Upplýst umræða um Elliðaárdal Einar G. Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2020 08:00 Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. Eðlilega hefur hún aðallega snúist um deiliskipulagið á svæðinu og hvort byggja skuli svæðið upp með þeim hætti sem að er stefnt, en þó ekki að öllu leyti. Því miður hafa sumir gagnrýnendur uppbyggingarinnar reynt að gera aðstandendur ALDIN-Biodome borgargarðsins tortryggilega. Einhverjir hafa dylgjað um að á bak við verkefnið séu „nafnlausir milljarðamæringar“ og aðrir telja að rekstrarforsendur borgargarðsins séu hæpnar og áætlanir óljósar. Hvorugt er rétt. Eigum við ekki að byggja umræðuna á staðreyndum frekar en dylgjum? Ég hef ekkert meira vit en hver annar á skipulagsmálum í borginni, en ég þekki vel til stofnunar og reksturs sprotafyrirtækja almennt og til þessa tiltekna fyrirtækis sérstaklega. Eignarhaldið liggur fyrir Fyrst ber að geta þess að það er fullkomlega ljóst hverjir eigendur verkefnisins eru. Eignarhaldið kemur mjög skýrt fram á vefsvæði ALDIN-Biodome. Stofnandinn, Hjördís Sigurðardóttir, á 84% hlut, félag í eigu Ágústs Freys Ingasonar á 7% hlut og Startup Reykjavík Invest á 6% hlut, en ALDIN tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík árið 2015. Síðastnefndi hluthafinn er dótturfélag Arion banka. Hér er enga huldumenn að finna. Vitanlega á hluthafalistinn líklega eftir að taka breytingum eftir því sem fjármögnun miðar fram, en þeir sem tala um „milljarðamæringa“, „huldumenn“ eða „auðjöfra“ eru viljandi að þyrla upp ryki og spilla eðlilegri umræðu. Hvað varðar raunhæfi viðskipta- og rekstraráætlana ALDIN-Biodome hef ég eftirfarandi að segja: Allur fyrirtækjarekstur er óvissu háður. Það liggur í eðli hans og því verður ekki breytt. Hins vegar er hægt að standa svo að undirbúningi og forvinnu að hámarka megi líkur á að vel takist til. Bygging ALDIN-Biodome hefur verið í undirbúningi svo árum skiptir og hefur stofnandinn, Hjördís Sigurðardóttir, lagt allt sitt í þá vinnu. Viðskiptaáætlunin gerir ráð fyrir því að tekjur verði til með ýmsum hætti, t.d. með innheimtu áskriftargjalda frá meðlimum, aðgangseyri gesta, vörusölu og leigutekjum. Reksturinn byggir því ekki á einni stoð, heldur nokkrum sem einkum tengjast því að bjóða upp á sérstaka upplifun. Hér er mikilvægt að hafa í huga að fordæmi eru fyrir rekstri skildum þessum á Íslandi og má nefna sem dæmi gróðrarstöðina Friðheima sem hefur náð góðum árangri í að selja upplifun af ræktun og gróðurvin undir glerþaki. Það er líka fráleitt að bera ALDIN-Biodome saman við verkefni eins og Perluna og Hörpu, sem voru opinberar framkvæmdir í eigu opinberra aðila. Þar réðu allt önnur sjónarmið og forsendur en ráða við fjárfestingarákvarðanir einkaaðila. Íbúakosning um viðskiptaáætlun? Enginn getur vitað það fyrir víst hvernig reksturinn mun ganga þegar á reynir, en rekstraráætlanirnar og hugmyndin urðu til þess að Startup Reykjavík Invest ákvað að leggja fé í verkefnið. Við höfðum trú á fyrirtækinu og ég hef það enn. En hér verðum við að staldra aðeins við og spyrja hvort gagnrýnendur hafi hugsað málið til enda. Á það að verða að nýrri verklagsreglu í skipulagsmálum að öll fyrirtæki sem fá vilyrði fyrir lóðum hjá borginni þurfi að leggja rekstrar- og viðskiptaáætlanir sínar í dóm borgarbúa? Það er lykilatriði í mannlegu samfélagi að almennar reglur gildi og að þær gildi jafnt fyrir alla. Það á ekkert síður við þegar verið er að koma fyrirtæki á laggirnar. Deiliskipulag svæðisins sem ALDIN-Biodome ætlar að reisa sinn borgargarð í samræmi við hefur fengið sömu meðferð og afgreiðslu og almennt gerist og gengur. Málið hefur verið kynnt og tekið hefur verið tillit til athugasemda íbúa eins og alltaf er gert. Það er hættulegt að taka geðþóttaákvarðanir um að víkja almennum reglum og ferli til hliðar í einstökum málum, ekki síst þegar um er að ræða friðþægingu fyrir hóp sem hugsanlega er í minnihluta í borginni. Umræða um mál eins og þetta er vissulega alltaf til góðs. Greinilegt er hins vegar að í huga sumra helgar tilgangurinn öll meðul - það er afar leiðinlegt að sjá. Reykvíkingar eiga betra skilið. Höfundur er sérfræðingur í nýsköpun og fyrrverandi framkvæmdastjóri Startup Reykjavík Invest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. Eðlilega hefur hún aðallega snúist um deiliskipulagið á svæðinu og hvort byggja skuli svæðið upp með þeim hætti sem að er stefnt, en þó ekki að öllu leyti. Því miður hafa sumir gagnrýnendur uppbyggingarinnar reynt að gera aðstandendur ALDIN-Biodome borgargarðsins tortryggilega. Einhverjir hafa dylgjað um að á bak við verkefnið séu „nafnlausir milljarðamæringar“ og aðrir telja að rekstrarforsendur borgargarðsins séu hæpnar og áætlanir óljósar. Hvorugt er rétt. Eigum við ekki að byggja umræðuna á staðreyndum frekar en dylgjum? Ég hef ekkert meira vit en hver annar á skipulagsmálum í borginni, en ég þekki vel til stofnunar og reksturs sprotafyrirtækja almennt og til þessa tiltekna fyrirtækis sérstaklega. Eignarhaldið liggur fyrir Fyrst ber að geta þess að það er fullkomlega ljóst hverjir eigendur verkefnisins eru. Eignarhaldið kemur mjög skýrt fram á vefsvæði ALDIN-Biodome. Stofnandinn, Hjördís Sigurðardóttir, á 84% hlut, félag í eigu Ágústs Freys Ingasonar á 7% hlut og Startup Reykjavík Invest á 6% hlut, en ALDIN tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík árið 2015. Síðastnefndi hluthafinn er dótturfélag Arion banka. Hér er enga huldumenn að finna. Vitanlega á hluthafalistinn líklega eftir að taka breytingum eftir því sem fjármögnun miðar fram, en þeir sem tala um „milljarðamæringa“, „huldumenn“ eða „auðjöfra“ eru viljandi að þyrla upp ryki og spilla eðlilegri umræðu. Hvað varðar raunhæfi viðskipta- og rekstraráætlana ALDIN-Biodome hef ég eftirfarandi að segja: Allur fyrirtækjarekstur er óvissu háður. Það liggur í eðli hans og því verður ekki breytt. Hins vegar er hægt að standa svo að undirbúningi og forvinnu að hámarka megi líkur á að vel takist til. Bygging ALDIN-Biodome hefur verið í undirbúningi svo árum skiptir og hefur stofnandinn, Hjördís Sigurðardóttir, lagt allt sitt í þá vinnu. Viðskiptaáætlunin gerir ráð fyrir því að tekjur verði til með ýmsum hætti, t.d. með innheimtu áskriftargjalda frá meðlimum, aðgangseyri gesta, vörusölu og leigutekjum. Reksturinn byggir því ekki á einni stoð, heldur nokkrum sem einkum tengjast því að bjóða upp á sérstaka upplifun. Hér er mikilvægt að hafa í huga að fordæmi eru fyrir rekstri skildum þessum á Íslandi og má nefna sem dæmi gróðrarstöðina Friðheima sem hefur náð góðum árangri í að selja upplifun af ræktun og gróðurvin undir glerþaki. Það er líka fráleitt að bera ALDIN-Biodome saman við verkefni eins og Perluna og Hörpu, sem voru opinberar framkvæmdir í eigu opinberra aðila. Þar réðu allt önnur sjónarmið og forsendur en ráða við fjárfestingarákvarðanir einkaaðila. Íbúakosning um viðskiptaáætlun? Enginn getur vitað það fyrir víst hvernig reksturinn mun ganga þegar á reynir, en rekstraráætlanirnar og hugmyndin urðu til þess að Startup Reykjavík Invest ákvað að leggja fé í verkefnið. Við höfðum trú á fyrirtækinu og ég hef það enn. En hér verðum við að staldra aðeins við og spyrja hvort gagnrýnendur hafi hugsað málið til enda. Á það að verða að nýrri verklagsreglu í skipulagsmálum að öll fyrirtæki sem fá vilyrði fyrir lóðum hjá borginni þurfi að leggja rekstrar- og viðskiptaáætlanir sínar í dóm borgarbúa? Það er lykilatriði í mannlegu samfélagi að almennar reglur gildi og að þær gildi jafnt fyrir alla. Það á ekkert síður við þegar verið er að koma fyrirtæki á laggirnar. Deiliskipulag svæðisins sem ALDIN-Biodome ætlar að reisa sinn borgargarð í samræmi við hefur fengið sömu meðferð og afgreiðslu og almennt gerist og gengur. Málið hefur verið kynnt og tekið hefur verið tillit til athugasemda íbúa eins og alltaf er gert. Það er hættulegt að taka geðþóttaákvarðanir um að víkja almennum reglum og ferli til hliðar í einstökum málum, ekki síst þegar um er að ræða friðþægingu fyrir hóp sem hugsanlega er í minnihluta í borginni. Umræða um mál eins og þetta er vissulega alltaf til góðs. Greinilegt er hins vegar að í huga sumra helgar tilgangurinn öll meðul - það er afar leiðinlegt að sjá. Reykvíkingar eiga betra skilið. Höfundur er sérfræðingur í nýsköpun og fyrrverandi framkvæmdastjóri Startup Reykjavík Invest.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun