Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 21:24 Þórður Magnússon telur að á sér hafi verið brotið. „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þórður segir málið allt með miklum ólíkindum og lykta af klaufalegum vinnubrögðum lögreglu. Þórður fór yfir sína hlið á málinu í viðtali við Frosta Logason í Íslandi í dag í kvöld og vill hann að lögregla viðurkenni að hún hafi gert mistök við rannsókn málsins, helst með því að halda blaðamannafund. Þórður hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur um árabil verið í margskonar fyrirtækjarekstri og rekur meðal annars fyrirtækið Djúpaklett sem sérhæfir sig í löndun og fiskumsýslu á Grundarfirði. Þórður hefur lýst yfir fullkomnu sakleysi í málinu og fullyrðir að komið hafi á daginn að yfirlýsingar lögreglu hafi í megin atriðum verið rangar og málið í raun hvorki verið fugl né fiskur miðað við það sem yfirvöld hafi greint frá á blaðamannafundi lögreglu sem haldinn var þann 18. desember 2017. Fréttatilkynning Europol um málið frá sama degi og blaðamannafundurinn var haldinn. Þar var greint frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Á fundinum sem haldin var í samvinnu við Europol og Eurojust var greint frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa sem hægt væri að framleiða úr allt að 80 kíló af amfetamíni. Þá hafði verið farið í húsleitir á 30 stöðum, og lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum, talið að virði allt að 200 milljónum íslenskra króna. Málið fékk snemma heitið Euromarket málið en verslunarfyrirtækið Market ehf sem rekur pólskar smávöruverslanir hér á landi lá þá undir grun um að vera hluti af alþjóðlegum glæpahring sem lögreglan taldi sig vera að rannsaka. Viðtalið við Þórð þar sem hann fer yfir sína hlið málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Lögreglan Ísland í dag Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. Þórður segir málið allt með miklum ólíkindum og lykta af klaufalegum vinnubrögðum lögreglu. Þórður fór yfir sína hlið á málinu í viðtali við Frosta Logason í Íslandi í dag í kvöld og vill hann að lögregla viðurkenni að hún hafi gert mistök við rannsókn málsins, helst með því að halda blaðamannafund. Þórður hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur um árabil verið í margskonar fyrirtækjarekstri og rekur meðal annars fyrirtækið Djúpaklett sem sérhæfir sig í löndun og fiskumsýslu á Grundarfirði. Þórður hefur lýst yfir fullkomnu sakleysi í málinu og fullyrðir að komið hafi á daginn að yfirlýsingar lögreglu hafi í megin atriðum verið rangar og málið í raun hvorki verið fugl né fiskur miðað við það sem yfirvöld hafi greint frá á blaðamannafundi lögreglu sem haldinn var þann 18. desember 2017. Fréttatilkynning Europol um málið frá sama degi og blaðamannafundurinn var haldinn. Þar var greint frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Á fundinum sem haldin var í samvinnu við Europol og Eurojust var greint frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa sem hægt væri að framleiða úr allt að 80 kíló af amfetamíni. Þá hafði verið farið í húsleitir á 30 stöðum, og lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum, talið að virði allt að 200 milljónum íslenskra króna. Málið fékk snemma heitið Euromarket málið en verslunarfyrirtækið Market ehf sem rekur pólskar smávöruverslanir hér á landi lá þá undir grun um að vera hluti af alþjóðlegum glæpahring sem lögreglan taldi sig vera að rannsaka. Viðtalið við Þórð þar sem hann fer yfir sína hlið málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Peningaþvætti í Euro Market Lögreglumál Lögreglan Ísland í dag Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira