Íslendingur lést í fallhlífarstökki í Taílandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2020 13:47 Stefan Eiríksson Andersson var reyndur fallhlífarstökkvari. Vísir Þrítugur karlmaður sem á danska móður og íslenskan föður fórst í fallhlífarstökki í Taílandi síðastliðinn laugardag. Stefan Eiríksson Andersen hafði töluverða reynslu af fallhlífarstökki en í umfjöllun erlendra miðla kemur fram að fallhlíf hans hafi ekki opnast nema að hluta. Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Stefan hét Stefan Islændinge Andersen á Facebook og vísaði þannig til tengsla sinna við Ísland. Hann var uppalinn í Danmörku og bjó líkt og fleiri fjölskyldumeðlimir í bænum Kalundborg á Sjálandi. Af Facebook-síðu Stefans má ráða að ferðalag hans hafi hafist þann 27. desember þegar hann flaug frá Danmörku til Kína. Þann 26. janúar flaug hann svo til Taílands. Stefan fannst meðvitundarlaus í nágrenni flugvallar í Si Racha héraði í Taílandi. Eftir að skyndihjálp hafði verið reynd var hann fluttur á sjúkrahús. Var hann úrskurðaður látinn á staðnum. Stefan var þekktur í samfélagi fallhlífastökkvara en hafði ekki verið virkur í félagi þeirra undanfarin ár að sögn stjórnarmanns í félaginu. Í frétt Sjællandske Nyheder kemur fram að slysið sé til rannsóknar hjá yfirvöldum í Taílandi. Si Racha er um 120 kílómetra suðaustur af Bangkok, höfuðborg Taílands. Samkvæmt miðlum í Taílandi voru starfsmenn fyrirtækisins sem sá um fallhlífastökkið yfirheyrðir eftir slysið. Að þeirra sögn var ekkert að fallhlífinni áður en farið var um borð í flugvélina. Andlát Danmörk Íslendingar erlendis Taíland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Þrítugur karlmaður sem á danska móður og íslenskan föður fórst í fallhlífarstökki í Taílandi síðastliðinn laugardag. Stefan Eiríksson Andersen hafði töluverða reynslu af fallhlífarstökki en í umfjöllun erlendra miðla kemur fram að fallhlíf hans hafi ekki opnast nema að hluta. Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Stefan hét Stefan Islændinge Andersen á Facebook og vísaði þannig til tengsla sinna við Ísland. Hann var uppalinn í Danmörku og bjó líkt og fleiri fjölskyldumeðlimir í bænum Kalundborg á Sjálandi. Af Facebook-síðu Stefans má ráða að ferðalag hans hafi hafist þann 27. desember þegar hann flaug frá Danmörku til Kína. Þann 26. janúar flaug hann svo til Taílands. Stefan fannst meðvitundarlaus í nágrenni flugvallar í Si Racha héraði í Taílandi. Eftir að skyndihjálp hafði verið reynd var hann fluttur á sjúkrahús. Var hann úrskurðaður látinn á staðnum. Stefan var þekktur í samfélagi fallhlífastökkvara en hafði ekki verið virkur í félagi þeirra undanfarin ár að sögn stjórnarmanns í félaginu. Í frétt Sjællandske Nyheder kemur fram að slysið sé til rannsóknar hjá yfirvöldum í Taílandi. Si Racha er um 120 kílómetra suðaustur af Bangkok, höfuðborg Taílands. Samkvæmt miðlum í Taílandi voru starfsmenn fyrirtækisins sem sá um fallhlífastökkið yfirheyrðir eftir slysið. Að þeirra sögn var ekkert að fallhlífinni áður en farið var um borð í flugvélina.
Andlát Danmörk Íslendingar erlendis Taíland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira