Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Eiður Þór Árnason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 1. mars 2020 20:55 Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. Vísir/Egill Þriðja tilfelli kórónuveirunnar hefur nú verið greint á Íslandi. Um er að ræða konu á fimmtugsaldri sem var að koma úr skíðaferð á Ítalíu. Hún kom til landsins í gær og flaug í gegnum Munchen í Þýskalandi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þetta er annað smitið sem greinst hefur í dag. Fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöð almannavarna að þriðja tilfellið hafi verið staðfest fyrr í kvöld á veiru- og sýklafræðideild Landspítala. „Þau tilfelli sem greind hafa verið í dag tengjast bæði flugferðum á vegum Icelandair til landsins í gær; annars vegar flugi sem kom frá Veróna og hins vegar flugi sem kom frá Munchen. Báðir einstaklingarnir höfðu verið á skíðum á Ítalíu. Líðan þeirra sem greindust með veiruna í dag er góð, en þau sýna dæmigerð einkenni sjúkdómsins (hósti, hiti og beinverkir).“ Ekki öllum farþegum vélarinnar gert að fara í sóttkví Þeir sem dvöldu á Ítalíu og komu með sömu vél frá Munchen verður nú einnig ráðlagt að fara í sóttkví. Allir þrír einstaklingarnir sem greindir hafa verið með veiruna eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem greindist fyrr í dag kom heim til Íslands frá Ítalíu með vél Icelandair frá Veróna í gær. Sá er lítið veikur og er nú í heimasóttkví. Allir farþegar vélarinnar voru Íslendingar. Þeim hefur nú öllum verið gert að fara í sóttkví ásamt flugþjónum vélarinnar. Um 300 manns eru nú í sóttkví á landinu. Munu hafa samband við farþega „Haft verður samband við hópinn í gegnum tölvupóst og með símtali frá heilbrigðisstarfsmanni. Um er að ræða 180 einstaklinga, en til að sinna þessu verki var hópur hjúkrunarfræðinga fenginn til liðsinnis við smitrannsóknarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningunni. „Sóttvarnalæknir minnir á að einstaklingar, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði, sjá leiðbeiningar til einstaklinga í sóttkví. Ef þeir fá einkenni frá öndunarfærum innan 14 daga, sérstaklega með hita, skulu þeir hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslu símleiðis en ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur.“ Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira
Þriðja tilfelli kórónuveirunnar hefur nú verið greint á Íslandi. Um er að ræða konu á fimmtugsaldri sem var að koma úr skíðaferð á Ítalíu. Hún kom til landsins í gær og flaug í gegnum Munchen í Þýskalandi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þetta er annað smitið sem greinst hefur í dag. Fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöð almannavarna að þriðja tilfellið hafi verið staðfest fyrr í kvöld á veiru- og sýklafræðideild Landspítala. „Þau tilfelli sem greind hafa verið í dag tengjast bæði flugferðum á vegum Icelandair til landsins í gær; annars vegar flugi sem kom frá Veróna og hins vegar flugi sem kom frá Munchen. Báðir einstaklingarnir höfðu verið á skíðum á Ítalíu. Líðan þeirra sem greindust með veiruna í dag er góð, en þau sýna dæmigerð einkenni sjúkdómsins (hósti, hiti og beinverkir).“ Ekki öllum farþegum vélarinnar gert að fara í sóttkví Þeir sem dvöldu á Ítalíu og komu með sömu vél frá Munchen verður nú einnig ráðlagt að fara í sóttkví. Allir þrír einstaklingarnir sem greindir hafa verið með veiruna eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem greindist fyrr í dag kom heim til Íslands frá Ítalíu með vél Icelandair frá Veróna í gær. Sá er lítið veikur og er nú í heimasóttkví. Allir farþegar vélarinnar voru Íslendingar. Þeim hefur nú öllum verið gert að fara í sóttkví ásamt flugþjónum vélarinnar. Um 300 manns eru nú í sóttkví á landinu. Munu hafa samband við farþega „Haft verður samband við hópinn í gegnum tölvupóst og með símtali frá heilbrigðisstarfsmanni. Um er að ræða 180 einstaklinga, en til að sinna þessu verki var hópur hjúkrunarfræðinga fenginn til liðsinnis við smitrannsóknarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningunni. „Sóttvarnalæknir minnir á að einstaklingar, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði, sjá leiðbeiningar til einstaklinga í sóttkví. Ef þeir fá einkenni frá öndunarfærum innan 14 daga, sérstaklega með hita, skulu þeir hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslu símleiðis en ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur.“
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira
Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52
Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01