62 m/s á Kjalarnesi Jóhann K. Jóhannsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 14. febrúar 2020 06:17 Fjöldi er samankominn við aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/jkj Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að „aftakaveður“ gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7, þegar rauð viðvörun tekur gildi. Búist er við því að veðrið verði verst í efri byggðum; eins og í Grafarvogi, Breiðholti, Kópavogi og Kjalarnesi. Á síðastnefnda svæðinu hafa hviður farið yfir 60 m/s. Ágúst Svansson, sem stýrir aðgerðastjórn fyrir höfuðborgarsvæðið, segir að slökkvilið, lögreglu og björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu og séu þegar farin að bregðast við útköllum. Til að mynda séu verkefnin „einna helst að hlaðast upp á Kjalarnesi.“ Vindhviður hafa farið yfir 60 m/s á Kjalarnesi.vefsjá vegagerðarinnar Þar er bálhvasst sem stendur, að jafnaði á bilinu 20-30 m/s og hafa hviður mælst allt að 62 m/s. Útköllin á Kjalarnesi tengist því hvers kyns foktjóni; brotnar rúður, fjúkandi kerrur o.sfrv. Útköll hafi tekið að berast um klukkan 4 í nótt og slumpar Ágúst á að þau hafi verið um tíu talsins síðan þá. Til að mynda brást slökkviliðið við tveimur útköllum sem bæði tengdust rúðum. Þá slóst gluggi til í Grafarholti og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Ágúst beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurviðvörunum og öðrum tilkynningum - „og ekki vera að fara út í neina vitleysu,“ eins og hann orðar það. Hann minnir jafnframt á að búið sé að loka öllum helstu umferðaræðum til og frá borginni. Hér að neðan má sjá lista yfir allar helstu lokanir. Björgunarsveitarfólk stendur vaktina á lokunarpóstum og hvetur Ágúst fólk til að fara að tilmælum þeirra. Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að „aftakaveður“ gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7, þegar rauð viðvörun tekur gildi. Búist er við því að veðrið verði verst í efri byggðum; eins og í Grafarvogi, Breiðholti, Kópavogi og Kjalarnesi. Á síðastnefnda svæðinu hafa hviður farið yfir 60 m/s. Ágúst Svansson, sem stýrir aðgerðastjórn fyrir höfuðborgarsvæðið, segir að slökkvilið, lögreglu og björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu og séu þegar farin að bregðast við útköllum. Til að mynda séu verkefnin „einna helst að hlaðast upp á Kjalarnesi.“ Vindhviður hafa farið yfir 60 m/s á Kjalarnesi.vefsjá vegagerðarinnar Þar er bálhvasst sem stendur, að jafnaði á bilinu 20-30 m/s og hafa hviður mælst allt að 62 m/s. Útköllin á Kjalarnesi tengist því hvers kyns foktjóni; brotnar rúður, fjúkandi kerrur o.sfrv. Útköll hafi tekið að berast um klukkan 4 í nótt og slumpar Ágúst á að þau hafi verið um tíu talsins síðan þá. Til að mynda brást slökkviliðið við tveimur útköllum sem bæði tengdust rúðum. Þá slóst gluggi til í Grafarholti og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Ágúst beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurviðvörunum og öðrum tilkynningum - „og ekki vera að fara út í neina vitleysu,“ eins og hann orðar það. Hann minnir jafnframt á að búið sé að loka öllum helstu umferðaræðum til og frá borginni. Hér að neðan má sjá lista yfir allar helstu lokanir. Björgunarsveitarfólk stendur vaktina á lokunarpóstum og hvetur Ágúst fólk til að fara að tilmælum þeirra.
Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira