Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2020 08:45 TU-160 sprengjuþota, sem flaug framhjá Íslandi, tekur á loft frá herflugvelli í sunnanverðu Rússlandi í síðustu viku. Til vinstri sést TU-142 bíða eftir að aka í flugtaksstöðu. Mynd/Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla, ásamt fylgivélum, framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. Norskar F-16 orustuþotur flugu til móts við þær frá Noregi og breskar Eurofighter Typhoon orustuþotur frá Bretlandi. TU-160, eða hvíti svanurinn, eins og Rússar nefna þær, eru öflugustu kjarnorkuárásarþotur rússneska flughersins. Þær eru jafnframt hraðfleygustu sprengjuþotur heims, og þær stærstu sem ná hljóðhraða. Þær geta flogið á tvöföldum hljóðhraða, eða 2.200 kílómetra hraða á klukkustund, og borið allt að 40 tonna sprengjufarm, þar á meðal stýriflaugar búnar kjarnaoddum.Flugsveit NATO-herja í oddaflugi yfir Íslandi í byrjun vikunnar. Bandarísk B-2 sprengjuþota fremst en norskar F-35 og bandarískar F-15 orustuþotur fylgja.Mynd/US Air Force.Fjórir dagar liðu frá þessari ögrun Rússa þar til NATO og Bandaríkjaher birtust með sínar skæðustu sprengjuþotur, B-2, yfir Íslandi. Tvær slíkar flugu í oddaflugi í fylgd hersingar norskra og bandarískra orustuþotna með þeim skilaboðum bandaríska hershöfðingjans Jeff Harrigian „..til allra andstæðinga okkar, að hver sem áskorunin er, þá erum við tilbúin“. Sjá nánar hér: B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Flug TU-160 sprengjuþotnanna varði í alls fimmtán klukkustundir og fengu þær eldsneytisáfyllingu á leiðinni út af ströndum Norður-Noregs frá Ilyushin Il-78-eldsneytisvél, að því er fram kemur í frétt rússnesku TASS-fréttastofunnar. Þær lögðu upp frá sunnanverðu Rússlandi, flugu síðan norður yfir Kólaskaga, yfir Barentshaf, síðan suður yfir Noregshaf, í gegnum GIUK-hliðið milli Íslands og Bretlands, suður fyrir Írland og alla leið inn á Biskajaflóa áður en þær sneru aftur heim á leið.Flugleið rússnesku TU-160 sprengjuþotnanna í síðustu viku, eins og hún er sýnd á rússneskri vefsíðu.„Samkvæmt varnarmálaráðuneytinu sinna rússneskar langdrægar flugvélar reglulega flugi yfir hlutlausu hafsvæði norðurslóða, Norður-Atlantshafinu, Svartahafi og Eystrasaltshafi og Kyrrahafinu. Allt flug er í ströngu samræmi við alþjóðlegar reglur, án þess að brotið sé gegn lofthelgi annarra ríkja,“ segir í frétt TASS-fréttastofunnar. Þetta var í fimmta sinn á skömmum tíma sem orustuþotur NATO flugu til móts við rússneskar hervélar. Það gerðist einnig 7. mars og 11. mars, og tvívegis í lok febrúar, en þá voru gamlir góðkunningjar kalda stríðsins á ferðinni, rússnesku birnirnir TU-142, endurbætt útgáfa TU-95. Ein þeirra fór einnig alla leið suður á Biskajaflóa þar sem franski flugherinn mætti henni.Bresk Typhoon-orustuþota við hlið rússneskrar TU-142 hervélar undan ströndum Bretlands fyrr í mánuðinum.Mynd/Royal Air Force.Yfirmaður breska flughersins, flugmarskálkurinn Mike Wigston, hefur aðra sýn á þetta flug en Rússarnir. Í yfirlýsingu segir hann að rússnesku vélarnar fylgi ekki alþjóðlegum flugumferðarreglum, þær skapi hættu fyrir farþegaflug „og þær eru ekki velkomnar í okkar loftrými“. Vefsíðan Barents Observer rekur þetta aukna flug Rússa undanfarnar vikur meðal annars til æfingar tveggja bandarískra kjarnorkukafbáta undir ísnum á Norðurheimskautinu. Bandaríski herinn setti samtímis upp bráðabirgðaherbúðir á ísnum, auk þess sem kafbátarnir hafa æft sig í að brjóta sér leið upp í gegnum ísinn. Flug Rússanna megi einnig tengja NATO-æfingu sem áformuð var í Norður-Noregi, en blásin af í síðustu viku vegna kórónu-veirunnar.Rússnesk TU-160 sprengjuþota að tengjast eldsneytisáfyllingarvél.Mynd/Varnarmálaráðuneyti RússlandsÞá hafi það gerst í október í haust að átta rússneskir kjarnorkukafbátar sigldu skyndilega frá bækistöðvum sínum á Kólaskaga. Nokkrir þeirra hafi farið í gegnum GIUK-hliðið, milli Grænlands, Íslands og Bretlands, og haldið sig í Norður-Atlantshafinu vikum saman áður en þeir sigldu aftur heim fyrir jól. Hér má sjá myndband Varnarmálaráðuneytis Rússlands frá flugi TU-160 í síðustu viku: Bretland Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur NATO Norðurslóðir Noregur Tengdar fréttir Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla, ásamt fylgivélum, framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. Norskar F-16 orustuþotur flugu til móts við þær frá Noregi og breskar Eurofighter Typhoon orustuþotur frá Bretlandi. TU-160, eða hvíti svanurinn, eins og Rússar nefna þær, eru öflugustu kjarnorkuárásarþotur rússneska flughersins. Þær eru jafnframt hraðfleygustu sprengjuþotur heims, og þær stærstu sem ná hljóðhraða. Þær geta flogið á tvöföldum hljóðhraða, eða 2.200 kílómetra hraða á klukkustund, og borið allt að 40 tonna sprengjufarm, þar á meðal stýriflaugar búnar kjarnaoddum.Flugsveit NATO-herja í oddaflugi yfir Íslandi í byrjun vikunnar. Bandarísk B-2 sprengjuþota fremst en norskar F-35 og bandarískar F-15 orustuþotur fylgja.Mynd/US Air Force.Fjórir dagar liðu frá þessari ögrun Rússa þar til NATO og Bandaríkjaher birtust með sínar skæðustu sprengjuþotur, B-2, yfir Íslandi. Tvær slíkar flugu í oddaflugi í fylgd hersingar norskra og bandarískra orustuþotna með þeim skilaboðum bandaríska hershöfðingjans Jeff Harrigian „..til allra andstæðinga okkar, að hver sem áskorunin er, þá erum við tilbúin“. Sjá nánar hér: B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Flug TU-160 sprengjuþotnanna varði í alls fimmtán klukkustundir og fengu þær eldsneytisáfyllingu á leiðinni út af ströndum Norður-Noregs frá Ilyushin Il-78-eldsneytisvél, að því er fram kemur í frétt rússnesku TASS-fréttastofunnar. Þær lögðu upp frá sunnanverðu Rússlandi, flugu síðan norður yfir Kólaskaga, yfir Barentshaf, síðan suður yfir Noregshaf, í gegnum GIUK-hliðið milli Íslands og Bretlands, suður fyrir Írland og alla leið inn á Biskajaflóa áður en þær sneru aftur heim á leið.Flugleið rússnesku TU-160 sprengjuþotnanna í síðustu viku, eins og hún er sýnd á rússneskri vefsíðu.„Samkvæmt varnarmálaráðuneytinu sinna rússneskar langdrægar flugvélar reglulega flugi yfir hlutlausu hafsvæði norðurslóða, Norður-Atlantshafinu, Svartahafi og Eystrasaltshafi og Kyrrahafinu. Allt flug er í ströngu samræmi við alþjóðlegar reglur, án þess að brotið sé gegn lofthelgi annarra ríkja,“ segir í frétt TASS-fréttastofunnar. Þetta var í fimmta sinn á skömmum tíma sem orustuþotur NATO flugu til móts við rússneskar hervélar. Það gerðist einnig 7. mars og 11. mars, og tvívegis í lok febrúar, en þá voru gamlir góðkunningjar kalda stríðsins á ferðinni, rússnesku birnirnir TU-142, endurbætt útgáfa TU-95. Ein þeirra fór einnig alla leið suður á Biskajaflóa þar sem franski flugherinn mætti henni.Bresk Typhoon-orustuþota við hlið rússneskrar TU-142 hervélar undan ströndum Bretlands fyrr í mánuðinum.Mynd/Royal Air Force.Yfirmaður breska flughersins, flugmarskálkurinn Mike Wigston, hefur aðra sýn á þetta flug en Rússarnir. Í yfirlýsingu segir hann að rússnesku vélarnar fylgi ekki alþjóðlegum flugumferðarreglum, þær skapi hættu fyrir farþegaflug „og þær eru ekki velkomnar í okkar loftrými“. Vefsíðan Barents Observer rekur þetta aukna flug Rússa undanfarnar vikur meðal annars til æfingar tveggja bandarískra kjarnorkukafbáta undir ísnum á Norðurheimskautinu. Bandaríski herinn setti samtímis upp bráðabirgðaherbúðir á ísnum, auk þess sem kafbátarnir hafa æft sig í að brjóta sér leið upp í gegnum ísinn. Flug Rússanna megi einnig tengja NATO-æfingu sem áformuð var í Norður-Noregi, en blásin af í síðustu viku vegna kórónu-veirunnar.Rússnesk TU-160 sprengjuþota að tengjast eldsneytisáfyllingarvél.Mynd/Varnarmálaráðuneyti RússlandsÞá hafi það gerst í október í haust að átta rússneskir kjarnorkukafbátar sigldu skyndilega frá bækistöðvum sínum á Kólaskaga. Nokkrir þeirra hafi farið í gegnum GIUK-hliðið, milli Grænlands, Íslands og Bretlands, og haldið sig í Norður-Atlantshafinu vikum saman áður en þeir sigldu aftur heim fyrir jól. Hér má sjá myndband Varnarmálaráðuneytis Rússlands frá flugi TU-160 í síðustu viku:
Bretland Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur NATO Norðurslóðir Noregur Tengdar fréttir Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00