Ef þú sérð það - þá getur þú verið það Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 10. febrúar 2020 16:30 Eins og örugglega allir Íslendingar vita þá vann Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaun í nótt, fyrst Íslendinga. Verðlaunin fékk hún fyrir tónlist við kvikmyndina Joker. Fyrir hafði okkar kona unnið öll verðlaun sem hún var tilnefnd til og þá líka fyrir tónsköpun sína við þættina Chernobyl. Óskarsverðlaunin eru nú líklegast talin þau allra virtustu og eftirsóttustu. Svo það er ekkert hægt að draga úr þeirri staðreynd að þjóðin er að springa úr stolti. Hildur hefur lagt mikla áherslu á að koma því að í viðtölum að velgegni hennar þessa dagana beintengist því að umræða síðastliðnu ára um að gefa konum fleiri tækifæri og pláss í kvikmyndaiðnaðinum. Í þakkarræðu sinni á Óskarsverðlaununum beindi hún orðum sínum af stúlkum, konum, mæðrum og dætrum þarna úti sem finna fyrir tónlistinni krauma innra með sér. Hvatti þær til að láta rödd sína óma því við þurfum að heyra hana. Þessar línur hafa vakið mikla athygli, ekki bara hér á okkar ástkæra ylhýra, heldur útum allan heim. Bara það að sjá Hildi Guðnadóttur vinna þessi verðlaun, öll þessi verðlaun, sem og segja þessi þýðingamiklu orð, er svo öflugt fræ í jafnréttisbaráttu kynjanna. Þetta mun hafa áhrif á stúlkur og ungar konur sem eru að læra á hljóðfæri. Hvort sem það er selló, bassa eða trommur. Eða bara hvað sem er. Það að sjá hana ganga sína sigurgöngu býr til pláss og sýn í hugarheimi framtíðarkynslóðar um að trúa því að geta gert það sama. Allavega skapað tónlist. Verið höfundur tónverks, lags eða texta. Síðast þegar ég vissi þá fengu konur greitt tæp 9% höfundarréttargjalda frá STEF. Sem þýðir að á móti 9 körlum þá er 1 kona sem hefur samið lag eða texta hér á landi. Einmitt. Landinu sem er oft talið vera jafnréttisparadís og trónir á toppum lista yfir slíka málaflokka. Ég efast ekki í eina mínútu um að Hildur Guðnadóttir sé að fara að hafa áhrif til hins betra og við förum að sjá þetta sorglega prósentuhlutfall breytast á næstu árum. „If you can see it, you can be it“ eða „Ef þú getur séð það, þá getur þú verið það“ á við um svo margt þegar það kemur að mannréttindabaráttunni allri. Margt hefur áunnist. Mjög margt er ennþá ábótavant. Ég trúi ennþá á að við náum að sigra og gera jafnréttið lóðrétt í allri sinni dýrð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Eins og örugglega allir Íslendingar vita þá vann Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaun í nótt, fyrst Íslendinga. Verðlaunin fékk hún fyrir tónlist við kvikmyndina Joker. Fyrir hafði okkar kona unnið öll verðlaun sem hún var tilnefnd til og þá líka fyrir tónsköpun sína við þættina Chernobyl. Óskarsverðlaunin eru nú líklegast talin þau allra virtustu og eftirsóttustu. Svo það er ekkert hægt að draga úr þeirri staðreynd að þjóðin er að springa úr stolti. Hildur hefur lagt mikla áherslu á að koma því að í viðtölum að velgegni hennar þessa dagana beintengist því að umræða síðastliðnu ára um að gefa konum fleiri tækifæri og pláss í kvikmyndaiðnaðinum. Í þakkarræðu sinni á Óskarsverðlaununum beindi hún orðum sínum af stúlkum, konum, mæðrum og dætrum þarna úti sem finna fyrir tónlistinni krauma innra með sér. Hvatti þær til að láta rödd sína óma því við þurfum að heyra hana. Þessar línur hafa vakið mikla athygli, ekki bara hér á okkar ástkæra ylhýra, heldur útum allan heim. Bara það að sjá Hildi Guðnadóttur vinna þessi verðlaun, öll þessi verðlaun, sem og segja þessi þýðingamiklu orð, er svo öflugt fræ í jafnréttisbaráttu kynjanna. Þetta mun hafa áhrif á stúlkur og ungar konur sem eru að læra á hljóðfæri. Hvort sem það er selló, bassa eða trommur. Eða bara hvað sem er. Það að sjá hana ganga sína sigurgöngu býr til pláss og sýn í hugarheimi framtíðarkynslóðar um að trúa því að geta gert það sama. Allavega skapað tónlist. Verið höfundur tónverks, lags eða texta. Síðast þegar ég vissi þá fengu konur greitt tæp 9% höfundarréttargjalda frá STEF. Sem þýðir að á móti 9 körlum þá er 1 kona sem hefur samið lag eða texta hér á landi. Einmitt. Landinu sem er oft talið vera jafnréttisparadís og trónir á toppum lista yfir slíka málaflokka. Ég efast ekki í eina mínútu um að Hildur Guðnadóttir sé að fara að hafa áhrif til hins betra og við förum að sjá þetta sorglega prósentuhlutfall breytast á næstu árum. „If you can see it, you can be it“ eða „Ef þú getur séð það, þá getur þú verið það“ á við um svo margt þegar það kemur að mannréttindabaráttunni allri. Margt hefur áunnist. Mjög margt er ennþá ábótavant. Ég trúi ennþá á að við náum að sigra og gera jafnréttið lóðrétt í allri sinni dýrð.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun