Styðjum við lýðræðislegar umbætur í Hvíta-Rússlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 10. september 2020 20:16 Ástandið í Hvíta-Rússlandi er lævi blandið og fólk er óttaslegið. Almenningur hefur mótmælt linnulaust eftir úrslit forsetakosninganna 9. ágúst og íbúar í tugþúsundatali hafa látið heyra í sér. Staðan er eldfim og síkvik og getur auðveldlega leitt til frekari óeirða og vopnaðra átaka. Ekki er hægt að útiloka hernaðarlega íhlutun erlends ríkis. Lúkasjenkó sýnir mótmælendum enga miskunn eins og birtist í yfirgengilegu ofbeldi gagnvart þeim. Þrjár forystukonur stjórnarandstöðunnar hafa orðið fyrir barðinu á yfirvöldum. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi, flúði land þar sem hún óttaðist um líf sitt og var veitt skjól í Litháen. Mariu Koleshnikovu, kollega hennar, var rænt af grímuklæddum mönnum og hent upp í bíl til að koma henni úr landi. Fréttir greina frá því að hún hafi streist á móti því við landamæri Úkraínu og þegar þetta er skrifað herma fréttir að hún sé í fangelsi. Þriðja konan, Veronika Tsepkalo, fyrrverandi sendiherra Hvíta-Rússlands í Bandaríkjunum, hefur flúið til Póllands með fjölskyldu sína vegna hótana. Aðrir mótmælendur hafa verið fangelsaðir og fangelsun þeirra notað í áróðursfréttum ríkisfjölmiðla öðrum til varnaðar. Nóbelsskáldið Svetlana Alexeivitch reynir að forðast handtöku í Minsk fyrir að standa að mótmælum og krefjast umbóta. Viðbrögð Norðurlanda ekki alveg samhljóða Evrópuríki hafa leitast við að bregðast við þessar stöðu. ESB hefur hótað því að beita viðskiptaþvingunum, krafist lýðræðislegra umbóta, fordæmt harðlega ofbeldi gegn mótmælendum og krafist tafarlausrar lausnar á pólitískum föngum sem fylla nú fangelsi landsins. Á vettvangi Evrópuráðsins hefur forystufólk fordæmt ofbeldi og krafist þess að yfirvöld eigi lýðræðisleg samtöl við stjórnarandstöðuna. Utanríkisráðherrar NB8-ríkjanna hafa komið fram með með skýr skilaboð um að framganga hvítrússneskra stjórnvalda verði ekki liðin og krafist þess stjórnvöld leysi pólitíska andstæðinga tafarlaust úr haldi. Norðurlöndin hafa einnig reynt að hafa áhrif með beinum aðgerðum. Danir styrkja frjáls félagasamtök frá Hvíta-Rússlandi sem starfa utan landsins um hálfan milljarð danskra króna og Svíar hafa fryst fjárframlög til lýðræðislegra verkefna í Hvíta-Rússlandi, óskað eftir því að heimsækja Minsk og tekið undir með hótunum ESB um viðskiptaþvinganir. Finnar hafa mótmælt harðlega atlögu að lýðræðinu í Hvíta Rússlandi og taka undir með ESB um að setja þurfi á refsiaðgerðir. Noregur og Ísland eiga enn eftir að kynna sambærilegar aðgerðir. Stuðningur Evrópuráðsins við Hvíta-Rússland Ástandið í Hvíta-Rússlandi mun markast á næstunni af viðbrögðum Rússa. Lúkasjenkó sækist eftir stuðningi þeirra en Pútín hefur verið varkár og dulur í viðbrögðum enda hefur Lúkasjenkó ekki stutt Rússa nægilega vel síðustu árin að mati rússneskra stjórnvalda. Þótt Hvítrússar séu ekki aðildarríki að Evrópuráðinu, hefur staðan verið rædd í þaula á vettvangi þess og við þingmennirnir í Evrópuráðsþinginu höfum ítrekað einarðan stuðning við velferð og réttindi hvítrússnesku þjóðarinnar og staðhæfum að forsetakosningarnar hafi verið langt frá því að uppfylla alþjóðlega viðurkennda staðla lýðræðis og réttarríkja. Við, hvort sem er við þingmenn NB8-ríkjanna eða við þingmenn í stjórnmálanefnd Evrópuráðsþingsins, köllum skýrt eftir því að hvítrússnesk stjórnvöld láti tafarlaust af kúgun og ofsóknum á hendur mótmælendum, láti lausa alla pólitíska fanga og rannsaki ofbeldisverk lögreglunnar. Hvítrússnesk stjórnvöld eru líka hvött til að hefja samræður þegar í stað við stjórnarandstöðuna um leiðina til aukins lýðræðis og rætt er um að senda sendinefnd til Minsk til að ræða við alla aðila. “Þetta er mín þjóð, þetta er landið mitt…” Á fundi stjórnmálanefndar Evrópuráðsþingsins 8. september sl. ræddum við við Svetlönu Tikhanovskayu, forsetaframbjóðanda í útlegð frá sínu eigin ríki. Svetlana var þreytt en yfirveguð og harðákveðin í því að forsetakosningarnar hefðu verið ólöglegar og mun fleiri en hálf milljón manna hefðu kosið hana. Hún fordæmdi miskunnarlaust ofbeldi í garð mótmælenda og kallaði eftir stuðningi og aðstoð. Hún varaði líka við því að Lúkasjenkó væri ekki lýðræðislega kosinn og hefði því ekki umboð fólksins. Að almenningur í Hvíta-Rússlandi þrái friðsamlegar breytingar. Sagði svo eins og sannur leiðtogi; “ Þetta er þjóð mín, þetta er landið mitt, fólkið mitt þarfnast hjálpar” Háttsettir rússneskir þingmenn á fundinum brugðust hart við málflutningi hennar og harðar en ég og fleiri áttum von á. Þeir fordæmdu Svetlönu, drógu úr umboði hennar og lýstu yfir stuðningi við niðurstöður forsetakosninganna. Þessi harða nálgun Rússanna var fréttnæm á alþjóðavísu. Baráttan fyrir alvöru lýðræði íbúa Hvíta-Rússlands er rétt að byrja. Og hún verður erfið. Það eru grundvallarmannréttindi að fá að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum og að fá að mótmæla á friðsaman hátt. Við Íslendingar eigum ekki bara að minna á þessi mannréttindi við hvert tækifæri, heldur styðja af öllum mætti við lýðræðislegar umbætur og við sjálfsögð réttindi íbúa. Það er ekki nóg að senda skilaboð gegnum facebook eða twitter heldur verður að láta verkin tala, með orðum og gjörðum sem skipta máli og hafa áhrif. Raunverulegar aðgerðir og alvöru stuðningur í verki fyrir fólk í leit að frjálsara lífi er það sem skiptir mestu máli. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Evrópuráðsþingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvíta-Rússland Utanríkismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Ástandið í Hvíta-Rússlandi er lævi blandið og fólk er óttaslegið. Almenningur hefur mótmælt linnulaust eftir úrslit forsetakosninganna 9. ágúst og íbúar í tugþúsundatali hafa látið heyra í sér. Staðan er eldfim og síkvik og getur auðveldlega leitt til frekari óeirða og vopnaðra átaka. Ekki er hægt að útiloka hernaðarlega íhlutun erlends ríkis. Lúkasjenkó sýnir mótmælendum enga miskunn eins og birtist í yfirgengilegu ofbeldi gagnvart þeim. Þrjár forystukonur stjórnarandstöðunnar hafa orðið fyrir barðinu á yfirvöldum. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi, flúði land þar sem hún óttaðist um líf sitt og var veitt skjól í Litháen. Mariu Koleshnikovu, kollega hennar, var rænt af grímuklæddum mönnum og hent upp í bíl til að koma henni úr landi. Fréttir greina frá því að hún hafi streist á móti því við landamæri Úkraínu og þegar þetta er skrifað herma fréttir að hún sé í fangelsi. Þriðja konan, Veronika Tsepkalo, fyrrverandi sendiherra Hvíta-Rússlands í Bandaríkjunum, hefur flúið til Póllands með fjölskyldu sína vegna hótana. Aðrir mótmælendur hafa verið fangelsaðir og fangelsun þeirra notað í áróðursfréttum ríkisfjölmiðla öðrum til varnaðar. Nóbelsskáldið Svetlana Alexeivitch reynir að forðast handtöku í Minsk fyrir að standa að mótmælum og krefjast umbóta. Viðbrögð Norðurlanda ekki alveg samhljóða Evrópuríki hafa leitast við að bregðast við þessar stöðu. ESB hefur hótað því að beita viðskiptaþvingunum, krafist lýðræðislegra umbóta, fordæmt harðlega ofbeldi gegn mótmælendum og krafist tafarlausrar lausnar á pólitískum föngum sem fylla nú fangelsi landsins. Á vettvangi Evrópuráðsins hefur forystufólk fordæmt ofbeldi og krafist þess að yfirvöld eigi lýðræðisleg samtöl við stjórnarandstöðuna. Utanríkisráðherrar NB8-ríkjanna hafa komið fram með með skýr skilaboð um að framganga hvítrússneskra stjórnvalda verði ekki liðin og krafist þess stjórnvöld leysi pólitíska andstæðinga tafarlaust úr haldi. Norðurlöndin hafa einnig reynt að hafa áhrif með beinum aðgerðum. Danir styrkja frjáls félagasamtök frá Hvíta-Rússlandi sem starfa utan landsins um hálfan milljarð danskra króna og Svíar hafa fryst fjárframlög til lýðræðislegra verkefna í Hvíta-Rússlandi, óskað eftir því að heimsækja Minsk og tekið undir með hótunum ESB um viðskiptaþvinganir. Finnar hafa mótmælt harðlega atlögu að lýðræðinu í Hvíta Rússlandi og taka undir með ESB um að setja þurfi á refsiaðgerðir. Noregur og Ísland eiga enn eftir að kynna sambærilegar aðgerðir. Stuðningur Evrópuráðsins við Hvíta-Rússland Ástandið í Hvíta-Rússlandi mun markast á næstunni af viðbrögðum Rússa. Lúkasjenkó sækist eftir stuðningi þeirra en Pútín hefur verið varkár og dulur í viðbrögðum enda hefur Lúkasjenkó ekki stutt Rússa nægilega vel síðustu árin að mati rússneskra stjórnvalda. Þótt Hvítrússar séu ekki aðildarríki að Evrópuráðinu, hefur staðan verið rædd í þaula á vettvangi þess og við þingmennirnir í Evrópuráðsþinginu höfum ítrekað einarðan stuðning við velferð og réttindi hvítrússnesku þjóðarinnar og staðhæfum að forsetakosningarnar hafi verið langt frá því að uppfylla alþjóðlega viðurkennda staðla lýðræðis og réttarríkja. Við, hvort sem er við þingmenn NB8-ríkjanna eða við þingmenn í stjórnmálanefnd Evrópuráðsþingsins, köllum skýrt eftir því að hvítrússnesk stjórnvöld láti tafarlaust af kúgun og ofsóknum á hendur mótmælendum, láti lausa alla pólitíska fanga og rannsaki ofbeldisverk lögreglunnar. Hvítrússnesk stjórnvöld eru líka hvött til að hefja samræður þegar í stað við stjórnarandstöðuna um leiðina til aukins lýðræðis og rætt er um að senda sendinefnd til Minsk til að ræða við alla aðila. “Þetta er mín þjóð, þetta er landið mitt…” Á fundi stjórnmálanefndar Evrópuráðsþingsins 8. september sl. ræddum við við Svetlönu Tikhanovskayu, forsetaframbjóðanda í útlegð frá sínu eigin ríki. Svetlana var þreytt en yfirveguð og harðákveðin í því að forsetakosningarnar hefðu verið ólöglegar og mun fleiri en hálf milljón manna hefðu kosið hana. Hún fordæmdi miskunnarlaust ofbeldi í garð mótmælenda og kallaði eftir stuðningi og aðstoð. Hún varaði líka við því að Lúkasjenkó væri ekki lýðræðislega kosinn og hefði því ekki umboð fólksins. Að almenningur í Hvíta-Rússlandi þrái friðsamlegar breytingar. Sagði svo eins og sannur leiðtogi; “ Þetta er þjóð mín, þetta er landið mitt, fólkið mitt þarfnast hjálpar” Háttsettir rússneskir þingmenn á fundinum brugðust hart við málflutningi hennar og harðar en ég og fleiri áttum von á. Þeir fordæmdu Svetlönu, drógu úr umboði hennar og lýstu yfir stuðningi við niðurstöður forsetakosninganna. Þessi harða nálgun Rússanna var fréttnæm á alþjóðavísu. Baráttan fyrir alvöru lýðræði íbúa Hvíta-Rússlands er rétt að byrja. Og hún verður erfið. Það eru grundvallarmannréttindi að fá að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum og að fá að mótmæla á friðsaman hátt. Við Íslendingar eigum ekki bara að minna á þessi mannréttindi við hvert tækifæri, heldur styðja af öllum mætti við lýðræðislegar umbætur og við sjálfsögð réttindi íbúa. Það er ekki nóg að senda skilaboð gegnum facebook eða twitter heldur verður að láta verkin tala, með orðum og gjörðum sem skipta máli og hafa áhrif. Raunverulegar aðgerðir og alvöru stuðningur í verki fyrir fólk í leit að frjálsara lífi er það sem skiptir mestu máli. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Evrópuráðsþingsins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun