Að fórna flugfreyjum fyrir Flugleiðir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 2. september 2020 09:30 Ríkisstjórnin virtist ekki æst í að koma Icelandair til hjálpar í upphafi yfirstandandi þrenginga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hreint út að ef björgunartilraunir myndu mistakast þyrfti einfaldlega að stofna nýtt félag. Skilja mátti á orðum ríkisstjórnarinnar að hún væri ekki tilbúin að veita Icelandair neina sértæka ríkisaðstoð fyrr en félagið kæmi sér í betri fjárhagsstöðu með hagræðingu, hlutafjárútboði og samningum við kröfuhafa sína. Þrátt fyrir þessa andstöðu í orðum fjármálaráðherra var ríkulegur ríkisstuðningur hins vegar uppi á borðum, undir nafninu almennar aðgerðir. Icelandair var stærsti einstaki notandi hlutabótaleiðarinnar, aðalnotandi uppsagnastyrkja ríkisstjórnarinnar sem svo greiddi félaginu fyrir að halda vissum flugleiðum opnum þrátt fyrir litla sem enga eftirspurn. Áætlaður „almennur“ ríkisstuðningur við Icelandair hefur því þegar hlaupið á milljörðum króna. Fyrir vikið tórir félagið ennþá, þrátt fyrir tekjusamdrátt upp á 85 prósent. Í skjóli þessa stuðnings ákváðu stjórnendur Icelandair að grafa undan réttindum starfsmanna sinna, sem tók þau áratugi að ná fram. Hvergi var framganga flugfélagsins þó ógeðfelldari en í garð flugfreyja og réttinda þeirra. Ítrekað reyndi forstjóri Icelandair að sundra samtakamætti stéttarinnar með óumbeðnum tölvupóstsendingum til flugliða á viðkvæmum stundum í kjaraviðræðum. Steininn tók svo algjörlega úr þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum á einu bretti og hótaði því að ganga til samninga við annað stéttarfélag. Þessi aðgerð, sem framkvæmd var að undirlagi og með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, réðst að undirstöðum réttinda vinnandi fólks á Íslandi. Meðan þessir opinberu kúgunartilburðir stóðu yfir þögðu stjórnarliðar þunnu hljóði, jafnvel þau sem stilla sér upp með launafólki og kvennastéttum á tyllidögum. Í ærandi þögninni vöknuðu spurningar. Var um þegjandi samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir árás á stéttabaráttu flugfreyja að ræða? Var umrædd aðför jafnvel að áeggjan mannsins sem taldi „ekki tímabært“ að semja við félagið fyrr en „hagræðing í rekstri“ hefði átt sér stað? Þetta eru aðkallandi og eðlilegar spurningar. Icelandair sætti gagnrýni vegna framgöngu sinnar í samningaviðræðunum við Flugfreyjufélag Íslands.Vísir/Vilhelm Hefði Icelandair t.d. haft efni á þeim gjörningi að segja upp öllum sínum flugliðum ef ekki hefði verið fyrir uppsagnarstyrki ríkisstjórnarinnar? Hvernig ætti annars að lesa í fagnaðarlæti forsætisráðherra þegar samningar náðust en grafarþögn hennar um þá svívirðilegu samningatækni sem var beitt? Rökin fyrir því að ríkisstjórnin hafi mögulega stutt þessa aðför að réttindum vinnandi fólks er ekki einungis að finna í þögninni. Rökin er jafnframt að finna í orsök og afleiðingu. Bjarni sagði Icelandair að þau þyrftu að hagræða í rekstri sínum áður en til skoðunar kæmi að ábyrgjast lán til félagsins. Talað var um að auka hlutafé fyrst, ná samningum við kröfuhafa og ýmislegt fleira. Það eina sem breyttist frá því að Bjarni setti skilyrðin fyrir ríkisaðstoð á borðið, og þar til vilyrði um slíkt lá fyrir, var að Icelandair tókst að hagræða í rekstrinum um milljarða á ársgrundvelli. Hvar fundu þau þá fjárhæð? Jú, í vösum starfsmanna sinna. Laun þeirra voru lækkuð og réttindi rifin niður. Kjaraskerðing sem náð var fram með fordæmalausri aðför að réttindum launafólks. Í stað viðvörunar ákvað ríkisstjórnin að verðlauna verkalýðsvargana í Icelandair. Aðför í skiptum fyrir aðstoð. Það var eftir öðru sem frá ríkisstjórninni kemur að aukin velferð starfsmanna Icelandair er hvergi sjáanleg í skilyrðum ríkisaðstoðarinnar. Ef einhver hefur sýnt fram á að þurfa aðhald í réttindamálum starfsfólks, þá er það einmitt flugfélagið. Stendur til að tryggja að Icelandair endurráði eftir starfsaldri eins og hefð er fyrir? Á að tryggja að Icelandair hætti að refsa þeim flugfreyjum sem tóku þátt í verkalýðsbaráttu? Hvað gerist ef Félagsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að félagið hafi gerst brotlegt við Flugfreyjufélag Íslands í máli ASÍ gegn Icelandair? Ætlar ríkisstjórnin að styðja við félagið eftir slíkan áfellisdóm? Eða mun ríkisstjórnin kannski taka undir með samherjum sínum í Samtökum atvinnulífsins um að lögin séu orðin úrelt og þeim þurfi að breyta? Ef ríkisstjórninni væri raunverulega annt um velferð launafólks þá hefði hún sett stjórnendum Icelandair, sem hafa afhjúpað sig sem mannauðsmisindismenn, stólinn fyrir dyrnar. Það hefði hún getað gert með því að setja eðlileg skilyrði fyrir stuðningi sínum eða farið fram á eignarhlut í félaginu strax í upphafi ástandsins. Þannig hefði mátt tryggja samstöðu með flugstéttum, við sama samningaborð og forsætisráðherra segist vilja leysa hlutina. Þess í stað vill VG setja nafn sitt við niðurrif á fornum sigrum verkalýðshreyfingarinnar og fórna flugfreyjum fyrir Flugleiðir. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Kjaramál Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin virtist ekki æst í að koma Icelandair til hjálpar í upphafi yfirstandandi þrenginga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hreint út að ef björgunartilraunir myndu mistakast þyrfti einfaldlega að stofna nýtt félag. Skilja mátti á orðum ríkisstjórnarinnar að hún væri ekki tilbúin að veita Icelandair neina sértæka ríkisaðstoð fyrr en félagið kæmi sér í betri fjárhagsstöðu með hagræðingu, hlutafjárútboði og samningum við kröfuhafa sína. Þrátt fyrir þessa andstöðu í orðum fjármálaráðherra var ríkulegur ríkisstuðningur hins vegar uppi á borðum, undir nafninu almennar aðgerðir. Icelandair var stærsti einstaki notandi hlutabótaleiðarinnar, aðalnotandi uppsagnastyrkja ríkisstjórnarinnar sem svo greiddi félaginu fyrir að halda vissum flugleiðum opnum þrátt fyrir litla sem enga eftirspurn. Áætlaður „almennur“ ríkisstuðningur við Icelandair hefur því þegar hlaupið á milljörðum króna. Fyrir vikið tórir félagið ennþá, þrátt fyrir tekjusamdrátt upp á 85 prósent. Í skjóli þessa stuðnings ákváðu stjórnendur Icelandair að grafa undan réttindum starfsmanna sinna, sem tók þau áratugi að ná fram. Hvergi var framganga flugfélagsins þó ógeðfelldari en í garð flugfreyja og réttinda þeirra. Ítrekað reyndi forstjóri Icelandair að sundra samtakamætti stéttarinnar með óumbeðnum tölvupóstsendingum til flugliða á viðkvæmum stundum í kjaraviðræðum. Steininn tók svo algjörlega úr þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum á einu bretti og hótaði því að ganga til samninga við annað stéttarfélag. Þessi aðgerð, sem framkvæmd var að undirlagi og með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, réðst að undirstöðum réttinda vinnandi fólks á Íslandi. Meðan þessir opinberu kúgunartilburðir stóðu yfir þögðu stjórnarliðar þunnu hljóði, jafnvel þau sem stilla sér upp með launafólki og kvennastéttum á tyllidögum. Í ærandi þögninni vöknuðu spurningar. Var um þegjandi samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir árás á stéttabaráttu flugfreyja að ræða? Var umrædd aðför jafnvel að áeggjan mannsins sem taldi „ekki tímabært“ að semja við félagið fyrr en „hagræðing í rekstri“ hefði átt sér stað? Þetta eru aðkallandi og eðlilegar spurningar. Icelandair sætti gagnrýni vegna framgöngu sinnar í samningaviðræðunum við Flugfreyjufélag Íslands.Vísir/Vilhelm Hefði Icelandair t.d. haft efni á þeim gjörningi að segja upp öllum sínum flugliðum ef ekki hefði verið fyrir uppsagnarstyrki ríkisstjórnarinnar? Hvernig ætti annars að lesa í fagnaðarlæti forsætisráðherra þegar samningar náðust en grafarþögn hennar um þá svívirðilegu samningatækni sem var beitt? Rökin fyrir því að ríkisstjórnin hafi mögulega stutt þessa aðför að réttindum vinnandi fólks er ekki einungis að finna í þögninni. Rökin er jafnframt að finna í orsök og afleiðingu. Bjarni sagði Icelandair að þau þyrftu að hagræða í rekstri sínum áður en til skoðunar kæmi að ábyrgjast lán til félagsins. Talað var um að auka hlutafé fyrst, ná samningum við kröfuhafa og ýmislegt fleira. Það eina sem breyttist frá því að Bjarni setti skilyrðin fyrir ríkisaðstoð á borðið, og þar til vilyrði um slíkt lá fyrir, var að Icelandair tókst að hagræða í rekstrinum um milljarða á ársgrundvelli. Hvar fundu þau þá fjárhæð? Jú, í vösum starfsmanna sinna. Laun þeirra voru lækkuð og réttindi rifin niður. Kjaraskerðing sem náð var fram með fordæmalausri aðför að réttindum launafólks. Í stað viðvörunar ákvað ríkisstjórnin að verðlauna verkalýðsvargana í Icelandair. Aðför í skiptum fyrir aðstoð. Það var eftir öðru sem frá ríkisstjórninni kemur að aukin velferð starfsmanna Icelandair er hvergi sjáanleg í skilyrðum ríkisaðstoðarinnar. Ef einhver hefur sýnt fram á að þurfa aðhald í réttindamálum starfsfólks, þá er það einmitt flugfélagið. Stendur til að tryggja að Icelandair endurráði eftir starfsaldri eins og hefð er fyrir? Á að tryggja að Icelandair hætti að refsa þeim flugfreyjum sem tóku þátt í verkalýðsbaráttu? Hvað gerist ef Félagsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að félagið hafi gerst brotlegt við Flugfreyjufélag Íslands í máli ASÍ gegn Icelandair? Ætlar ríkisstjórnin að styðja við félagið eftir slíkan áfellisdóm? Eða mun ríkisstjórnin kannski taka undir með samherjum sínum í Samtökum atvinnulífsins um að lögin séu orðin úrelt og þeim þurfi að breyta? Ef ríkisstjórninni væri raunverulega annt um velferð launafólks þá hefði hún sett stjórnendum Icelandair, sem hafa afhjúpað sig sem mannauðsmisindismenn, stólinn fyrir dyrnar. Það hefði hún getað gert með því að setja eðlileg skilyrði fyrir stuðningi sínum eða farið fram á eignarhlut í félaginu strax í upphafi ástandsins. Þannig hefði mátt tryggja samstöðu með flugstéttum, við sama samningaborð og forsætisráðherra segist vilja leysa hlutina. Þess í stað vill VG setja nafn sitt við niðurrif á fornum sigrum verkalýðshreyfingarinnar og fórna flugfreyjum fyrir Flugleiðir. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar