Viðbúnaður í Leifsstöð þegar vél Icelandair kom frá Ítalíu Eiður Þór Árnason skrifar 29. febrúar 2020 22:45 Sérstakur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu lenti á sjötta tímanum í dag. Kórónuveiran margumtalaða hefur náð mikilli útbreiðslu í norðurhluta Ítalíu og verður þeim Íslendingum sem dvalið hafa á skilgreindum áhættusvæðum þar í landi gert að fara í sóttkví. Þar er um er að ræða ítölsku héruðin Lombardía, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte en borgin Veróna er staðsett í Venetó-héraði. Þeir farþegar vélarinnar sem hafa ekki dvalið á umræddum svæðum eru einungis hvattir til þess að gæta að almennu hreinlæti. Greint var frá því í kvöld að tveir farþegar vélarinnar hafi verið sendir í sóttkví eftir að þeir sýndu flensueinkenni. Þegar vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í dag var henni keyrt beint á austurenda flugplansins og farþegunum gert að fara þar úr vélinni í stað þess að fara í gegnum hefðbundinn landgang. Mikil hundslappadrífa tók á móti hópnum og voru farþegar leiddir upp í nokkrar rútur sem fluttu þá beint upp að flugstöðinni. Þar fór hópurinn inn um sérstakan inngang sem leiddi þau beint í töskumóttökuna. Hjúkrunarfræðingar tóku þar á móti farþegunum, búnir handspritti, bæklingum og ráðleggingum. Rætt var við nokkra farþega vélarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá viðtölin í klippunni hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29. febrúar 2020 19:35 Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45 Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. 29. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Sérstakur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu lenti á sjötta tímanum í dag. Kórónuveiran margumtalaða hefur náð mikilli útbreiðslu í norðurhluta Ítalíu og verður þeim Íslendingum sem dvalið hafa á skilgreindum áhættusvæðum þar í landi gert að fara í sóttkví. Þar er um er að ræða ítölsku héruðin Lombardía, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte en borgin Veróna er staðsett í Venetó-héraði. Þeir farþegar vélarinnar sem hafa ekki dvalið á umræddum svæðum eru einungis hvattir til þess að gæta að almennu hreinlæti. Greint var frá því í kvöld að tveir farþegar vélarinnar hafi verið sendir í sóttkví eftir að þeir sýndu flensueinkenni. Þegar vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í dag var henni keyrt beint á austurenda flugplansins og farþegunum gert að fara þar úr vélinni í stað þess að fara í gegnum hefðbundinn landgang. Mikil hundslappadrífa tók á móti hópnum og voru farþegar leiddir upp í nokkrar rútur sem fluttu þá beint upp að flugstöðinni. Þar fór hópurinn inn um sérstakan inngang sem leiddi þau beint í töskumóttökuna. Hjúkrunarfræðingar tóku þar á móti farþegunum, búnir handspritti, bæklingum og ráðleggingum. Rætt var við nokkra farþega vélarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá viðtölin í klippunni hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29. febrúar 2020 19:35 Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45 Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. 29. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29. febrúar 2020 19:35
Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01
Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45
Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15
Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. 29. febrúar 2020 19:00