Burt með fátæktina Sveinn Kristinsson skrifar 4. mars 2020 13:30 Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi árið 2018 var samþykkt að stofna sjóð þar sem einstaklingar og fjölskyldur sem byggju við sárafátækt gætu sótt um styrki. Ákveðið var að verkefnið tæki til tveggja ára. Markmiðið sjóðsins var að létta tímabundið undir með þeim sem byggju við sárafáækt og afla upplýsinga um raunverulegt ástand þessa hóps. Nauðsynlegt var að fá betri innsýn í stöðu fátækra til geta orðið málsvari þeirra í samfélaginu. Eftir góðan undirbúning var fyrsta úthlutun í mars 2019, en síðan þá hafa rúmlega 700 umsóknir verið samþykktar. Aðstæður umsækjenda eru fjölbreytilegar. Um helmingur styrkja hafa verið veittir til einstaklinga og sambúðarfólks með börn. Tekjuviðmið sjóðsins eru 200.000 krónur fyrir skatt hjá einstaklingi og 300.000 krónur hjá hjónum eða sambúðarfólki. Þar er miðað við skattskyldar tekjur, en inni í þeirri tölu eru ekki bætur eða styrkir á borð við barna- og eða húsaleigubætur. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fengið hafa úthlutað úr Sárafátæktarsjóði Rauða krossins er fólk sem fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Hluti hópsins eru einstaklingar sem af ýmsum ástæðum detta á milli kerfa og eru tímabundið alveg tekjulausir. Dæmi um slíkar aðstæður eru einstaklingar sem bíða eftir rétti til atvinnuleysisbóta og hafa fullnýtt rétt sinn til endurhæfingarlífeyris. Annað dæmi eru umsóknir frá einstaklingum sem komið hafa hingað til lands og unnið sem verktakar, slasast við störf sín og ekki átt nein réttindi hér á landi. Þá má líka nefna þá sem nýkomnir eru með stöðu flóttafólks hér og eru enn að fóta sig í nýju samfélagi. Fólk í slíkum aðstæðum stendur oft frammi fyrir miklum kostnaði og þarf eins og aðrir að útvega sér húsnæði og koma undir sig fótunum. Þessi hópur er oft mjög berskjaldaður og í viðkvæmari stöðu, enda með lítið tengslanet að baki. Endar ná ekki saman Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er mismunandi, en hæstu fjárhagsaðstoðina veitir Reykjavíkurborg. Fjárhagsaðstoð borgarinnar getur numið allt að 207.709 kr. á mánuði fyrir einstakling og allt að 332.333 krónum fyrir hjón eða sambúðarfólk. Þeir sem þiggja framfærslu frá sveitarfélögum eiga ekki allir rétt á fullri fjárhagsaðstoð. Það segir sig sjálft að þegar einstaklingur eða fjölskylda leigir húsnæði á almennum leigumarkaði og þarf að sjá sér farborða út mánuðinn þá ná endar ekki saman. Ofan á grunnþarfir bætist ýmis konar kostnaður við, s.s. leikskólagjöld, fatnaður o fl. Margt það sem flestir líta ekki á sem stóra og íþyngjandi kostnaðarliði getur sett strik í reikninginn hjá einstaklingum sem búa við sárafátækt. Umsækjendur sem hafa leitað til sjóðsins verða sumir að neita sér um það sem fæst okkar telja til munaðar, eins og dömubindi, læknisrannsóknir, lyf og strætóferðir. Á þeim tíma sem Rauði krossinn hefur starfrækt Sárafátæktarsjóð hefur komið i ljós að stór hópur fólks býr við afar bág kjör. Hvort sem um er að ræða tímabundna eða langvarandi fátækt er mikilvægt að úrræði séu til staðar til þess að koma í veg fyrir að fólk lendi í viðjum fátæktar. Neyðarstyrkur á borð við þann sem Rauði krossinn hefur veitt er ekki úrræði sem dugar til langframa, en með stofnun sjóðsins vildi Rauði krossinn leggja sitt af mörkum og vekja athygli á að í landinu er til fólk sem býr við sára fátækt. Til þess að raunverulega sé hægt að breyta stöðu fólks til hins betra þarf margt að koma til. Allt þjóðfélagið, ríki og sveitafélög þurfa að taka höndum saman svo enginn þurfi að búa við sárafátækt í okkar ríka landi. Þessi hópur er sannarlega til, aðgerða er þörf nú þegar. Höfundur er formaður Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi árið 2018 var samþykkt að stofna sjóð þar sem einstaklingar og fjölskyldur sem byggju við sárafátækt gætu sótt um styrki. Ákveðið var að verkefnið tæki til tveggja ára. Markmiðið sjóðsins var að létta tímabundið undir með þeim sem byggju við sárafáækt og afla upplýsinga um raunverulegt ástand þessa hóps. Nauðsynlegt var að fá betri innsýn í stöðu fátækra til geta orðið málsvari þeirra í samfélaginu. Eftir góðan undirbúning var fyrsta úthlutun í mars 2019, en síðan þá hafa rúmlega 700 umsóknir verið samþykktar. Aðstæður umsækjenda eru fjölbreytilegar. Um helmingur styrkja hafa verið veittir til einstaklinga og sambúðarfólks með börn. Tekjuviðmið sjóðsins eru 200.000 krónur fyrir skatt hjá einstaklingi og 300.000 krónur hjá hjónum eða sambúðarfólki. Þar er miðað við skattskyldar tekjur, en inni í þeirri tölu eru ekki bætur eða styrkir á borð við barna- og eða húsaleigubætur. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fengið hafa úthlutað úr Sárafátæktarsjóði Rauða krossins er fólk sem fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Hluti hópsins eru einstaklingar sem af ýmsum ástæðum detta á milli kerfa og eru tímabundið alveg tekjulausir. Dæmi um slíkar aðstæður eru einstaklingar sem bíða eftir rétti til atvinnuleysisbóta og hafa fullnýtt rétt sinn til endurhæfingarlífeyris. Annað dæmi eru umsóknir frá einstaklingum sem komið hafa hingað til lands og unnið sem verktakar, slasast við störf sín og ekki átt nein réttindi hér á landi. Þá má líka nefna þá sem nýkomnir eru með stöðu flóttafólks hér og eru enn að fóta sig í nýju samfélagi. Fólk í slíkum aðstæðum stendur oft frammi fyrir miklum kostnaði og þarf eins og aðrir að útvega sér húsnæði og koma undir sig fótunum. Þessi hópur er oft mjög berskjaldaður og í viðkvæmari stöðu, enda með lítið tengslanet að baki. Endar ná ekki saman Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er mismunandi, en hæstu fjárhagsaðstoðina veitir Reykjavíkurborg. Fjárhagsaðstoð borgarinnar getur numið allt að 207.709 kr. á mánuði fyrir einstakling og allt að 332.333 krónum fyrir hjón eða sambúðarfólk. Þeir sem þiggja framfærslu frá sveitarfélögum eiga ekki allir rétt á fullri fjárhagsaðstoð. Það segir sig sjálft að þegar einstaklingur eða fjölskylda leigir húsnæði á almennum leigumarkaði og þarf að sjá sér farborða út mánuðinn þá ná endar ekki saman. Ofan á grunnþarfir bætist ýmis konar kostnaður við, s.s. leikskólagjöld, fatnaður o fl. Margt það sem flestir líta ekki á sem stóra og íþyngjandi kostnaðarliði getur sett strik í reikninginn hjá einstaklingum sem búa við sárafátækt. Umsækjendur sem hafa leitað til sjóðsins verða sumir að neita sér um það sem fæst okkar telja til munaðar, eins og dömubindi, læknisrannsóknir, lyf og strætóferðir. Á þeim tíma sem Rauði krossinn hefur starfrækt Sárafátæktarsjóð hefur komið i ljós að stór hópur fólks býr við afar bág kjör. Hvort sem um er að ræða tímabundna eða langvarandi fátækt er mikilvægt að úrræði séu til staðar til þess að koma í veg fyrir að fólk lendi í viðjum fátæktar. Neyðarstyrkur á borð við þann sem Rauði krossinn hefur veitt er ekki úrræði sem dugar til langframa, en með stofnun sjóðsins vildi Rauði krossinn leggja sitt af mörkum og vekja athygli á að í landinu er til fólk sem býr við sára fátækt. Til þess að raunverulega sé hægt að breyta stöðu fólks til hins betra þarf margt að koma til. Allt þjóðfélagið, ríki og sveitafélög þurfa að taka höndum saman svo enginn þurfi að búa við sárafátækt í okkar ríka landi. Þessi hópur er sannarlega til, aðgerða er þörf nú þegar. Höfundur er formaður Rauða krossins á Íslandi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun