Þjóðgarður fyrir framtíðina Egill Hermannsson og Þorgerður M Þorbjarnardóttir skrifar 4. febrúar 2020 08:00 Þegar horft er til framtíðar verður að hugsa um hvernig mál hafa þróast á undanförnum árum. Gestum fjölgar til landsins og ferðamenn sækja í auknum mæli á hálendi Íslands. Einnig sjáum við ósnortin víðerni í heiminum verða æ sjaldgæfari. Aukið upplýsingaflæði og samfélagsmiðlar gera ferðamannastrauminn ófyrirsjáanlegri. Ef vel á að standa að verki í að hlúa að óspilltum náttúruperlum hlýtur að þurfa einhvern ramma og verndaráætlun. Allt það landsvæði sem kemur til með að falla undir fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð eru þjóðlendur og því þurfa sveitafélög nú þegar að vera í samráði við forsætisráðuneytið við skipulagsmál. Það fyrirkomulag færist einfaldlega yfir á verndaráætlun svæðisráðsins en fólk í sveitarstjórn fær einnig tækifæri til þess að móta verndaráætlunina. Því er haldið fram að samstarfið við forsætisráðuneytið vegna þjóðlenda sé ágætt og ef að því eigi að breyta þurfi eitthvað betra að koma í staðinn. Ef horft er þó á landsvísu eru þjóðlendur vanræktar á mörgum stöðum landsins ef marka má stöðu aðalskipulags svæðanna. Hversu lengi getur hálendið beðið meðan ágangur ferðamanna er svo mikill sem raun ber vitni? Mynd er fengin úr kynningu Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur fyrir nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 2.10.2018. Aðalmarkmiðið með þjóðgarði er að vernda náttúru og sögu hálendisins sem og að auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum án þess að ganga of nærri náttúrunni. Til þess að finna jafnvægið milli hagsmuna manns og náttúru hefur mikið samráð farið fram við gerð þjóðgarðsfrumvarpsins. Árið 2016 skipaði Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi Umhverfisráðherra, nefnd sem átti að skoða forsendur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðar. Í þessari nefnd sátu átta fulltrúar auk formanns. Meðal þessara fulltrúa voru fulltrúar Samtaka Íslenskra Sveitafélagana úr Bláskógarbyggð og Þingeyjarsveit. Árið 2018 skipaði Guðmundur Ingi þverpólitíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands þar sem fulltrúar Sambands Íslenskra Sveitafélaga áttu einnig sæti en fulltrúi Bláskógabyggðar stóð svo að áliti nefndarinnar. Reglulega fór vinna nefndarinnar í samráðsgátt og alla vinnu nefndarinnar er hægt að finna á síðu stjórnarráðsins. Það þarf að horfa til þess að margir mismunandi hagsmunir stangast á við vinnu sem þessa svo ómögulegt er að allir fái sínu framgengt. Hins vegar felast ýmis tækifæri fyrir sveitafélögin í því að fá þjóðgarð til sín. Til dæmis hefur verið vel að því unnið í Ríki Vatnajökuls sem staðsett er á Höfn í Hornafirði að nýta sér þjóðgarðinn til að efla ferðaþjónustu á svæðinu. Að félaginu standa nú 80 fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu. Við mælum eindregið með því að horft sé frekar til tækifæranna heldur en þess sem getur verið hamlandi. Þó teljum við að orðræðan sé oft á tíðum á villigötum þegar talað er um skerðingu vegna þjóðgarðsins. Tvö dæmi hafa oft verið dregin fram í umræðunni. Því hefur verið haldið fram að nýting á afréttum sveitarfélaganna verði skert. Í frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð segir: „Hefðbundin landnýting, s.s. búfjárbeit, fuglaveiði, hreindýraveiði og veiði í ám og vötnum, er rétthöfum heimil í þjóðgarðinum enda séu uppfyllt ákvæði 2. gr. þessarar laga og þeirra laga sem um nýtinguna fjalla og að nýtingin sé sjálfbær.” Þegar talað er um sjálfbæra nýtingu er miðað við núverandi löggjöf á því sviði og því kemur fyrirkomulagið ekki til með að breytast með tilkomu þjóðgarðs. Því hefur einnig verið haldið fram að þjóðgarður komi til með að hefta aðgengi heimamanna að landi sínu en eitt af markmiðum þjóðgarðsins í drögum að frumvarpi til laga stendur: [Þjóðgarðurinn hefur það að markmiði að] „Stuðla að samvinnu og samstarfi við starf félaga og sjálfboðaliða um málefni landsvæðisins.” Hins vegar er hlutverk þjóðgarðs einnig að bæta aðgengi svo fleiri geti fengið að njóta náttúrunnar. Fyrst og fremst hlýtur þó markmið stofnunar þjóðgarðs að vera að gæta upp á verðmætin sem við höfum fengið að búa við svo lengi. Við teljum það mikinn sigur til framtíðar ef sameiginleg verndaráætlun verði gerð fyrir jafn stórt og merkilegt svæði og til stendur. Ávinningurinn af því verður best metinn til framtíðar og komandi kynslóðir munu þakka okkur fyrir að standa vörð um þessi merkilegu svæði. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir gjaldkeri Ungra umhverfissinna og Egill Hermannsson formaður landshlutanefndar félagsins á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er til framtíðar verður að hugsa um hvernig mál hafa þróast á undanförnum árum. Gestum fjölgar til landsins og ferðamenn sækja í auknum mæli á hálendi Íslands. Einnig sjáum við ósnortin víðerni í heiminum verða æ sjaldgæfari. Aukið upplýsingaflæði og samfélagsmiðlar gera ferðamannastrauminn ófyrirsjáanlegri. Ef vel á að standa að verki í að hlúa að óspilltum náttúruperlum hlýtur að þurfa einhvern ramma og verndaráætlun. Allt það landsvæði sem kemur til með að falla undir fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð eru þjóðlendur og því þurfa sveitafélög nú þegar að vera í samráði við forsætisráðuneytið við skipulagsmál. Það fyrirkomulag færist einfaldlega yfir á verndaráætlun svæðisráðsins en fólk í sveitarstjórn fær einnig tækifæri til þess að móta verndaráætlunina. Því er haldið fram að samstarfið við forsætisráðuneytið vegna þjóðlenda sé ágætt og ef að því eigi að breyta þurfi eitthvað betra að koma í staðinn. Ef horft er þó á landsvísu eru þjóðlendur vanræktar á mörgum stöðum landsins ef marka má stöðu aðalskipulags svæðanna. Hversu lengi getur hálendið beðið meðan ágangur ferðamanna er svo mikill sem raun ber vitni? Mynd er fengin úr kynningu Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur fyrir nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 2.10.2018. Aðalmarkmiðið með þjóðgarði er að vernda náttúru og sögu hálendisins sem og að auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum án þess að ganga of nærri náttúrunni. Til þess að finna jafnvægið milli hagsmuna manns og náttúru hefur mikið samráð farið fram við gerð þjóðgarðsfrumvarpsins. Árið 2016 skipaði Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi Umhverfisráðherra, nefnd sem átti að skoða forsendur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðar. Í þessari nefnd sátu átta fulltrúar auk formanns. Meðal þessara fulltrúa voru fulltrúar Samtaka Íslenskra Sveitafélagana úr Bláskógarbyggð og Þingeyjarsveit. Árið 2018 skipaði Guðmundur Ingi þverpólitíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands þar sem fulltrúar Sambands Íslenskra Sveitafélaga áttu einnig sæti en fulltrúi Bláskógabyggðar stóð svo að áliti nefndarinnar. Reglulega fór vinna nefndarinnar í samráðsgátt og alla vinnu nefndarinnar er hægt að finna á síðu stjórnarráðsins. Það þarf að horfa til þess að margir mismunandi hagsmunir stangast á við vinnu sem þessa svo ómögulegt er að allir fái sínu framgengt. Hins vegar felast ýmis tækifæri fyrir sveitafélögin í því að fá þjóðgarð til sín. Til dæmis hefur verið vel að því unnið í Ríki Vatnajökuls sem staðsett er á Höfn í Hornafirði að nýta sér þjóðgarðinn til að efla ferðaþjónustu á svæðinu. Að félaginu standa nú 80 fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu. Við mælum eindregið með því að horft sé frekar til tækifæranna heldur en þess sem getur verið hamlandi. Þó teljum við að orðræðan sé oft á tíðum á villigötum þegar talað er um skerðingu vegna þjóðgarðsins. Tvö dæmi hafa oft verið dregin fram í umræðunni. Því hefur verið haldið fram að nýting á afréttum sveitarfélaganna verði skert. Í frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð segir: „Hefðbundin landnýting, s.s. búfjárbeit, fuglaveiði, hreindýraveiði og veiði í ám og vötnum, er rétthöfum heimil í þjóðgarðinum enda séu uppfyllt ákvæði 2. gr. þessarar laga og þeirra laga sem um nýtinguna fjalla og að nýtingin sé sjálfbær.” Þegar talað er um sjálfbæra nýtingu er miðað við núverandi löggjöf á því sviði og því kemur fyrirkomulagið ekki til með að breytast með tilkomu þjóðgarðs. Því hefur einnig verið haldið fram að þjóðgarður komi til með að hefta aðgengi heimamanna að landi sínu en eitt af markmiðum þjóðgarðsins í drögum að frumvarpi til laga stendur: [Þjóðgarðurinn hefur það að markmiði að] „Stuðla að samvinnu og samstarfi við starf félaga og sjálfboðaliða um málefni landsvæðisins.” Hins vegar er hlutverk þjóðgarðs einnig að bæta aðgengi svo fleiri geti fengið að njóta náttúrunnar. Fyrst og fremst hlýtur þó markmið stofnunar þjóðgarðs að vera að gæta upp á verðmætin sem við höfum fengið að búa við svo lengi. Við teljum það mikinn sigur til framtíðar ef sameiginleg verndaráætlun verði gerð fyrir jafn stórt og merkilegt svæði og til stendur. Ávinningurinn af því verður best metinn til framtíðar og komandi kynslóðir munu þakka okkur fyrir að standa vörð um þessi merkilegu svæði. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir gjaldkeri Ungra umhverfissinna og Egill Hermannsson formaður landshlutanefndar félagsins á Suðurlandi.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar