Stuðningur við grein Sifjar Sigmarsdóttur Matthildur Björnsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 10:00 Það var athyglisvert að lesa greinina hennar Sifjar Sigmarsdóttur um Satanism í Fréttablaðinu 11. janúar. Orðið Satanism er því miður tengt gömlum formúlum kirkjunnar sem tengdust dökkum hliðum tilverunnar að áliti kirkjunnar. Tilgangur hópsins er um að sýna að andlegi heimurinn er mun meira en það sem kristni hefur boðið upp á og hefur ekkert í raun að gera með orðið „Satan“. Veruleikinn sem Sif Sigmarsdóttir lýsir er það sem margar mannverur eru að vakna til, sem mun sannari veruleika fyrir sig, og í raunsærra sambandi við allt um sköpun og lífið, en sá pakki sem ég heyrði frá þeim í æsku og áfram. Það er gott að sjá að kristni á Íslandi hefur meðtekið samkynhneigð sem hluta af sköpun og að fólk geti upplifað að hafa fæðst í röngum líkama fyrir sig. Tilfinningalegur þroski, er og var orð sem var ekki einu sinni til í málinu. Skortur á slíku sást á svo margan hátt í því til dæmis að sumir þeirra sem hafa lært „heil reiðinnar ósköp um eitthvað eitt fag,, eru oft mjög tilfinningalega fatlaðir og vanfærir á öðrum sviðum í lífinu. Það að Agnes biskup virðist ekki hafa kynnt sér hin ótal önnur háu andlegu fræði sem til eru, sýnir að hún veit ekki um allt annað andlegt sem er í boði í heiminum fyrir þá sem vilja finna sig og þroskast. Það sýnir einnig takmarkaðan skilning og sýn á sköpun og skaparann, jörðina og allt lífið. Sögur sem gilti að telja fólki trú um fyrir hundruðum ára virka ekki á sama hátt lengur í hugum alls almennings, af því að mannkyn vaknar og leitar í nýjar áttir að réttri andlegri tengingu fyrir sig. Alla vega þeir sem hafa gagnrýna hugsun og hafa ekki upplifað þau trúarbrögð sem svörin fyrir sig. Mannlífið, samkynhneigð, fólk sem fæðist í röngum líkömum eru allt hluti af veruleika sem trúarbrögð viðurkenndu aldrei og sum gera það ekki enn þann dag í dag. Það eru milljón önnur atriði sem mannfólk sér og upplifir sem er langt frá því sem trúarbrögðin héldu fram. Sem betur fer hefur íslenska kirkjan þó vaknað til að skilja að kynhneigð sé meðfædd, alla vega trúlega að langmestu leyti, og hefur stofnunin sem betur fer tekið það sem veruleika. En samt er kristni langt á eftir því sem mannkyn er að upplifa í heiminum og mannlífinu, samböndum og ýmsu öðru. Svo er það jörðin og allt sem á henni er, sem er líka hluti af því sem hundsað var og alger vanþekking var og er í þeim stofnunum. Þær voru líka með dómhörku um svo margt sem stenst ekki heldur. En ekki með gagnrýni á kynferðislega misnotkun og aðra misnotkun sem hefði þurft að vera. Það eru svo mörg fræði komin sem hjálpa mannkyni mun meira með sitt líf en þessar stofnanir hafa gert. Buddhismi, Hinduismi og ótal önnur heimspekileg fræði hafa mörg mjög gagnleg atriði til að gefa mannkyni margskonar leiðir fyrir þroskabrautina sem kristni hefur ekki viljað viðurkenna né virða gagnsemi á, né þeir aðilar einu sinni virt til að einu sinni kynna sér efnið og aðferðir til hjálpar. Vestrænir einstaklingar hafa kafað í margt þar og komið upp með mjög gagnlegt efni sem hjálpar fólki í sjálfsleitinni. Það þarf enginn að vera bara eitt eða annað sem andlega næringu, heldur eru margir að meðtaka það sem hittir rétt í verðmætamat sálar þeirra og sannleika í hjartanu. Maður getur elskað Jesú fyrir það sem hann var sem frábær kennari um svo margt, án þess að meðtaka söguna um drápið á honum lengur. Til viðbótar um það sem kristni hefur afneitað er endurkoma sálna. Nú þegar hluti mannkyns er að fá sitt eigið minni um slíkt, og ég hef fengið mína sneið af því með þeim einstaklingum sem ég hef unnið með um að vakna til síns rétta sjálfs. Svo má benda á að Bandaríski geðlæknirinn Brian Weiss uppgötvaði það af slysni í vinnu sinni með sjúkling, og lærði frá þeirri óvæntu upplifun að það að taka sjúklinga til baka til fyrri lífa virkaði mun betur og hraðar en sú aðferð sem hann hafði lært í háskóla. Minningar hafa birst mörgum á einn og annan hátt um að hafa átt annað líf sem sál í öðrum líkama og ekkert af því stangast á við hvað sköpun er. Það er nefnilega ekki um trú heldur um að muna og upplifa og af hverju ætti sál að hafa bara einn líkama í eitt skipti og vera svo strokuð út eða send í eilífðar jólafrí. Sálir eru margnota en líkaminn einnota. Sálin er ekki af jarðnesku efni og því fjölnota og þarf að læra og þroskast í gegn um ótal tilverur. Við getum haldið í það af kristni sem virkar fyrir hjartað, og svo hin og þessi atriði úr öðrum andlegum fræðum, sjálfshjálparbókum og fræðslu um önnur líf okkar og þannig mætti lengi telja. Af því að nú á dögum fjölmiðla er það hvað annað sem gagnast huga og sál hvaðan æva frá, sem passar við og fyrir hvern og einn. Hugleiðsla er eitt, skilningur á orkustöðvum líkamans er annað, og það hvernig við mannverur getum jafnað orku okkar með að skilja þær stöðvar eru gjöf frá skaparanum, sem fólk í Indlandi og víðar tengdist við, skynjaði og setti í notkun. Það er hægt að fara á námskeið í „Tantric sex“ sem er um að tengja á hærri sviðum í tengslum við kynlíf. Svo er það skilningurinn á þessu með sálir og að þær eru margnota, en líkaminn einnota. Ekkert af þessu er beint um trú heldur upplifun og skynjun og eigin tenging við sál og víddir þarna úti. Atriðin með umferð þeirra inn og út úr líkömum er hins vegar forvitnileg ráðgáta, eins og til dæmis um atriðin hvernig þeim er ráðstafað, hvert og af hverju. Og af hverju koma engar sálir til sumra sem svo þrá að fá börn? Er spurning sem ég á ekki svar við. Ég hef sjálf fengið innsýn í nokkur af þeim atriðum um ráðstafanir á sálum, sem samt er langt frá að veita mér skilning á öllu heila dæminu um af hverju sálir fara þangað sem þær fara, eða að sumir fá engar sálir í gegn um eigin getnaði. Né, þá, hvort að ástæðurnar séu aðeins líffræðilegar, eða gætu hugsanlega verið aðrar? Trúarstofnanir vissu ekkert um alla þessa aðra fleti, víddir og tíðnisvið sem æ fleiri mannverur eru að uppgötva að þær tengja við og lifa. Síðan er sú skoðun í sumum einstaklingum að það eigi rétt á að fá börn, eða barnabörn. Ég skil þá skoðun eftir sem spurningu. Það að Stephan Hawking heitinn hafi minnt okkur á umfang möguleika hverrar sálar til að velja úr genabanka okkar, við komu inn í líkama. Opnar augu manns svo sannarlega á nýjan hátt um það hvers vegna mannkyn er eins fjölbreytt og það er. Og það innan sömu fjölskyldna frá sama eggjabanka og sama manns sæðisflóði. Samkvæmt því sem hann benti á í síðustu bókinni sinni er það á við magn upplýsinga úr því sem nemur hundrað Harry Potter bókum. Kristni gerði presta ekki að neinum englum Hinar svokölluðu kristnu kirkjur hafa ekki sýnt dæmi um meira og eða betra siðferði en mannverur hafa haft, burtséð frá hvort þær hafa tilheyrt trúarstofnun eða ekki. Prestar og ótal aðrir hafa misnotað safnaðarbörn um aldir á kynferðislegan sem hugrænan hátt. Ég fékk það sem ég upplifði sem slæma heilamengun af munnum presta í útvarpsmessum þegar ég var barn og unglingur. Sumt vissi ég í líkamanum af „gut feeling“ að væri hrein og bein lygi þegar ég heyrði það, bæði hótanir og loforðin lygar um að Guð myndi passa öll börn, og að ekkert slæmt myndi koma fyrir þau. Að þau væru öll svo elskuð. Ég var ekki að upplifa þesskonar himnaríki sem þeir lofuðu. Sögur eins og „Guð“ væri með fingur eða hljóðnema inni í hverjum einasta mannsheila á jörðinni, og myndi refsa þeim sem hefðu erfiðar hugsanir voru og eru ansi ósmekklegur tilbúningur. Ég lærði svo eftir að koma til Ástralíu að allir þessir prestar sem og feður, þjóðarleiðtogar og aðrir höfðu komist upp með hræðilega glæpi eins og kynferðislega sem aðra misnotkun á börnum án þess að slíkur njósnari væri í höfðinu á þeim til að refsa þeim. Þeir lifðu án refsingar, alla vega í langan tíma fyrir marga og aðrir fóru í gröfina með sína slæmu gerðir. Svo voru það Hitler, Idi Amin, Gaddafi og ótal fleiri þjóðarleiðtogar sem höfðu komist upp með að drepa þúsundir einstaklinga og lentu ekki fyrir rétti. Af hverju voru þessir fingur almættisins ekki inni í heilum þeirra að stöðva þá? Það var greinilega engin hönd inni í höfðum þeirra til að stoppa morðin þeirra eða aðra glæpi. Hræðsla sem slíkar hótanir skapa í börnum, sem og von í loforðum sem voru gefin, og engin leið að yrðu, eða gætu verið veruleiki, getur leikið heilabú þeirra grátt. Það er ef foreldrar sjá ekki um að leiðrétta slíkt bull sem fyrst og enginn leiðrétti það fyrir mér. Ég upplifði mig ekki geta spurt foreldra hvort að orð prestanna væru sönn, enda lá í loftinu að maður ætti að trúa öllu sem prestar sögðu. Það er slæm orka sem kemur frá hótunum, og voru hótanir presta í raun lygi og slæm mengun inn í heilann. Það tók mig því til dæmis þrjú ár eða meira um árið að safna kjarki til að enda fyrsta hjónaband mitt, eftir að uppgötva að það var ekki samband, heldur að ég var móðir hans eins og barnanna, og það var ekki það líf sem ég vildi. Og refsingin sem var hótað ef maður myndi að orðum presta „svíkja“ loforð við Guð reyndist lygi og gerðist ekki. Heldur var útkoman léttir. Enda koma ekki nærri allir saman frá því ástandi sem prestar reyndu að telja mannkyni trú um. Litríkið í ástæðum þess að fólk lendir saman Það eru ótal mismunandi ástæður og kringumstæður sem láta fólk laðast að hvert öðru, sem er því miður ekki nærri alltaf hin háa ást. Heldur allskonar tegundir af orku sem fjölbreytileiki í tilfinningalegu ástandi fólks lifir við og hefur ekki nærri alltaf neitt að gera með ást eða kærleika. Fjölbreytileiki af ýmsum stigum sem umheimurinn er ríkur af. Fólk lendir oft saman af kunnugleika frá sömu hegðun hjá báðum foreldrum sem stundum eru slæm og eiga ekki neitt skylt við ást. Svo er það eins og í mínu og ótal öðrum tilfellum kemur fólk saman frá því sem ég kalla þyngdar-lögmáls-ástæðunum sem voru í gangi í foreldrum þeirra þegar getnaður var Ungt fólk með hormóna á 100 kílómetra hraða blekkjast oft um tíma af því að sá eða sú sem laðast var að leit öðruvísi út en kringumstæðurnar hjá foreldrum þeirra voru, og voru því auðvitað spennandi um tíma. Trúarbrögðin sögðu ekkert um slíkt, og gera trúlega ekki enn þann dag í dag. Stundum er það kynhvötin ein sem virkar eins og kraftmikið rándýr fullt af orku og sterkum þörfum og kröfum til að fjölga sér. Og það án tillits til þess hvaða aðra drauma viðkomandi einstaklingar gætu átt í huganum fyrir líf sitt, en sem gereyðilögðust við þá dýrslegu kröfu í líkamanum Það var fyrir daga góðra getnaðarvarna, en gerist samt enn þá þó að getnaðarvarnir séu til. Það eru milljónir einstaklinga um allan heim sem eru að lifa þá staðreynd að upplifa að hafa verið þau börn sem eyðilögðu drauma eggja og sæðisveitenda sinna, einstaklinga sem vildu allt annað en barn eða börn inn í líf sitt.. Atriði sem voru ekki og eru ekki góð uppskrift fyrir lífið. Það var auðvitað tilfellið á mínum tímum, af því að enginn hafði komið auga margbreytileikann í að laðast að annarri mannveru, né skilið þau flóknu orkulögmál sem eru að baki. Hin óendanlegu atriði í mannlegri hegðun, mannlegri sköpun, í náttúrunni sýna smáhluta af þessu með sköpun, sem er ekki í neinu samhengi við það sem kristin kirkja hefur haldið fram. Og ekki gerir kaþólskan það betra. Kirkjan sá ekki dýrmætt sköpunar í náttúru jarðar og predikaði ótakmarkaða nýtingu á gjöfum jarðar en lagði sjúka áherslu á mikilvægi mannfjölgunar Allir þeir aðilar sem hafa sýnt okkur heim náttúrunnar í sínum smáatriðum frá yfirborði jarðar sem og því sem er djúpt undir sjónum, sanna sköpun sem prestar virtu ekki einu sinni. Þeir sáu ekki heldur um að mannkyn lærði að virða og eyðileggja ekki hýbýli lífríkis jarðar eða dýra. Þau sem eru í raun mikilvægari fyrir jörðina sem lífverur en við mannverur erum. Það er þroskamerki sálna sem leiðir siðferði. Siðferði fylgir ekki sjálfvirkt þeim sem hafa farið í háskóla. Ég vitnaði of mikið af háskólanáms ofdýrkun í fólki á mínum tímum sem barn og ungrar konu. Virðing fyrir því sem raunverulega er gott og hefur hjálpað öðrum er eitt, en það að setja fólk á Guðastalla bara fyrir háskólagengni er óholl hegðun. Það sem vantaði upp á í innsæi og skilningi af kirkjunni Það að Agnes sjái það sem siðferðisbrest að kristinfræði sé ekki kennd í skólum, sýnir að hún hefur ekki víkkað út sjóndeildarhringinn um víðari veruleika lífsins, en þann sem þau fræði hafa haldið að fólki, en mannkyn er að vakna til þess að það er heljar hlaðborð af allskonar hjálp við því sem það glímir við í lífinu. Svo mikið af nýjum fræðum sem eru mun aðgengilegri til sjálfsþroska en það sem kristni matreiðir eru til í bókum og á hinum ýmsu námskeiðum sem eru í boði víða um heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að lesa greinina hennar Sifjar Sigmarsdóttur um Satanism í Fréttablaðinu 11. janúar. Orðið Satanism er því miður tengt gömlum formúlum kirkjunnar sem tengdust dökkum hliðum tilverunnar að áliti kirkjunnar. Tilgangur hópsins er um að sýna að andlegi heimurinn er mun meira en það sem kristni hefur boðið upp á og hefur ekkert í raun að gera með orðið „Satan“. Veruleikinn sem Sif Sigmarsdóttir lýsir er það sem margar mannverur eru að vakna til, sem mun sannari veruleika fyrir sig, og í raunsærra sambandi við allt um sköpun og lífið, en sá pakki sem ég heyrði frá þeim í æsku og áfram. Það er gott að sjá að kristni á Íslandi hefur meðtekið samkynhneigð sem hluta af sköpun og að fólk geti upplifað að hafa fæðst í röngum líkama fyrir sig. Tilfinningalegur þroski, er og var orð sem var ekki einu sinni til í málinu. Skortur á slíku sást á svo margan hátt í því til dæmis að sumir þeirra sem hafa lært „heil reiðinnar ósköp um eitthvað eitt fag,, eru oft mjög tilfinningalega fatlaðir og vanfærir á öðrum sviðum í lífinu. Það að Agnes biskup virðist ekki hafa kynnt sér hin ótal önnur háu andlegu fræði sem til eru, sýnir að hún veit ekki um allt annað andlegt sem er í boði í heiminum fyrir þá sem vilja finna sig og þroskast. Það sýnir einnig takmarkaðan skilning og sýn á sköpun og skaparann, jörðina og allt lífið. Sögur sem gilti að telja fólki trú um fyrir hundruðum ára virka ekki á sama hátt lengur í hugum alls almennings, af því að mannkyn vaknar og leitar í nýjar áttir að réttri andlegri tengingu fyrir sig. Alla vega þeir sem hafa gagnrýna hugsun og hafa ekki upplifað þau trúarbrögð sem svörin fyrir sig. Mannlífið, samkynhneigð, fólk sem fæðist í röngum líkömum eru allt hluti af veruleika sem trúarbrögð viðurkenndu aldrei og sum gera það ekki enn þann dag í dag. Það eru milljón önnur atriði sem mannfólk sér og upplifir sem er langt frá því sem trúarbrögðin héldu fram. Sem betur fer hefur íslenska kirkjan þó vaknað til að skilja að kynhneigð sé meðfædd, alla vega trúlega að langmestu leyti, og hefur stofnunin sem betur fer tekið það sem veruleika. En samt er kristni langt á eftir því sem mannkyn er að upplifa í heiminum og mannlífinu, samböndum og ýmsu öðru. Svo er það jörðin og allt sem á henni er, sem er líka hluti af því sem hundsað var og alger vanþekking var og er í þeim stofnunum. Þær voru líka með dómhörku um svo margt sem stenst ekki heldur. En ekki með gagnrýni á kynferðislega misnotkun og aðra misnotkun sem hefði þurft að vera. Það eru svo mörg fræði komin sem hjálpa mannkyni mun meira með sitt líf en þessar stofnanir hafa gert. Buddhismi, Hinduismi og ótal önnur heimspekileg fræði hafa mörg mjög gagnleg atriði til að gefa mannkyni margskonar leiðir fyrir þroskabrautina sem kristni hefur ekki viljað viðurkenna né virða gagnsemi á, né þeir aðilar einu sinni virt til að einu sinni kynna sér efnið og aðferðir til hjálpar. Vestrænir einstaklingar hafa kafað í margt þar og komið upp með mjög gagnlegt efni sem hjálpar fólki í sjálfsleitinni. Það þarf enginn að vera bara eitt eða annað sem andlega næringu, heldur eru margir að meðtaka það sem hittir rétt í verðmætamat sálar þeirra og sannleika í hjartanu. Maður getur elskað Jesú fyrir það sem hann var sem frábær kennari um svo margt, án þess að meðtaka söguna um drápið á honum lengur. Til viðbótar um það sem kristni hefur afneitað er endurkoma sálna. Nú þegar hluti mannkyns er að fá sitt eigið minni um slíkt, og ég hef fengið mína sneið af því með þeim einstaklingum sem ég hef unnið með um að vakna til síns rétta sjálfs. Svo má benda á að Bandaríski geðlæknirinn Brian Weiss uppgötvaði það af slysni í vinnu sinni með sjúkling, og lærði frá þeirri óvæntu upplifun að það að taka sjúklinga til baka til fyrri lífa virkaði mun betur og hraðar en sú aðferð sem hann hafði lært í háskóla. Minningar hafa birst mörgum á einn og annan hátt um að hafa átt annað líf sem sál í öðrum líkama og ekkert af því stangast á við hvað sköpun er. Það er nefnilega ekki um trú heldur um að muna og upplifa og af hverju ætti sál að hafa bara einn líkama í eitt skipti og vera svo strokuð út eða send í eilífðar jólafrí. Sálir eru margnota en líkaminn einnota. Sálin er ekki af jarðnesku efni og því fjölnota og þarf að læra og þroskast í gegn um ótal tilverur. Við getum haldið í það af kristni sem virkar fyrir hjartað, og svo hin og þessi atriði úr öðrum andlegum fræðum, sjálfshjálparbókum og fræðslu um önnur líf okkar og þannig mætti lengi telja. Af því að nú á dögum fjölmiðla er það hvað annað sem gagnast huga og sál hvaðan æva frá, sem passar við og fyrir hvern og einn. Hugleiðsla er eitt, skilningur á orkustöðvum líkamans er annað, og það hvernig við mannverur getum jafnað orku okkar með að skilja þær stöðvar eru gjöf frá skaparanum, sem fólk í Indlandi og víðar tengdist við, skynjaði og setti í notkun. Það er hægt að fara á námskeið í „Tantric sex“ sem er um að tengja á hærri sviðum í tengslum við kynlíf. Svo er það skilningurinn á þessu með sálir og að þær eru margnota, en líkaminn einnota. Ekkert af þessu er beint um trú heldur upplifun og skynjun og eigin tenging við sál og víddir þarna úti. Atriðin með umferð þeirra inn og út úr líkömum er hins vegar forvitnileg ráðgáta, eins og til dæmis um atriðin hvernig þeim er ráðstafað, hvert og af hverju. Og af hverju koma engar sálir til sumra sem svo þrá að fá börn? Er spurning sem ég á ekki svar við. Ég hef sjálf fengið innsýn í nokkur af þeim atriðum um ráðstafanir á sálum, sem samt er langt frá að veita mér skilning á öllu heila dæminu um af hverju sálir fara þangað sem þær fara, eða að sumir fá engar sálir í gegn um eigin getnaði. Né, þá, hvort að ástæðurnar séu aðeins líffræðilegar, eða gætu hugsanlega verið aðrar? Trúarstofnanir vissu ekkert um alla þessa aðra fleti, víddir og tíðnisvið sem æ fleiri mannverur eru að uppgötva að þær tengja við og lifa. Síðan er sú skoðun í sumum einstaklingum að það eigi rétt á að fá börn, eða barnabörn. Ég skil þá skoðun eftir sem spurningu. Það að Stephan Hawking heitinn hafi minnt okkur á umfang möguleika hverrar sálar til að velja úr genabanka okkar, við komu inn í líkama. Opnar augu manns svo sannarlega á nýjan hátt um það hvers vegna mannkyn er eins fjölbreytt og það er. Og það innan sömu fjölskyldna frá sama eggjabanka og sama manns sæðisflóði. Samkvæmt því sem hann benti á í síðustu bókinni sinni er það á við magn upplýsinga úr því sem nemur hundrað Harry Potter bókum. Kristni gerði presta ekki að neinum englum Hinar svokölluðu kristnu kirkjur hafa ekki sýnt dæmi um meira og eða betra siðferði en mannverur hafa haft, burtséð frá hvort þær hafa tilheyrt trúarstofnun eða ekki. Prestar og ótal aðrir hafa misnotað safnaðarbörn um aldir á kynferðislegan sem hugrænan hátt. Ég fékk það sem ég upplifði sem slæma heilamengun af munnum presta í útvarpsmessum þegar ég var barn og unglingur. Sumt vissi ég í líkamanum af „gut feeling“ að væri hrein og bein lygi þegar ég heyrði það, bæði hótanir og loforðin lygar um að Guð myndi passa öll börn, og að ekkert slæmt myndi koma fyrir þau. Að þau væru öll svo elskuð. Ég var ekki að upplifa þesskonar himnaríki sem þeir lofuðu. Sögur eins og „Guð“ væri með fingur eða hljóðnema inni í hverjum einasta mannsheila á jörðinni, og myndi refsa þeim sem hefðu erfiðar hugsanir voru og eru ansi ósmekklegur tilbúningur. Ég lærði svo eftir að koma til Ástralíu að allir þessir prestar sem og feður, þjóðarleiðtogar og aðrir höfðu komist upp með hræðilega glæpi eins og kynferðislega sem aðra misnotkun á börnum án þess að slíkur njósnari væri í höfðinu á þeim til að refsa þeim. Þeir lifðu án refsingar, alla vega í langan tíma fyrir marga og aðrir fóru í gröfina með sína slæmu gerðir. Svo voru það Hitler, Idi Amin, Gaddafi og ótal fleiri þjóðarleiðtogar sem höfðu komist upp með að drepa þúsundir einstaklinga og lentu ekki fyrir rétti. Af hverju voru þessir fingur almættisins ekki inni í heilum þeirra að stöðva þá? Það var greinilega engin hönd inni í höfðum þeirra til að stoppa morðin þeirra eða aðra glæpi. Hræðsla sem slíkar hótanir skapa í börnum, sem og von í loforðum sem voru gefin, og engin leið að yrðu, eða gætu verið veruleiki, getur leikið heilabú þeirra grátt. Það er ef foreldrar sjá ekki um að leiðrétta slíkt bull sem fyrst og enginn leiðrétti það fyrir mér. Ég upplifði mig ekki geta spurt foreldra hvort að orð prestanna væru sönn, enda lá í loftinu að maður ætti að trúa öllu sem prestar sögðu. Það er slæm orka sem kemur frá hótunum, og voru hótanir presta í raun lygi og slæm mengun inn í heilann. Það tók mig því til dæmis þrjú ár eða meira um árið að safna kjarki til að enda fyrsta hjónaband mitt, eftir að uppgötva að það var ekki samband, heldur að ég var móðir hans eins og barnanna, og það var ekki það líf sem ég vildi. Og refsingin sem var hótað ef maður myndi að orðum presta „svíkja“ loforð við Guð reyndist lygi og gerðist ekki. Heldur var útkoman léttir. Enda koma ekki nærri allir saman frá því ástandi sem prestar reyndu að telja mannkyni trú um. Litríkið í ástæðum þess að fólk lendir saman Það eru ótal mismunandi ástæður og kringumstæður sem láta fólk laðast að hvert öðru, sem er því miður ekki nærri alltaf hin háa ást. Heldur allskonar tegundir af orku sem fjölbreytileiki í tilfinningalegu ástandi fólks lifir við og hefur ekki nærri alltaf neitt að gera með ást eða kærleika. Fjölbreytileiki af ýmsum stigum sem umheimurinn er ríkur af. Fólk lendir oft saman af kunnugleika frá sömu hegðun hjá báðum foreldrum sem stundum eru slæm og eiga ekki neitt skylt við ást. Svo er það eins og í mínu og ótal öðrum tilfellum kemur fólk saman frá því sem ég kalla þyngdar-lögmáls-ástæðunum sem voru í gangi í foreldrum þeirra þegar getnaður var Ungt fólk með hormóna á 100 kílómetra hraða blekkjast oft um tíma af því að sá eða sú sem laðast var að leit öðruvísi út en kringumstæðurnar hjá foreldrum þeirra voru, og voru því auðvitað spennandi um tíma. Trúarbrögðin sögðu ekkert um slíkt, og gera trúlega ekki enn þann dag í dag. Stundum er það kynhvötin ein sem virkar eins og kraftmikið rándýr fullt af orku og sterkum þörfum og kröfum til að fjölga sér. Og það án tillits til þess hvaða aðra drauma viðkomandi einstaklingar gætu átt í huganum fyrir líf sitt, en sem gereyðilögðust við þá dýrslegu kröfu í líkamanum Það var fyrir daga góðra getnaðarvarna, en gerist samt enn þá þó að getnaðarvarnir séu til. Það eru milljónir einstaklinga um allan heim sem eru að lifa þá staðreynd að upplifa að hafa verið þau börn sem eyðilögðu drauma eggja og sæðisveitenda sinna, einstaklinga sem vildu allt annað en barn eða börn inn í líf sitt.. Atriði sem voru ekki og eru ekki góð uppskrift fyrir lífið. Það var auðvitað tilfellið á mínum tímum, af því að enginn hafði komið auga margbreytileikann í að laðast að annarri mannveru, né skilið þau flóknu orkulögmál sem eru að baki. Hin óendanlegu atriði í mannlegri hegðun, mannlegri sköpun, í náttúrunni sýna smáhluta af þessu með sköpun, sem er ekki í neinu samhengi við það sem kristin kirkja hefur haldið fram. Og ekki gerir kaþólskan það betra. Kirkjan sá ekki dýrmætt sköpunar í náttúru jarðar og predikaði ótakmarkaða nýtingu á gjöfum jarðar en lagði sjúka áherslu á mikilvægi mannfjölgunar Allir þeir aðilar sem hafa sýnt okkur heim náttúrunnar í sínum smáatriðum frá yfirborði jarðar sem og því sem er djúpt undir sjónum, sanna sköpun sem prestar virtu ekki einu sinni. Þeir sáu ekki heldur um að mannkyn lærði að virða og eyðileggja ekki hýbýli lífríkis jarðar eða dýra. Þau sem eru í raun mikilvægari fyrir jörðina sem lífverur en við mannverur erum. Það er þroskamerki sálna sem leiðir siðferði. Siðferði fylgir ekki sjálfvirkt þeim sem hafa farið í háskóla. Ég vitnaði of mikið af háskólanáms ofdýrkun í fólki á mínum tímum sem barn og ungrar konu. Virðing fyrir því sem raunverulega er gott og hefur hjálpað öðrum er eitt, en það að setja fólk á Guðastalla bara fyrir háskólagengni er óholl hegðun. Það sem vantaði upp á í innsæi og skilningi af kirkjunni Það að Agnes sjái það sem siðferðisbrest að kristinfræði sé ekki kennd í skólum, sýnir að hún hefur ekki víkkað út sjóndeildarhringinn um víðari veruleika lífsins, en þann sem þau fræði hafa haldið að fólki, en mannkyn er að vakna til þess að það er heljar hlaðborð af allskonar hjálp við því sem það glímir við í lífinu. Svo mikið af nýjum fræðum sem eru mun aðgengilegri til sjálfsþroska en það sem kristni matreiðir eru til í bókum og á hinum ýmsu námskeiðum sem eru í boði víða um heim.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun