Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 12:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. Farþegar sem koma til Íslands frá og með deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna Covid-19 með fjögurra til sex daga sóttkví á milli, þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og fara í fjórtán daga sóttkví. Ekki hefur verið ákveðið hve lengi þessar skimanir og skylda um sóttkví munu gilda á landamærunum en ríkisstjórnin hefur gefið út að staðan verði endurmetin vikulega. Ríkisstjórnin sem ræður þessu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sér fyrir sér skimanir á landamærum í einhverja mánuði. „Við erum ekki að horfa upp á það að skimun á landamærum sé eitthvað sem verður bara í mjög stuttan tíma og svo hættum við því. Mér finnst það mjög ólíklegt, að minnsta kosti út frá mínum sjónarhóli. En það er ríkisstjórnin sem ræður þessu.“ Skimanir sé eitthvað sem er komið til að vera þótt það sé möguleiki á vægari kröfum um sóttkví eða öðru skipulagi ef vel gengur. „Það er alls ekki útilokað. Við verðum að horfa á hvaða þróun er á faraldrinum erlendis. Tölurnar eru að hækka í öllum löndum þannig að ég held að við þurfum að horfa vel á það hvað er að gerast annars staðar,“ segir Þórólfur. Mismunandi aðgerðir í gangi Dönsk yfirvöld hafa varað við ferðum hingað til lands vegna aðgerðanna en Danir hafa verið fjölmennir í hópi ferðamanna á Íslandi í sumar. Icelandair var með tíu áætlaðar komur flugvéla til Keflavíkur í dag en fjórum þeirra hefur verið aflýst, frá London, Brussel, Kaupmannahöfn og París. En ætli Ísland sé það land sem er með ströngustu kröfurnar fyrir inngöngu í landið? „Það eru bara mismunandi aðgerðir í gangi í mismunandi löndum. Það eru engar tvær þjóðir með þetta nákvæmlega eins. Ég bendi til að mynda á að Norðmenn eru með kröfuna um sóttkví fyrir nánast alla á sínum landamærum. Við byggjum okkar aðgerðir á þeirri reynslu sem við höfum fengið með skimuninni, við getum kortlagt þetta nokkuð vel og getum séð hver áhættan er. Það er það sem við erum að gera. Aðrar þjóðir hafa ekki gert þetta svona og hafa ekki kannað þetta með kerfisbundnum hætti á sínum landamærum eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. Farþegar sem koma til Íslands frá og með deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna Covid-19 með fjögurra til sex daga sóttkví á milli, þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og fara í fjórtán daga sóttkví. Ekki hefur verið ákveðið hve lengi þessar skimanir og skylda um sóttkví munu gilda á landamærunum en ríkisstjórnin hefur gefið út að staðan verði endurmetin vikulega. Ríkisstjórnin sem ræður þessu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sér fyrir sér skimanir á landamærum í einhverja mánuði. „Við erum ekki að horfa upp á það að skimun á landamærum sé eitthvað sem verður bara í mjög stuttan tíma og svo hættum við því. Mér finnst það mjög ólíklegt, að minnsta kosti út frá mínum sjónarhóli. En það er ríkisstjórnin sem ræður þessu.“ Skimanir sé eitthvað sem er komið til að vera þótt það sé möguleiki á vægari kröfum um sóttkví eða öðru skipulagi ef vel gengur. „Það er alls ekki útilokað. Við verðum að horfa á hvaða þróun er á faraldrinum erlendis. Tölurnar eru að hækka í öllum löndum þannig að ég held að við þurfum að horfa vel á það hvað er að gerast annars staðar,“ segir Þórólfur. Mismunandi aðgerðir í gangi Dönsk yfirvöld hafa varað við ferðum hingað til lands vegna aðgerðanna en Danir hafa verið fjölmennir í hópi ferðamanna á Íslandi í sumar. Icelandair var með tíu áætlaðar komur flugvéla til Keflavíkur í dag en fjórum þeirra hefur verið aflýst, frá London, Brussel, Kaupmannahöfn og París. En ætli Ísland sé það land sem er með ströngustu kröfurnar fyrir inngöngu í landið? „Það eru bara mismunandi aðgerðir í gangi í mismunandi löndum. Það eru engar tvær þjóðir með þetta nákvæmlega eins. Ég bendi til að mynda á að Norðmenn eru með kröfuna um sóttkví fyrir nánast alla á sínum landamærum. Við byggjum okkar aðgerðir á þeirri reynslu sem við höfum fengið með skimuninni, við getum kortlagt þetta nokkuð vel og getum séð hver áhættan er. Það er það sem við erum að gera. Aðrar þjóðir hafa ekki gert þetta svona og hafa ekki kannað þetta með kerfisbundnum hætti á sínum landamærum eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24