára stúlkubarn, sem þjást hefur undan einelti „vinstúlknanna“ og vill því verða strákur; þrettán ára piltur af upplausnarheimili, sem býr með móður sinni. Sú álasar honum fyrir að líkjast föður sínum. Piltur vill verða stúlka. Sömuleiðis væri áhugavert að sjá skýringar ofangreindra yfirlýsingahafa á ógnarlegri fjölgun barna og unglinga, sem vísað er til heilbrigðisþjónustunnar í kynskiptahugleiðingum - og foreldra þeirra vitaskuld. Að síðustu bið ég lesendur að hafa í huga, að kynskipti skal aldrei leggja að jöfnu við fataskipti. Það hefur verið látið í veðri vaka. Höfundur er ellilífeyrisþegi, sérfræðingur í klínískri sálfræði og sálgreiningu. Þýðingar eru hans.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun