Dagur, stattu við orð þín Viðar Þorsteinsson skrifar 28. febrúar 2020 15:35 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauðst nýlega í Kastljóssviðtali til að hækka grunnlaun almennra leikskólastarfsmanna í Eflingu hjá borginni um 110 þúsund krónur eða 20 þúsund umfram Lífskjarasamninginn. Sams konar tilboð var kynnt á vef borgarinnar degi síðar undir fyrirsögninni „Tilboð Reykjavíkurborgar fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Þar segir: „Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.“ Þetta er gott tilboð sem getur myndað grunn að lausn kjaradeilu Eflingarfélaga við Reykjavíkurborg. Gallinn er bara sá að samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur aldrei lagt fram tilboð þessa efnis á samningafundum. Upphæðir í þessa veru hafa vissulega verið kynntar, en hafa alltaf verið kirfilega bundnar einu tilteknu starfsheiti og með ýmsum kvöðum og skilyrðum sem borgarstjóri hefur ekki minnst á. Misvísandi skilaboð Stærsta óvissuatriðið er til hve margra úr hópi 1.850 Eflingarfélaga tilboð borgarinnar nái. Í umfjöllun í fjölmiðlum um „Kastljósstilboðið“ var tilboði borgarinnar stillt upp eins og það næði til allra Eflingarfélaga hjá borginni. Í efni frá borginni hefur verið rætt um „stórar starfstéttir hjá Eflingu“ og almennt um „félagsmenn Eflingar“ án nánari sundurliðunar. Niðurstaða samninganefndar Eflingar er að tilboð borgarstjóra um hækkanir umfram lífskjarasamninginn hljóti að ná til allra félaga Eflingar hjá borginni í einhverri mynd jafnvel þótt erfitt hafi verið að fá samninganefnd borgarinnar til að samþykkja það. Samninganefnd Eflingar er tilbúin til að útfæra þær hækkanir þannig að þær verði stiglækkandi því ofar sem farið er í launastiga Eflingarstarfa, 20 þúsund umfram lífskjarasamninginn fyrir þá sem hafa lægst grunnlaun og 10 þúsund fyrir þá sem hafa hæst grunnlaun. Sé sátt um að hækka þannig grunnlaun Eflingarfélaga um á bilinu 100-110 þúsund er kominn viðræðugrundvöllur til lausnar á kjaradeilunni. Viðbótarleiðrétting á launum kvennastétta Útistandandandi verkefni varðandi launalið kjarasamningsins er þá að útfæra loforð borgarstjórnarmeirihlutans í samstarssáttamála um leiðréttingu á launum sögulega vanmetinna kvennastétta. Þetta hefur borgin nú, eftir að verkfallsaðgerðir hófust, lýst sig viljuga til að gera í samhengi við yfirstandandi kjarasamningsgerð. Samninganefnd Eflingar hefur lagt fram útfærða tillögu um hvernig megi framkvæma þá leiðréttingu. Hún felst í fyrsta lagi í því að bæta upp fyrri sérgreiðslur, sem voru á formi yfirvinnugreiðslna, og fá þær inn í kjarasamning í útfærslu sem leiðir til jöfnunaráhrifa fyrir lægst launuðu kvennastéttirnar. Í öðru lagi felst tillagan í því að setja inn sérstakt álag fyrir u.þ.b. 300 starfsmenn undir 7 tilteknum starfsheitum sem ekki nutu fyrrnefndra sérgreiðslna. Hjá um 200 af umræddum 300 starfsmönnum yrði þetta jöfnunarálag að upphæð 7 þúsund krónur. Heildarkostnaður brot af árlegum sparnaði borgarinnar Þessar uppbætur og álag yrðu flatar krónutölur utan við grunn til útreiknings yfirvinnu- og vaktavinnukaups, og því ódýrar fyrir borgina. Raunar myndi heildarkostnaður við þær nema aðeins 600 milljónum á öllum samningstímanum, sem er langt undir þeirri upphæð sem Reykjavíkurborg sparar sér árlega með því að láta ófaglærða Eflingarfélaga sinna störfum faglærðra. Borgarstjóri á að sjá til þess að viðsemjendum borgarinnar séu veittar skýrar og greinargóðar upplýsingar um þau tilboð sem óskað er eftir að ræða af alvöru við samningaborðið. Umfram allt á þó borgarstjóri að standa við orð sín og tryggja að samræmi sé milli fullyrðinga hans og þess sem fer fram í samningaherberginu í hans umboði.Höfundur er framkvæmdastjóri Eflingar - stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauðst nýlega í Kastljóssviðtali til að hækka grunnlaun almennra leikskólastarfsmanna í Eflingu hjá borginni um 110 þúsund krónur eða 20 þúsund umfram Lífskjarasamninginn. Sams konar tilboð var kynnt á vef borgarinnar degi síðar undir fyrirsögninni „Tilboð Reykjavíkurborgar fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Þar segir: „Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.“ Þetta er gott tilboð sem getur myndað grunn að lausn kjaradeilu Eflingarfélaga við Reykjavíkurborg. Gallinn er bara sá að samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur aldrei lagt fram tilboð þessa efnis á samningafundum. Upphæðir í þessa veru hafa vissulega verið kynntar, en hafa alltaf verið kirfilega bundnar einu tilteknu starfsheiti og með ýmsum kvöðum og skilyrðum sem borgarstjóri hefur ekki minnst á. Misvísandi skilaboð Stærsta óvissuatriðið er til hve margra úr hópi 1.850 Eflingarfélaga tilboð borgarinnar nái. Í umfjöllun í fjölmiðlum um „Kastljósstilboðið“ var tilboði borgarinnar stillt upp eins og það næði til allra Eflingarfélaga hjá borginni. Í efni frá borginni hefur verið rætt um „stórar starfstéttir hjá Eflingu“ og almennt um „félagsmenn Eflingar“ án nánari sundurliðunar. Niðurstaða samninganefndar Eflingar er að tilboð borgarstjóra um hækkanir umfram lífskjarasamninginn hljóti að ná til allra félaga Eflingar hjá borginni í einhverri mynd jafnvel þótt erfitt hafi verið að fá samninganefnd borgarinnar til að samþykkja það. Samninganefnd Eflingar er tilbúin til að útfæra þær hækkanir þannig að þær verði stiglækkandi því ofar sem farið er í launastiga Eflingarstarfa, 20 þúsund umfram lífskjarasamninginn fyrir þá sem hafa lægst grunnlaun og 10 þúsund fyrir þá sem hafa hæst grunnlaun. Sé sátt um að hækka þannig grunnlaun Eflingarfélaga um á bilinu 100-110 þúsund er kominn viðræðugrundvöllur til lausnar á kjaradeilunni. Viðbótarleiðrétting á launum kvennastétta Útistandandandi verkefni varðandi launalið kjarasamningsins er þá að útfæra loforð borgarstjórnarmeirihlutans í samstarssáttamála um leiðréttingu á launum sögulega vanmetinna kvennastétta. Þetta hefur borgin nú, eftir að verkfallsaðgerðir hófust, lýst sig viljuga til að gera í samhengi við yfirstandandi kjarasamningsgerð. Samninganefnd Eflingar hefur lagt fram útfærða tillögu um hvernig megi framkvæma þá leiðréttingu. Hún felst í fyrsta lagi í því að bæta upp fyrri sérgreiðslur, sem voru á formi yfirvinnugreiðslna, og fá þær inn í kjarasamning í útfærslu sem leiðir til jöfnunaráhrifa fyrir lægst launuðu kvennastéttirnar. Í öðru lagi felst tillagan í því að setja inn sérstakt álag fyrir u.þ.b. 300 starfsmenn undir 7 tilteknum starfsheitum sem ekki nutu fyrrnefndra sérgreiðslna. Hjá um 200 af umræddum 300 starfsmönnum yrði þetta jöfnunarálag að upphæð 7 þúsund krónur. Heildarkostnaður brot af árlegum sparnaði borgarinnar Þessar uppbætur og álag yrðu flatar krónutölur utan við grunn til útreiknings yfirvinnu- og vaktavinnukaups, og því ódýrar fyrir borgina. Raunar myndi heildarkostnaður við þær nema aðeins 600 milljónum á öllum samningstímanum, sem er langt undir þeirri upphæð sem Reykjavíkurborg sparar sér árlega með því að láta ófaglærða Eflingarfélaga sinna störfum faglærðra. Borgarstjóri á að sjá til þess að viðsemjendum borgarinnar séu veittar skýrar og greinargóðar upplýsingar um þau tilboð sem óskað er eftir að ræða af alvöru við samningaborðið. Umfram allt á þó borgarstjóri að standa við orð sín og tryggja að samræmi sé milli fullyrðinga hans og þess sem fer fram í samningaherberginu í hans umboði.Höfundur er framkvæmdastjóri Eflingar - stéttarfélags
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun