Nýr garðskáli byggður við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2020 19:15 Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi því þar er verið að fjarlægja allar plöntur úr garðskála skólans enda verður hann rifin á næstu dögum og nýr skáli byggður í staðinn. Eini Garðyrkjuskólinn á Íslandi er staðsettur á Reykjum í Ölfusi og er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru að hefjast miklar framkvæmdir, sem á að ljúka í haust. Iðnaðarmenn og starfsmenn skólans eru á fullu þessa dagana að rífa upp hellur í garðskálanum, saga tré og koma gróðrinum út úr skálanum áður en hann verður rifinn. Garðskálinn skemmdist mikið í óveðri 5. apríl síðastliðinn. „Þetta var tjón upp á margra milljónir þannig að þá ákváðum við bara að drífa í framkvæmdum, það átti hvort sem er að fara í þær í sumar, þannig að sem betur fer var verktakinn klár og okkar fólk hér á staðnum tilbúið í að fara að saga niður tré og gera og græja, þannig að við erum loksins lögð af stað,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Flestar af þeim plöntum, sem voru hérna inni voru komnar til ára sinna, margar úr sér sprottnar og of stórar fyrir skálann þannig að við notum tækifærið og endurnýjum og við vorum svo heppin á afmælisdegi skólans í fyrra að Samband garðyrkjubænda gaf okkur höfðinglega peningagjöf til þess að kaupa plöntur í skálann þannig að við eigum allavega gott start í það,“ bætir Guðríður við.Ný garðskálinn á að vera tilbúin í Garðyrkjuskólanum áður en nemendur mæta í skólann í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðríður segir að hópur nemenda útskrifist frá skólanum í vor og staða garðyrkjumenntunar sé góð í landinu. „Það er alltaf stöðug aðsókn í skólann og við viljum náttúrulega fá, sem flesta því það vantar hendur í garðyrkjuna, það er fullt að gera. Við erum að framleiða þetta dásamlega grænmeti, við erum að laga garða, gera blómaskreytingar, komið bara í Garðyrkjuskólann,“ segir Guðríður. Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi því þar er verið að fjarlægja allar plöntur úr garðskála skólans enda verður hann rifin á næstu dögum og nýr skáli byggður í staðinn. Eini Garðyrkjuskólinn á Íslandi er staðsettur á Reykjum í Ölfusi og er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru að hefjast miklar framkvæmdir, sem á að ljúka í haust. Iðnaðarmenn og starfsmenn skólans eru á fullu þessa dagana að rífa upp hellur í garðskálanum, saga tré og koma gróðrinum út úr skálanum áður en hann verður rifinn. Garðskálinn skemmdist mikið í óveðri 5. apríl síðastliðinn. „Þetta var tjón upp á margra milljónir þannig að þá ákváðum við bara að drífa í framkvæmdum, það átti hvort sem er að fara í þær í sumar, þannig að sem betur fer var verktakinn klár og okkar fólk hér á staðnum tilbúið í að fara að saga niður tré og gera og græja, þannig að við erum loksins lögð af stað,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Flestar af þeim plöntum, sem voru hérna inni voru komnar til ára sinna, margar úr sér sprottnar og of stórar fyrir skálann þannig að við notum tækifærið og endurnýjum og við vorum svo heppin á afmælisdegi skólans í fyrra að Samband garðyrkjubænda gaf okkur höfðinglega peningagjöf til þess að kaupa plöntur í skálann þannig að við eigum allavega gott start í það,“ bætir Guðríður við.Ný garðskálinn á að vera tilbúin í Garðyrkjuskólanum áður en nemendur mæta í skólann í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðríður segir að hópur nemenda útskrifist frá skólanum í vor og staða garðyrkjumenntunar sé góð í landinu. „Það er alltaf stöðug aðsókn í skólann og við viljum náttúrulega fá, sem flesta því það vantar hendur í garðyrkjuna, það er fullt að gera. Við erum að framleiða þetta dásamlega grænmeti, við erum að laga garða, gera blómaskreytingar, komið bara í Garðyrkjuskólann,“ segir Guðríður.
Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira