Aðgát skal höfð í nærveru sálar Jón Pétur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 16:30 Á undangengnum mánuðum hafa íbúar á Suðurnesjum hrokkið reglulega upp vegna jarðskjálftahrinu sem á upptök sín í námunda við Þorbjörn. Hið sama má segja um fréttaflutning af lögreglunni á Suðurnesjum en reglulega berast fréttir af óróa þar á bæ en nú hefur dómsmálaráðherra tekið þá ákvörðun að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri, víki úr sinni stöðu. Sá sem þetta ritar starfaði sem deilarstjóri flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum til margra ára og þekkir því nokkuð vel til starfsemi embættisins og starfsmanna þess. Það voru miklar áskoranir sem lögreglan á Suðurnesjum stóð frammi fyrir á árunum 2011 til 2018 þegar farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll óx um 20-40% á ári, ár eftir ár, en beita þurfti ýmis konar úrræðum til að bregðast við því ástandi. Samhliða því fjölgaði íbúum á Suðurnesjum vegna aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Helgi beitti sér af öllum mætti til þess að sinna þeim áskorunum sem starfsemi lögreglu á alþjóðaflugvellinum kallaði á en ekki síður að löggæslan í umdæminu væri eins og best væri á kosið. Lögreglustjórar landsins standa oft frammi fyrir erfiðum og umdeildum ákvörðunum og því hefur Ólafur Helgi kynnst. Við sem störfum í lögreglunni erum alls ekki hafin yfir gagnrýni og viljum við fá gagnrýni frá fólkinu sem við erum að þjóna. Óskað er þó eftir því að hún sé málefnaleg en ekki byggð á rógburði og getgátum. Umfjöllunin um embættið hefur verið óvægin og margar persónur nafngreindar, bæði sem þolendur eða gerendur í umfjölluninni. Það sem ég hef hins vegar sannfæringu fyrir er að hlutaðeigandi aðilar séu í sínum daglegum störfum að gera sitt besta og jafnvel meira til. Það verður að hafa það í huga að það eru persónur og fjölskyldur á bak við starfsmenn sem sinna löggæslustörfum og því er vel við hæfi að rifja upp spakmælin: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Kastljósinu hefur m.a. verið beint að lögfræðisviði embættisins sem Alda Hrönn Jóhannesdóttir fer fyrir. Alda hefur beitt sér fyrir margskonar umbótum í löggæslumálum. Má í því sambandi sérstaklega nefna málsmeðferð mansalsmála og innleiðing á aðgerðum gegn heimillsofbeldi. Vona ég svo sannarlega að við fáum að njóta krafta Öldu Hrannar í þeim verkefnum sem framundan eru. Heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina hefur áhrif á okkur öll. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum gegnir lykilhlutverki við eftirfylgni með sóttvarnaraðgerðum á landamærum og reynir þar á samhæfingu allra hlutaðeigandi aðila. Hafa lögreglumenn, landamæraverðir og aðrir starfsmenn embættisins hafa staðið vaktina af mikilli elju og þrautseigju. Nú tekur Grímur Hergeirsson við keflinu sem lögreglustjóri og Margrét K. Pálsdóttir verður honum til aðstoðar við að finna leiðir fram á veginn hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Óska ég þeim og öllum starfsmönnum embættisins alls hins besta á komandi mánuðum við úrlausn þeirra áskorana sem starfsmenn embættisins standa frammi fyrir. Þá þakka ég Ólafi Helga fyrir framlag hans til löggæslumála á Íslandi og óska honum alls hins besta í nýju starfi í dómsmálaráðuneytinu. Höfundur er lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (og fyrrum yfirmaður flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Lögreglan Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á undangengnum mánuðum hafa íbúar á Suðurnesjum hrokkið reglulega upp vegna jarðskjálftahrinu sem á upptök sín í námunda við Þorbjörn. Hið sama má segja um fréttaflutning af lögreglunni á Suðurnesjum en reglulega berast fréttir af óróa þar á bæ en nú hefur dómsmálaráðherra tekið þá ákvörðun að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri, víki úr sinni stöðu. Sá sem þetta ritar starfaði sem deilarstjóri flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum til margra ára og þekkir því nokkuð vel til starfsemi embættisins og starfsmanna þess. Það voru miklar áskoranir sem lögreglan á Suðurnesjum stóð frammi fyrir á árunum 2011 til 2018 þegar farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll óx um 20-40% á ári, ár eftir ár, en beita þurfti ýmis konar úrræðum til að bregðast við því ástandi. Samhliða því fjölgaði íbúum á Suðurnesjum vegna aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Helgi beitti sér af öllum mætti til þess að sinna þeim áskorunum sem starfsemi lögreglu á alþjóðaflugvellinum kallaði á en ekki síður að löggæslan í umdæminu væri eins og best væri á kosið. Lögreglustjórar landsins standa oft frammi fyrir erfiðum og umdeildum ákvörðunum og því hefur Ólafur Helgi kynnst. Við sem störfum í lögreglunni erum alls ekki hafin yfir gagnrýni og viljum við fá gagnrýni frá fólkinu sem við erum að þjóna. Óskað er þó eftir því að hún sé málefnaleg en ekki byggð á rógburði og getgátum. Umfjöllunin um embættið hefur verið óvægin og margar persónur nafngreindar, bæði sem þolendur eða gerendur í umfjölluninni. Það sem ég hef hins vegar sannfæringu fyrir er að hlutaðeigandi aðilar séu í sínum daglegum störfum að gera sitt besta og jafnvel meira til. Það verður að hafa það í huga að það eru persónur og fjölskyldur á bak við starfsmenn sem sinna löggæslustörfum og því er vel við hæfi að rifja upp spakmælin: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Kastljósinu hefur m.a. verið beint að lögfræðisviði embættisins sem Alda Hrönn Jóhannesdóttir fer fyrir. Alda hefur beitt sér fyrir margskonar umbótum í löggæslumálum. Má í því sambandi sérstaklega nefna málsmeðferð mansalsmála og innleiðing á aðgerðum gegn heimillsofbeldi. Vona ég svo sannarlega að við fáum að njóta krafta Öldu Hrannar í þeim verkefnum sem framundan eru. Heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina hefur áhrif á okkur öll. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum gegnir lykilhlutverki við eftirfylgni með sóttvarnaraðgerðum á landamærum og reynir þar á samhæfingu allra hlutaðeigandi aðila. Hafa lögreglumenn, landamæraverðir og aðrir starfsmenn embættisins hafa staðið vaktina af mikilli elju og þrautseigju. Nú tekur Grímur Hergeirsson við keflinu sem lögreglustjóri og Margrét K. Pálsdóttir verður honum til aðstoðar við að finna leiðir fram á veginn hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Óska ég þeim og öllum starfsmönnum embættisins alls hins besta á komandi mánuðum við úrlausn þeirra áskorana sem starfsmenn embættisins standa frammi fyrir. Þá þakka ég Ólafi Helga fyrir framlag hans til löggæslumála á Íslandi og óska honum alls hins besta í nýju starfi í dómsmálaráðuneytinu. Höfundur er lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (og fyrrum yfirmaður flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum)
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun