Sögðu Ragnheiði nota of margar tilraunir: Varð að skjóta því hún fékk enga hjálp Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2020 16:30 Ragnheiður Júlíusdóttir er einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. VÍSIR/BÁRA Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu skotnýtingu Ragnheiðar Júlíusdóttir, í 25-24 sigri Fram á HK, skilning og kölluðu eftir meira framlagi frá samherjum hennar. Ragnheiður skoraði 12 mörk í leiknum, eða um helming marka Fram, en þurfti til þess 21 skottilraun. Þar af voru fimm mörk úr fimm vítum, svo að hún skoraði úr sjö af 16 skotum sínum utan af velli. „Hún er frábær leikmaður, en hún er náttúrulega pínu ein þarna. Þær voru ekki að finna sig – ekki Hildur [Þorgeirsdóttir], ekki Kristrún [Steinþórsdóttir] og Guðrún [Erla Bjarnadóttir] spilaði ekki mikið,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. „Ég hefði viljað sjá Guðrúnu fá meiri séns á miðjunni. Ragnheiður er náttúrulega með sitt skotleyfi, en það vantaði meira framlag frá Hildi. Ég held að vörnin hjá HK hafi komið henni svolítið á óvart,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Annars hefði bara engin skotið“ Þær hrósuðu Ragnheiði fyrir sinn leik og undirstrikuðu að þar væri á ferðinni frábær leikmaður: „En hún er samt að nota of mikið af tilraunum. Í þessum leik gat hún samt ekki gert neitt annað því hún fékk enga hjálp. Annars hefði bara engin skotið. Það er því betra að hún skjóti frekar oftar en að sleppa því. En við gerum líka meiri kröfur á hana því hún er geggjaður leikmaður,“ sagði Sigurlaug, og Sunneva bætti við: „Heilt yfir fannst mér hún eiga mjög góðan leik, þó að hún skjóti svona oft. Ef engin önnur skýtur þá gerir hún það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Ragnheiður Júlíusdóttir gegn HK Olís-deild kvenna Handbolti Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 25-24 | Háspenna í Safamýri Fram tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn KA/Þór á dögunum og liðið lenti í miklum erfiðleikum gegn HK í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 11. september 2020 20:27 Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. 11. september 2020 20:56 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu skotnýtingu Ragnheiðar Júlíusdóttir, í 25-24 sigri Fram á HK, skilning og kölluðu eftir meira framlagi frá samherjum hennar. Ragnheiður skoraði 12 mörk í leiknum, eða um helming marka Fram, en þurfti til þess 21 skottilraun. Þar af voru fimm mörk úr fimm vítum, svo að hún skoraði úr sjö af 16 skotum sínum utan af velli. „Hún er frábær leikmaður, en hún er náttúrulega pínu ein þarna. Þær voru ekki að finna sig – ekki Hildur [Þorgeirsdóttir], ekki Kristrún [Steinþórsdóttir] og Guðrún [Erla Bjarnadóttir] spilaði ekki mikið,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. „Ég hefði viljað sjá Guðrúnu fá meiri séns á miðjunni. Ragnheiður er náttúrulega með sitt skotleyfi, en það vantaði meira framlag frá Hildi. Ég held að vörnin hjá HK hafi komið henni svolítið á óvart,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Annars hefði bara engin skotið“ Þær hrósuðu Ragnheiði fyrir sinn leik og undirstrikuðu að þar væri á ferðinni frábær leikmaður: „En hún er samt að nota of mikið af tilraunum. Í þessum leik gat hún samt ekki gert neitt annað því hún fékk enga hjálp. Annars hefði bara engin skotið. Það er því betra að hún skjóti frekar oftar en að sleppa því. En við gerum líka meiri kröfur á hana því hún er geggjaður leikmaður,“ sagði Sigurlaug, og Sunneva bætti við: „Heilt yfir fannst mér hún eiga mjög góðan leik, þó að hún skjóti svona oft. Ef engin önnur skýtur þá gerir hún það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Ragnheiður Júlíusdóttir gegn HK
Olís-deild kvenna Handbolti Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 25-24 | Háspenna í Safamýri Fram tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn KA/Þór á dögunum og liðið lenti í miklum erfiðleikum gegn HK í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 11. september 2020 20:27 Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. 11. september 2020 20:56 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 25-24 | Háspenna í Safamýri Fram tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn KA/Þór á dögunum og liðið lenti í miklum erfiðleikum gegn HK í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 11. september 2020 20:27
Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. 11. september 2020 20:56
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita