Tengsl milli ADHD lyfja og minnkandi glæpatíðni Anna Tara Andrésdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:00 Í fréttum í fyrradag var fjallað um aukningu á notkun lyfja við athyglisbresti og ofvirkni (ADHD) undanfarin ár. Margir eru áhyggjufullir um mögulegar aukaverkanir lyfja en við þær áhyggjur vil ég bæta við upplýsingum um aukaverkanir þess að lifa með ómeðhöndlaðan athyglisbrest. Áhættuþættir sem fylgja ómeðhöndluðu ADHD eru fíknivandamál, kvíði, þunglyndi, hegðunarvandamál, sjálfsmorð, átröskun, kynferðisofbeldi, beita og/eða verða fyrir líkamlegu ofbeldi, svefnvandamál, slysahætta, bílslys, vera gerandi og/eða þolandi eineltis, ótímabærar þunganir, sambandserfiðleikar og skilnaðir, minni menntun, vinnuerfiðleikar og svo mætti lengi telja. Ef þetta dugir ekki til þess að athyglisbrestur sé tekinn alvarlega þá er áhugavert að skoða fjölda fólks með ADHD í fangelsum. Rannsóknir hafa fundið mismunandi tíðnir en virðast þó ná einhverri samstöðu um að að minnsta kosti 25% fólks í fangelsum séu með ADHD miðað við 4-5% í almennu þýði. Til að bæta gráu ofan á svart hafa rannsóknir einnig fundið að ADHD minnkar lífslíkur um 9-13 ár, ég endurtek, 9-13 ár. Það virðast vera tveir gagnstæðir pólar í lyfjaumræðunni, þeir sem vilja auka lyfjagjöf og þeir sem vilja minnka hana. Ég vil stinga upp á þriðja valmöguleikanum, að auka aðgengi, nákvæmni og gæði greiningar og þar með veita þeim sem þurfa faglega hjálp en einnig koma í veg fyrir að ófagleg lyfjagjöf valdi skaða. Gögn um ADHD lyfjagjöf og tíðni glæpa voru tekin saman í Svíþjóð og fundu þau að karlmenn frömdu 32% færri glæpi og konur 41% færri glæpi meðan að á lyfjagjöf stóð. Þessi áhrif fundust hvort sem einstaklingarnir fengu ávanabindandi ADHD lyf eða ekki. Í dag eru Stratterar einu ADHD lyfin sem fást á Íslandi sem eru ekki ávanabindandi. Hins vegar er til annað ADHD lyf sem er ekki ávanabindandi. Það kallast Intuniv og fór á markað í öðrum löndum fyrir mörgum árum en fæst ekki enn hérlendis. Þá má velta fyrir sér hvers vegna stjórnvöld sem hafa áhyggjur af fíkniáhættu og auknum blóðþrýstingi stöðva notkun Intuniv hér á landi. Þar að auki er Intuniv eina ADHD lyfið sem lækkar í stað þess að hækka blóðþrýsting. Yfir 400 rannsóknir hafa sýnt fram á virkni og öryggi ADHD lyfja og því er lyfjagjöf eitt helsta meðferðar úrræði. Önnur meðferðarúrræði svo sem hugræn atferlismeðferð, markþjálfun, atferlismótun og fleira hafa ekki nálægt því sömu virkni og lyf. Hins vegar, ef önnur meðferðarúrræði eru notuð samhliða lyfjagjöf er virkni þeirra meiri og því er mælt með fjölþættri meðferð. Það er í raun ólógískt að tala um aukningu á lyfjagjöf á taugaröskun sem er tiltölulega nýlega uppgötvuð. Einu sinni var alkóhólismi óþekktur og þegar áfengismeðferð hófst hér á landi þá varð að sjálfsögðu aukning á fólki sem fór í áfengismeðferð. „Aukning“ í þessum skilningi er í raun jákvæð. Einnig verður það að teljast gleðiefni að aukning sé sérlega áberandi hjá konum. Það hefur lengi vel verið litið framhjá konum með ADHD þar sem áður fyrr greindust tíu strákar á móti hverri stelpu. Í dag greinast þrír strákar á móti hverri stelpu en á fullorðinsárum virðist kynjabilið vera nálægt því að lokast. Gott að heyra að það jafnrétti sé einnig að skila sér inní lyfjameðferðina. Tíðni ADHD er um það bil 6-9% hjá börnum og 4-5% hjá fullorðnum hins vegar eru einungis 1 af hverjum 25 eða 4% sem fá lyf á Íslandi í dag. Það bendir til þess að enn þann dag í dag erum við ekki að ná að bjóða öllum sem eru með ADHD upp á þau lífsgæði sem þau eiga skilið. Eina talan sem gæti talist vera hærri en rannsóknir hafa sýnt hingað til er að einn af hverjum sjö drengjum fái ADHD lyf. Það mætti líta nánar á það mál ekki með því að hindra lyfjagjöf þeirra sem þurfa á henni að halda, heldur til að gæta þess að börn séu að fá þá allra bestu þjónustu sem þau eiga skilið. Lyf eru hvorki jákvæð né neikvæð í eðli sínu. Áhrif lyfja velta mest á því hvernig þau eru meðhöndluð. Það þarf að finna rétt lyf, í réttum skammti, fyrir rétta einstaklinga. Því miður er ekki einungis vanþekking á ADHD meðal almennings, heldur einnig meðal lækna. Ég vil því þróa umræðuna úr því hvort lyfjagjöf sé neikvæð eða jákvæð yfir í hvernig við getum aukið þekkingu lækna, annarra fagaðila og almennings á ADHD. Ómeðhöndlað ADHD kostar samfélagið talsverðan pening og því er fjárhagslega hagkvæmt að veita þessum hópi sem besta þjónustu. ADHD er meðhöndlanlegasta taugaröskun sem til er og er því næstum óskiljanlegt nýta það ekki. Ég vil biðja fólk að hafa í huga að skoðunum fylgir ábyrgð. Fyrir suma er þetta spennandi dagur í kommentakerfinu en fyrir aðra er þetta spurning um líf eða dauða barnanna sinna. Höfundur er mastersnemi í rannsóknarfræðum í sálfræði. Heimildir sem stuðst var við má nálgast hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fréttum í fyrradag var fjallað um aukningu á notkun lyfja við athyglisbresti og ofvirkni (ADHD) undanfarin ár. Margir eru áhyggjufullir um mögulegar aukaverkanir lyfja en við þær áhyggjur vil ég bæta við upplýsingum um aukaverkanir þess að lifa með ómeðhöndlaðan athyglisbrest. Áhættuþættir sem fylgja ómeðhöndluðu ADHD eru fíknivandamál, kvíði, þunglyndi, hegðunarvandamál, sjálfsmorð, átröskun, kynferðisofbeldi, beita og/eða verða fyrir líkamlegu ofbeldi, svefnvandamál, slysahætta, bílslys, vera gerandi og/eða þolandi eineltis, ótímabærar þunganir, sambandserfiðleikar og skilnaðir, minni menntun, vinnuerfiðleikar og svo mætti lengi telja. Ef þetta dugir ekki til þess að athyglisbrestur sé tekinn alvarlega þá er áhugavert að skoða fjölda fólks með ADHD í fangelsum. Rannsóknir hafa fundið mismunandi tíðnir en virðast þó ná einhverri samstöðu um að að minnsta kosti 25% fólks í fangelsum séu með ADHD miðað við 4-5% í almennu þýði. Til að bæta gráu ofan á svart hafa rannsóknir einnig fundið að ADHD minnkar lífslíkur um 9-13 ár, ég endurtek, 9-13 ár. Það virðast vera tveir gagnstæðir pólar í lyfjaumræðunni, þeir sem vilja auka lyfjagjöf og þeir sem vilja minnka hana. Ég vil stinga upp á þriðja valmöguleikanum, að auka aðgengi, nákvæmni og gæði greiningar og þar með veita þeim sem þurfa faglega hjálp en einnig koma í veg fyrir að ófagleg lyfjagjöf valdi skaða. Gögn um ADHD lyfjagjöf og tíðni glæpa voru tekin saman í Svíþjóð og fundu þau að karlmenn frömdu 32% færri glæpi og konur 41% færri glæpi meðan að á lyfjagjöf stóð. Þessi áhrif fundust hvort sem einstaklingarnir fengu ávanabindandi ADHD lyf eða ekki. Í dag eru Stratterar einu ADHD lyfin sem fást á Íslandi sem eru ekki ávanabindandi. Hins vegar er til annað ADHD lyf sem er ekki ávanabindandi. Það kallast Intuniv og fór á markað í öðrum löndum fyrir mörgum árum en fæst ekki enn hérlendis. Þá má velta fyrir sér hvers vegna stjórnvöld sem hafa áhyggjur af fíkniáhættu og auknum blóðþrýstingi stöðva notkun Intuniv hér á landi. Þar að auki er Intuniv eina ADHD lyfið sem lækkar í stað þess að hækka blóðþrýsting. Yfir 400 rannsóknir hafa sýnt fram á virkni og öryggi ADHD lyfja og því er lyfjagjöf eitt helsta meðferðar úrræði. Önnur meðferðarúrræði svo sem hugræn atferlismeðferð, markþjálfun, atferlismótun og fleira hafa ekki nálægt því sömu virkni og lyf. Hins vegar, ef önnur meðferðarúrræði eru notuð samhliða lyfjagjöf er virkni þeirra meiri og því er mælt með fjölþættri meðferð. Það er í raun ólógískt að tala um aukningu á lyfjagjöf á taugaröskun sem er tiltölulega nýlega uppgötvuð. Einu sinni var alkóhólismi óþekktur og þegar áfengismeðferð hófst hér á landi þá varð að sjálfsögðu aukning á fólki sem fór í áfengismeðferð. „Aukning“ í þessum skilningi er í raun jákvæð. Einnig verður það að teljast gleðiefni að aukning sé sérlega áberandi hjá konum. Það hefur lengi vel verið litið framhjá konum með ADHD þar sem áður fyrr greindust tíu strákar á móti hverri stelpu. Í dag greinast þrír strákar á móti hverri stelpu en á fullorðinsárum virðist kynjabilið vera nálægt því að lokast. Gott að heyra að það jafnrétti sé einnig að skila sér inní lyfjameðferðina. Tíðni ADHD er um það bil 6-9% hjá börnum og 4-5% hjá fullorðnum hins vegar eru einungis 1 af hverjum 25 eða 4% sem fá lyf á Íslandi í dag. Það bendir til þess að enn þann dag í dag erum við ekki að ná að bjóða öllum sem eru með ADHD upp á þau lífsgæði sem þau eiga skilið. Eina talan sem gæti talist vera hærri en rannsóknir hafa sýnt hingað til er að einn af hverjum sjö drengjum fái ADHD lyf. Það mætti líta nánar á það mál ekki með því að hindra lyfjagjöf þeirra sem þurfa á henni að halda, heldur til að gæta þess að börn séu að fá þá allra bestu þjónustu sem þau eiga skilið. Lyf eru hvorki jákvæð né neikvæð í eðli sínu. Áhrif lyfja velta mest á því hvernig þau eru meðhöndluð. Það þarf að finna rétt lyf, í réttum skammti, fyrir rétta einstaklinga. Því miður er ekki einungis vanþekking á ADHD meðal almennings, heldur einnig meðal lækna. Ég vil því þróa umræðuna úr því hvort lyfjagjöf sé neikvæð eða jákvæð yfir í hvernig við getum aukið þekkingu lækna, annarra fagaðila og almennings á ADHD. Ómeðhöndlað ADHD kostar samfélagið talsverðan pening og því er fjárhagslega hagkvæmt að veita þessum hópi sem besta þjónustu. ADHD er meðhöndlanlegasta taugaröskun sem til er og er því næstum óskiljanlegt nýta það ekki. Ég vil biðja fólk að hafa í huga að skoðunum fylgir ábyrgð. Fyrir suma er þetta spennandi dagur í kommentakerfinu en fyrir aðra er þetta spurning um líf eða dauða barnanna sinna. Höfundur er mastersnemi í rannsóknarfræðum í sálfræði. Heimildir sem stuðst var við má nálgast hér.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun