Opnunartími leikskóla í Reykjavík – kyn og kóróna Sóley Tómasdóttir og Sunna Símonardóttir skrifa 11. september 2020 13:00 Nú liggur fyrir jafnréttismat á áformum meirihluta borgarstjórnar um styttingu opnunartíma leikskólanna. Matið staðfestir réttmæti þeirrar gagnrýni sem áformin sættu á sínum tíma, enda myndu breytingarnar lenda á herðum kvenna í ríkari mæli en karla, þær kæmu verst niður á fólki með ósveigjanlegan vinnutíma og lítið félagslegt bakland; láglaunafólki og fólki af erlendu bergi brotið. Matið er mjög vel unnið, þar sem eigindleg og megindleg gögn eru sett í kynjafræðilegt og sögulegt samhengi. Niðurstaða jafnréttismatsins kemur ekki á óvart en það er umhugsunarefni að ekki sé almennari vitneskja um það sem þar kemur fram. Það er verulegt áhyggjuefni að heilt fagráð skuli taka ákvörðun um styttingu opnunartíma á leikskólum án þess að velta fyrir sér þeim skaðlegu áhrifum sem það myndi hafa fyrir konur og jaðarsetta hópa og þar með samfélagið allt. Þá má þakka fyrir verkferla um jafnréttismat, sem hafa aldeilis sannað tilgang sinn. Eða hvað? Jafnréttismatið sem nú liggur fyrir var ekki sjálfkrafa framkvæmt, heldur var ákvörðuninni beint í þann farveg eftir að hafa mætt gríðarlegri gagnrýni, m.a. af hálfu sérfræðinga á sviði kynja- og fjölbreytileika og foreldra. Framkvæmd jafnréttismatsins var nauðvörn meirihlutans sem þó tekur skýrt fram í sáttmála sínum að þau hyggist þróa áfram kynjaðar fjárhags- og starfsáætlanir og stuðla þannig að jafnrétti og réttlátari nýtingu fjármuna. Undir eðlilegum kringumstæðum væri málinu nú lokið, enda ákvað meirihlutinn að ekkert yrði aðhafst fyrr en jafnréttismat lægi fyrir. Því mætti ætla að niðurstöðurnar yrðu teknar alvarlega og opnunartíminn héldist óbreyttur. En raunveruleikinn er allt annar. „Hér varð hrun“ Eftir allt sem á undan var gengið ákvað meirihlutinn samt að stytta opnunartíma leikskólanna, ekki af þeim meintu faglegu ástæðum sem áður höfðu verið gefnar upp, heldur vegna kórónaveirufaraldursins. Sóttvarnaraðgerðir eru vissulega mikilvægar og eðlilegt að starfsemi Reykjavíkurborgar hafi tekið einhverjum breytingum eins og samfélagið allt þegar faraldurinn skall á. Umtalsverðar breytingar urðu tímabundið á leikskólaþjónustu sem nú hefur verið aflétt að mestu leyti, þó ekki öllu. Frá því í mars hefur opnunartími leikskólanna verið til 16.30 og meirihlutinn hyggst halda því óbreyttu til áramóta ef marka má fundargerðir skóla- og frístundaráðs. Þessi aðferðafræði er kunnugleg, enda skemmst að minnast allra þeirra afleiðinga sem bankahrunið hafði, þar sem öryrkjar og lágtekjufólk tók á sig mun þyngri byrðar en hátekjufólk, þar sem konum var gert að sætta sig við meira langtímaatvinnuleysi en karlar, þar sem niðurskurður bitnaði á grunninnviðum og takmarkaði þar með þátttöku kvenna á vinnumarkaði – af því „hér varð hrun!“ Jafnréttismat er alltaf mikilvægt Í kynjuðu valdakerfi er mikilvægt að greina allar ákvarðanir út frá jafnréttissjónarmiðum, hvort sem um nýjar ákvarðanir er að ræða eða breytingar á eldra fyrirkomulagi. Við eigum að vera komin miklu lengra en svo að það sé hægt að sleppa jafnréttisvinkli af því eitthvað annað sé mikilvægara. Sóttvarnaraðgerðir hafa nú þegar haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna og jaðarsettra hópa, heimilisofbeldi hefur aukist og ábyrgðardreifing á heimilum hefur skekkst. Þetta staðfesta allar nýlegar greiningar og rannsóknir. Það liggur fyrir jafnréttismat sem mælir eindregið gegn styttingu opnunartíma leikskóla í Reykjavík. Við slíkar aðstæður er engin leið að réttlæta ákvörðun meirihlutans. Kreppan sem kúgunartæki? Hvernig getur það gerst að meirihluti sem kennir sig við jöfnuð og kvenfrelsi leggi fram tillögu sem vitað er að mun bitna á konum og jaðarsettu fólki í Reykjavík, bakki svo smá vegna gagnrýni, láti jafnréttismeta hana en fari samt sínu fram þrátt fyrir allt í skjóli heimsfaraldurs? Þessi atburðarrás vekur upp spurningar um þá sannfæringu sem liggur að baki heilum kafla um kynjajafnrétti og kjaramál í meirihlutasáttmála Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík og þá pólítík sem meirihluti borgarstjórnar er raunverulega að reka. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Sunna Símonardóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir jafnréttismat á áformum meirihluta borgarstjórnar um styttingu opnunartíma leikskólanna. Matið staðfestir réttmæti þeirrar gagnrýni sem áformin sættu á sínum tíma, enda myndu breytingarnar lenda á herðum kvenna í ríkari mæli en karla, þær kæmu verst niður á fólki með ósveigjanlegan vinnutíma og lítið félagslegt bakland; láglaunafólki og fólki af erlendu bergi brotið. Matið er mjög vel unnið, þar sem eigindleg og megindleg gögn eru sett í kynjafræðilegt og sögulegt samhengi. Niðurstaða jafnréttismatsins kemur ekki á óvart en það er umhugsunarefni að ekki sé almennari vitneskja um það sem þar kemur fram. Það er verulegt áhyggjuefni að heilt fagráð skuli taka ákvörðun um styttingu opnunartíma á leikskólum án þess að velta fyrir sér þeim skaðlegu áhrifum sem það myndi hafa fyrir konur og jaðarsetta hópa og þar með samfélagið allt. Þá má þakka fyrir verkferla um jafnréttismat, sem hafa aldeilis sannað tilgang sinn. Eða hvað? Jafnréttismatið sem nú liggur fyrir var ekki sjálfkrafa framkvæmt, heldur var ákvörðuninni beint í þann farveg eftir að hafa mætt gríðarlegri gagnrýni, m.a. af hálfu sérfræðinga á sviði kynja- og fjölbreytileika og foreldra. Framkvæmd jafnréttismatsins var nauðvörn meirihlutans sem þó tekur skýrt fram í sáttmála sínum að þau hyggist þróa áfram kynjaðar fjárhags- og starfsáætlanir og stuðla þannig að jafnrétti og réttlátari nýtingu fjármuna. Undir eðlilegum kringumstæðum væri málinu nú lokið, enda ákvað meirihlutinn að ekkert yrði aðhafst fyrr en jafnréttismat lægi fyrir. Því mætti ætla að niðurstöðurnar yrðu teknar alvarlega og opnunartíminn héldist óbreyttur. En raunveruleikinn er allt annar. „Hér varð hrun“ Eftir allt sem á undan var gengið ákvað meirihlutinn samt að stytta opnunartíma leikskólanna, ekki af þeim meintu faglegu ástæðum sem áður höfðu verið gefnar upp, heldur vegna kórónaveirufaraldursins. Sóttvarnaraðgerðir eru vissulega mikilvægar og eðlilegt að starfsemi Reykjavíkurborgar hafi tekið einhverjum breytingum eins og samfélagið allt þegar faraldurinn skall á. Umtalsverðar breytingar urðu tímabundið á leikskólaþjónustu sem nú hefur verið aflétt að mestu leyti, þó ekki öllu. Frá því í mars hefur opnunartími leikskólanna verið til 16.30 og meirihlutinn hyggst halda því óbreyttu til áramóta ef marka má fundargerðir skóla- og frístundaráðs. Þessi aðferðafræði er kunnugleg, enda skemmst að minnast allra þeirra afleiðinga sem bankahrunið hafði, þar sem öryrkjar og lágtekjufólk tók á sig mun þyngri byrðar en hátekjufólk, þar sem konum var gert að sætta sig við meira langtímaatvinnuleysi en karlar, þar sem niðurskurður bitnaði á grunninnviðum og takmarkaði þar með þátttöku kvenna á vinnumarkaði – af því „hér varð hrun!“ Jafnréttismat er alltaf mikilvægt Í kynjuðu valdakerfi er mikilvægt að greina allar ákvarðanir út frá jafnréttissjónarmiðum, hvort sem um nýjar ákvarðanir er að ræða eða breytingar á eldra fyrirkomulagi. Við eigum að vera komin miklu lengra en svo að það sé hægt að sleppa jafnréttisvinkli af því eitthvað annað sé mikilvægara. Sóttvarnaraðgerðir hafa nú þegar haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna og jaðarsettra hópa, heimilisofbeldi hefur aukist og ábyrgðardreifing á heimilum hefur skekkst. Þetta staðfesta allar nýlegar greiningar og rannsóknir. Það liggur fyrir jafnréttismat sem mælir eindregið gegn styttingu opnunartíma leikskóla í Reykjavík. Við slíkar aðstæður er engin leið að réttlæta ákvörðun meirihlutans. Kreppan sem kúgunartæki? Hvernig getur það gerst að meirihluti sem kennir sig við jöfnuð og kvenfrelsi leggi fram tillögu sem vitað er að mun bitna á konum og jaðarsettu fólki í Reykjavík, bakki svo smá vegna gagnrýni, láti jafnréttismeta hana en fari samt sínu fram þrátt fyrir allt í skjóli heimsfaraldurs? Þessi atburðarrás vekur upp spurningar um þá sannfæringu sem liggur að baki heilum kafla um kynjajafnrétti og kjaramál í meirihlutasáttmála Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík og þá pólítík sem meirihluti borgarstjórnar er raunverulega að reka. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar