Flugdrekaheilkennið Skúli Sigurður Ólafsson skrifar 7. september 2020 10:00 Nokkur orð um trans-Jesú Ég skil ekki enn af hverju þau birtu þessa mynd af Jesú með varalit og brjóst á auglýsingum fyrir barnastarf kirkjunnar. Markhópur barnastarfsins kallaði vart eftir slíku og ég sé ekki að hinsegin fólki sé hér einhver greiði gerður. Teikningin sýnir stereótýpu sem ég held að fáir tengi við auk þess sem hugmyndin virkar yfirborðsleg. Hvað ætlum við að gera með þessa mynd annars? Í sumar baðst biskup afsökunar á framgöngu kirkjunnar í garð samkynhneigðra. Full ástæða var til þess enda var einkar illa staðið að þeim málum á sínum tíma. Áfram hefði mátt vinna að samtali þjóðkirkju og hinsegin fólks án þess að færa viðkvæm málefni í þennan búning. Vissulega má tengja guðfræðina að baki þessari myndbirtingu við ákveðna hefð innan kristindómsins, þar sem Jesús er birtur sem fulltrúi úr minnihlutahópi. Sú túlkun hefur þó oftar en ekki komið frá einstaklingum sem tilheyra slíkum hópum. Hér kemur hún ofan frá sem kann að orka tvímælis. Kristin trú byggir vissulega á frelsi en því fylgir ábyrgð. Gæta þarf alúðar og hófs og sýna nærgætni í hvívetna. Margt bendir til þess að sá hópur sem undirbjó auglýsinguna hafi verið bæði þröngur og einsleitur. Reynslan sýnir að þegar svo er háttað er hætt við því að fólk geri mistök, alls óháð mannkostum þess og elju. Það telur sig hafa fundið snjallar lausnir án þess að kanna hvaða spurningar brenna á samfélaginu. Hér erum við því komin inn á ákveðið einkenni á mannlegum samfélögum sem nefna má „flugdrekaheilkennið“. Það lýsir sér í því að líkur sækir líkan heim og þess er ekki gætt að hlusta á og taka tillit til andstæðra sjónarmiða. Í þessu tilviki hefði verið betra að hafa jarðbundna og varkára hugsuði með í liði. Allir geta ekki svifið uppi í háloftum, einhver verður að standa á jörðinni og halda í spottann, annars ofrís drekinn og brotlendir! Til þess að fyrirbyggja það verður fólk að geta sýnt hluttekningu (empathy). Það þarf að geta sett sig í spor annarra. Hvaða þörf var annars fyrir hendi að birta þessa auglýsingu í barnastarfi? Ég kem ekki auga á hana. Þarna hefði mátt fara aðrar leiðir – t.d. sýna fjölbreytni mannlífsins í kringum Jesú eða kirkju. Kirkjan er jú sannarlega opin öllum. Markmiðinu hefði verið náð án þess að valda þeim úlfaþyt sem orðið hefur. Ég kalla eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. Höfum hugfast að þjóðkirkja er ekki smáhópur heldur breiðfylking fólks og taka þarf tillit til margs konar sjónarmiða. Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Hinsegin Skúli S. Ólafsson Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nokkur orð um trans-Jesú Ég skil ekki enn af hverju þau birtu þessa mynd af Jesú með varalit og brjóst á auglýsingum fyrir barnastarf kirkjunnar. Markhópur barnastarfsins kallaði vart eftir slíku og ég sé ekki að hinsegin fólki sé hér einhver greiði gerður. Teikningin sýnir stereótýpu sem ég held að fáir tengi við auk þess sem hugmyndin virkar yfirborðsleg. Hvað ætlum við að gera með þessa mynd annars? Í sumar baðst biskup afsökunar á framgöngu kirkjunnar í garð samkynhneigðra. Full ástæða var til þess enda var einkar illa staðið að þeim málum á sínum tíma. Áfram hefði mátt vinna að samtali þjóðkirkju og hinsegin fólks án þess að færa viðkvæm málefni í þennan búning. Vissulega má tengja guðfræðina að baki þessari myndbirtingu við ákveðna hefð innan kristindómsins, þar sem Jesús er birtur sem fulltrúi úr minnihlutahópi. Sú túlkun hefur þó oftar en ekki komið frá einstaklingum sem tilheyra slíkum hópum. Hér kemur hún ofan frá sem kann að orka tvímælis. Kristin trú byggir vissulega á frelsi en því fylgir ábyrgð. Gæta þarf alúðar og hófs og sýna nærgætni í hvívetna. Margt bendir til þess að sá hópur sem undirbjó auglýsinguna hafi verið bæði þröngur og einsleitur. Reynslan sýnir að þegar svo er háttað er hætt við því að fólk geri mistök, alls óháð mannkostum þess og elju. Það telur sig hafa fundið snjallar lausnir án þess að kanna hvaða spurningar brenna á samfélaginu. Hér erum við því komin inn á ákveðið einkenni á mannlegum samfélögum sem nefna má „flugdrekaheilkennið“. Það lýsir sér í því að líkur sækir líkan heim og þess er ekki gætt að hlusta á og taka tillit til andstæðra sjónarmiða. Í þessu tilviki hefði verið betra að hafa jarðbundna og varkára hugsuði með í liði. Allir geta ekki svifið uppi í háloftum, einhver verður að standa á jörðinni og halda í spottann, annars ofrís drekinn og brotlendir! Til þess að fyrirbyggja það verður fólk að geta sýnt hluttekningu (empathy). Það þarf að geta sett sig í spor annarra. Hvaða þörf var annars fyrir hendi að birta þessa auglýsingu í barnastarfi? Ég kem ekki auga á hana. Þarna hefði mátt fara aðrar leiðir – t.d. sýna fjölbreytni mannlífsins í kringum Jesú eða kirkju. Kirkjan er jú sannarlega opin öllum. Markmiðinu hefði verið náð án þess að valda þeim úlfaþyt sem orðið hefur. Ég kalla eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. Höfum hugfast að þjóðkirkja er ekki smáhópur heldur breiðfylking fólks og taka þarf tillit til margs konar sjónarmiða. Höfundur er prestur í Neskirkju.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun