Það vill enginn nýju stjórnarskrána Ingólfur Hermannsson skrifar 17. september 2020 11:00 Nú er í gangi mikil söfnun undirskrifta til að krefjast þess að Alþingi samþykki nýju stjórnarskrána. En hverjir vilja eiginlega þessa blessuðu nýju stjórnarskrá? Fræðasamfélagið á Íslandi þekkir þessi mál betur en nokkur annar og fyrir utan einhverja sérvitringa vill það ekki sjá hana. Vissulega er núverandi stjórnarskrá ekkert fullkomin, ekkert mannanna verk er það, og þess vegna getur hún stundum verið ruglandi og virkað í mótsögn við sjálfa sig. En lögfræðingar og stjórnsýslusérfræðingar kunna á hana og koma gjarnan í fjölmiðla til þess að útskýra þessar flækjur fyrir okkur. Sumir hafa jafnvel gert það að ævistarfi sínu að túlka flóknustu atriði hennar og þeim finnst lítið koma til þeirrar nýju. Enda var hún skrifuð af fólki sem margt var ekki lögfræðimenntað og undir miklum áhrifum af Þjóðfundinum. Þau sjá það ekki síst af orðalaginu sem er alls ekki nógu lagatæknilegt. Þau hafa engan áhuga á þessari áhugamannastjórnarskrá. Sumir ráðherrar vilja gjarna breyta stjórnarskránni, en það þýðir ekki að þeir vilji þessa sem kosið var um fyrir átta árum. Sú stjórnarskrá raskar valdajafnvæginu og styrkir þingið á kostnað ríkisstjórnar. Þeir gætu kannski hugsað sér einhverjar vel valdar greinar eftir að búið væri að pússa af þeim vankantana en það segir sig sjálft að aukið aðhald og upplýsingaskylda auðveldar þeim ekki verkin. Ég meina, hvaða starfsmaður kýs aukið aðhald? Enginn. Maður gæti haldið að þingmenn mundu vilja þessa nýju stjórnarskrá fyrst það styrkir þingið en í raun er þar harðasta andstaðan. Það finnast auðvitað þingmenn sem hafa nýju stjórnarskrána á stefnuskrá sinni og sumir styðja hana jafnvel í raun og veru, en heilt yfir þá eru þeir á móti henni. Í fyrsta lagi þá er enginn sem býður sig fram til þings til að verða þingmaður, enda er enginn fyrir kosningar að spá í hver verði formaður í velferðarnefndar þingsins. Keppnin snýst um að komast í ráðherrastóla og þegar maður nær ráðherrastól þá vill maður þá gömlu sem gefur hverjum ráðherra nánast konungsvald í sínum málaflokki. Þar fyrir utan er nýja stjórnarskráin beint tilræði við starfsöryggi fjölmargra þingmanna. Persónukjör veldur því að engin þingsæti verða lengur "örugg". Jafnt vægi atkvæða kallar á uppstokkun, því þótt margir landsbyggðarþingmenn hafi í raun búið í bænum í áratugi og geti auðveldlega fært sig um kjördæmi, þá fylgir því alltaf áhætta. Og svo, með brottfalli 5% reglunnar, munu stóru flokkarnir ekki lengur græða auka þingsæti heldur gætu litlir flokkar komist að, jafnvel með því að bjóða fram í aðeins einu eða tveimur kjördæmum. Að lokum þá vilja fyrirtækin ekkert hafa með nýju stjórnarskána að gera, að minnst kosti ekki stórfyrirtækin. Ekki nóg með að þessi kommúnistaskrá taki fram að starfsmenn hafi rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða og sanngjarna launa heldur eru náttúruákvæðin líka heftandi fyrir atvinnulífið. Auðvitað er enginn á móti heilnæmu umhverfi, en eigum við ekki nóg af því? Sama með sjálfbærni við nýtingu auðlinda, hún hljómar vel á tyllidögum en ekki ef hún hamlar vexti öflugra fyrirtækja. Og talandi um auðlindirnar. Við vitum öll að fyrirtækin sem hafa séð um að veiða fiskinn fyrir okkur munu aldrei sætta sig við þessa nýju stjórnarskrá. Enda mundi enginn sætta sig við að fara að borga fyrir eitthvað sem hann hefur getað gengið að nánast frítt í áratugi. Það er þess vegna sem ég segi að það vill enginn þessa nýju stjórnarskrá, nema meirihluti kjósenda í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Og kannski þú. En þá átt þú að fara á síðuna www.nystjornarskra.is og bæta nafni þínu á undirskriftalistann. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Nú er í gangi mikil söfnun undirskrifta til að krefjast þess að Alþingi samþykki nýju stjórnarskrána. En hverjir vilja eiginlega þessa blessuðu nýju stjórnarskrá? Fræðasamfélagið á Íslandi þekkir þessi mál betur en nokkur annar og fyrir utan einhverja sérvitringa vill það ekki sjá hana. Vissulega er núverandi stjórnarskrá ekkert fullkomin, ekkert mannanna verk er það, og þess vegna getur hún stundum verið ruglandi og virkað í mótsögn við sjálfa sig. En lögfræðingar og stjórnsýslusérfræðingar kunna á hana og koma gjarnan í fjölmiðla til þess að útskýra þessar flækjur fyrir okkur. Sumir hafa jafnvel gert það að ævistarfi sínu að túlka flóknustu atriði hennar og þeim finnst lítið koma til þeirrar nýju. Enda var hún skrifuð af fólki sem margt var ekki lögfræðimenntað og undir miklum áhrifum af Þjóðfundinum. Þau sjá það ekki síst af orðalaginu sem er alls ekki nógu lagatæknilegt. Þau hafa engan áhuga á þessari áhugamannastjórnarskrá. Sumir ráðherrar vilja gjarna breyta stjórnarskránni, en það þýðir ekki að þeir vilji þessa sem kosið var um fyrir átta árum. Sú stjórnarskrá raskar valdajafnvæginu og styrkir þingið á kostnað ríkisstjórnar. Þeir gætu kannski hugsað sér einhverjar vel valdar greinar eftir að búið væri að pússa af þeim vankantana en það segir sig sjálft að aukið aðhald og upplýsingaskylda auðveldar þeim ekki verkin. Ég meina, hvaða starfsmaður kýs aukið aðhald? Enginn. Maður gæti haldið að þingmenn mundu vilja þessa nýju stjórnarskrá fyrst það styrkir þingið en í raun er þar harðasta andstaðan. Það finnast auðvitað þingmenn sem hafa nýju stjórnarskrána á stefnuskrá sinni og sumir styðja hana jafnvel í raun og veru, en heilt yfir þá eru þeir á móti henni. Í fyrsta lagi þá er enginn sem býður sig fram til þings til að verða þingmaður, enda er enginn fyrir kosningar að spá í hver verði formaður í velferðarnefndar þingsins. Keppnin snýst um að komast í ráðherrastóla og þegar maður nær ráðherrastól þá vill maður þá gömlu sem gefur hverjum ráðherra nánast konungsvald í sínum málaflokki. Þar fyrir utan er nýja stjórnarskráin beint tilræði við starfsöryggi fjölmargra þingmanna. Persónukjör veldur því að engin þingsæti verða lengur "örugg". Jafnt vægi atkvæða kallar á uppstokkun, því þótt margir landsbyggðarþingmenn hafi í raun búið í bænum í áratugi og geti auðveldlega fært sig um kjördæmi, þá fylgir því alltaf áhætta. Og svo, með brottfalli 5% reglunnar, munu stóru flokkarnir ekki lengur græða auka þingsæti heldur gætu litlir flokkar komist að, jafnvel með því að bjóða fram í aðeins einu eða tveimur kjördæmum. Að lokum þá vilja fyrirtækin ekkert hafa með nýju stjórnarskána að gera, að minnst kosti ekki stórfyrirtækin. Ekki nóg með að þessi kommúnistaskrá taki fram að starfsmenn hafi rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða og sanngjarna launa heldur eru náttúruákvæðin líka heftandi fyrir atvinnulífið. Auðvitað er enginn á móti heilnæmu umhverfi, en eigum við ekki nóg af því? Sama með sjálfbærni við nýtingu auðlinda, hún hljómar vel á tyllidögum en ekki ef hún hamlar vexti öflugra fyrirtækja. Og talandi um auðlindirnar. Við vitum öll að fyrirtækin sem hafa séð um að veiða fiskinn fyrir okkur munu aldrei sætta sig við þessa nýju stjórnarskrá. Enda mundi enginn sætta sig við að fara að borga fyrir eitthvað sem hann hefur getað gengið að nánast frítt í áratugi. Það er þess vegna sem ég segi að það vill enginn þessa nýju stjórnarskrá, nema meirihluti kjósenda í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Og kannski þú. En þá átt þú að fara á síðuna www.nystjornarskra.is og bæta nafni þínu á undirskriftalistann. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar