Ekkert sýni reynst jákvætt Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. febrúar 2020 16:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Ekkert þeirra sýna sem rannsökuð hafa verið eftir að íslenskur karlmaður greindist með kórónuveiruna í gær hefur reynst jákvætt fyrir veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. „Engin fleiri staðfest tilvik af vírusnum eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur. Það voru tekin sýni úr fólki sem hefur verið í miklum samskiptum við þann sem var með jákvætt sýni,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu.Neikvæð svör við prófunum á sýnum þýðir þó ekki endilega að fólk sleppi við að sitja í sóttkví að sögn Víðis. „Við viljum halda fólki áfram í sóttkví í fjórtán daga þrátt fyrir að sýnin hafi reynst neikvæð.“ Fólk sé því enn í sóttkví og hefur heilsugæslan verið í sambandi við aðila í sóttkví. Eftir að upp komst um smitið hófst umfangsmikil vinna af hálfu sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að rekja mögulegar smitleiðir. Sú vinna leiddi til þess að 49 manns var ráðlagt að fara í sóttkví. Í dag eru því 81 einstaklingur í sóttkví á landinu öllu. Veróna er í ítalska héraðinu Venetó.Grafík Nú síðdegis er von á leiguflugvél frá Veróna. Borg á Ítalíu sem er innan áhættusvæðis en um er að ræða eina beina flugið frá slíku svæði. Víðir segir viðbúnaðinn vera nokkurn fyrir komu vélarinnar. Um borð eru 180 Íslendingar. „Þegar vélin lendir fá allir útprentaðar upplýsingar, við erum með lögreglumenn og heilbrigðisstarfsmenn sem munu taka á móti farþegunum. Farþegarnir fara í rútu úr vélinni og munu fara inn í Leifsstöð í gegnum sérinngang svo þau þurfi ekki að vera innan um annað fólk,“ segir Víðir. Farþegarnir frá Veróna þurfa hins vegar að ganga í gegnum töskusal flugstöðvarinnar líkt og aðrir en Víðir segir enga ástæðu til að óttast smit í salnum. „Þau hafa fengið leiðbeiningar um að forðast annað fólk sem mest en það að vera í töskusalnum með smituðum einstakling þýðir ekki að allir þar inni muni smitast.“ Þeir farþegar sem dvalið hafa á hættusvæðunum fjórum, Langbarðalandi, Venetó, Emilía-Rómanja og Fjallalandi, þar sem mest hætta er á smiti fara í fjórtán daga sóttkví og hafi fengið fyrirmæli um að forðast annað fólk eftir bestu getu á leið sinni heim. Höldum umræðunni skynsamlegri „Allir sem hafa verið nálægt honum, og hafa verið prófuð, hafa ekki reynst smituð. Langsótt tengsl eru ekki líkleg til að hafa smitað. Auðvitað viljum við að fólk leiti sér upplýsinga en við verðum að halda umræðunni skynsamlegri. Leitum í fjölmiðlana sem eru að fjalla faglega um málin en ef þú ert í vafa þá hringir þú í 1700,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Í tilkynningu frá almannavarnadeild og sóttvarnalæknir lýsa yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkföllum. Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45 49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira
Ekkert þeirra sýna sem rannsökuð hafa verið eftir að íslenskur karlmaður greindist með kórónuveiruna í gær hefur reynst jákvætt fyrir veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. „Engin fleiri staðfest tilvik af vírusnum eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur. Það voru tekin sýni úr fólki sem hefur verið í miklum samskiptum við þann sem var með jákvætt sýni,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu.Neikvæð svör við prófunum á sýnum þýðir þó ekki endilega að fólk sleppi við að sitja í sóttkví að sögn Víðis. „Við viljum halda fólki áfram í sóttkví í fjórtán daga þrátt fyrir að sýnin hafi reynst neikvæð.“ Fólk sé því enn í sóttkví og hefur heilsugæslan verið í sambandi við aðila í sóttkví. Eftir að upp komst um smitið hófst umfangsmikil vinna af hálfu sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að rekja mögulegar smitleiðir. Sú vinna leiddi til þess að 49 manns var ráðlagt að fara í sóttkví. Í dag eru því 81 einstaklingur í sóttkví á landinu öllu. Veróna er í ítalska héraðinu Venetó.Grafík Nú síðdegis er von á leiguflugvél frá Veróna. Borg á Ítalíu sem er innan áhættusvæðis en um er að ræða eina beina flugið frá slíku svæði. Víðir segir viðbúnaðinn vera nokkurn fyrir komu vélarinnar. Um borð eru 180 Íslendingar. „Þegar vélin lendir fá allir útprentaðar upplýsingar, við erum með lögreglumenn og heilbrigðisstarfsmenn sem munu taka á móti farþegunum. Farþegarnir fara í rútu úr vélinni og munu fara inn í Leifsstöð í gegnum sérinngang svo þau þurfi ekki að vera innan um annað fólk,“ segir Víðir. Farþegarnir frá Veróna þurfa hins vegar að ganga í gegnum töskusal flugstöðvarinnar líkt og aðrir en Víðir segir enga ástæðu til að óttast smit í salnum. „Þau hafa fengið leiðbeiningar um að forðast annað fólk sem mest en það að vera í töskusalnum með smituðum einstakling þýðir ekki að allir þar inni muni smitast.“ Þeir farþegar sem dvalið hafa á hættusvæðunum fjórum, Langbarðalandi, Venetó, Emilía-Rómanja og Fjallalandi, þar sem mest hætta er á smiti fara í fjórtán daga sóttkví og hafi fengið fyrirmæli um að forðast annað fólk eftir bestu getu á leið sinni heim. Höldum umræðunni skynsamlegri „Allir sem hafa verið nálægt honum, og hafa verið prófuð, hafa ekki reynst smituð. Langsótt tengsl eru ekki líkleg til að hafa smitað. Auðvitað viljum við að fólk leiti sér upplýsinga en við verðum að halda umræðunni skynsamlegri. Leitum í fjölmiðlana sem eru að fjalla faglega um málin en ef þú ert í vafa þá hringir þú í 1700,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Í tilkynningu frá almannavarnadeild og sóttvarnalæknir lýsa yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkföllum. Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45 49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira
Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01
Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45
49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16