Innlent

And­látin færri fyrstu mánuði ársins saman­borið við síðustu ár

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Fossvogskirkjugarði.
Úr Fossvogskirkjugarði. Vísir/Vilhelm

Fyrstu 33 vikur ársins 2020 dóu að meðaltali 43 í hverri viku eða aðeins færri en fyrstu 33 vikur áranna 2017, 2018 og 2019 þegar 43,6 dóu að meðaltali.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum Hagstofunnar um andlát fyrstu mánuði ársins.

Í gögnunum kemur fram að að jafnaði hafi flestir í aldursflokknum 85 ára og eldri yfir tímabilið 2017 til 2019. Það eigi einnig við um fyrstu mánuði ársins 2020.

„Tíðasti aldur látinna fyrstu 33 mánuði 2020 var 88 og 83 ára en 87 ára fyrir sömu mánuði áranna 2017-2019,“ segir í frétt á vef Hagstofunnar.

hagstofan

Ákveðið var að taka saman og birta uppfærðar tölur vegna mikillar eftirspurnar, bæði alþjóðlega og innanlands. „Með þeim hætti er hægt að kanna áhrif kórónuveirunnar (Covid-19) með tímanlegri hætti en ef stuðst hefði verið við núverandi birtingaráætlun og gera notendum kleift að bera saman dauðsföll á milli landa.“


Tengdar fréttir

Færri andlát í ár en þrjú ár þar á undan

Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru með meðfylgjandi álag á sjúkrastofnanir landsins hafa færri dáið á Íslandi í upphafi árs, samanborið við árin 2017 til 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×