Smituðum fjölgar á Landspítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 09:47 Landspítalinn Fossvogi. Einangrun og sóttkví starfsmanna í skurðlækningaþjónustu hefur mikil áhrif á spítalann. Vísir/Vilhelm Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. Margir þeirra sem eru smitaðir og í sóttkví eru starfsmenn skurðlækningaþjónustu, sem gerir það að verkum að fresta hefur þurft aðgerðum og afköst eru minni en ella. „Þetta hefur leitt af sér að við þurfum að loka annars vegar einni dagdeild og hins vegar einni legudeild,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala í samtali við Vísi. Fella hefur þurft niður um fimmtíu aðgerðir í vikunni. „Hins vegar liggur fyrir að við verðum ekki á fullum afköstum í þessari viku vegna þess að aðgerðir sem við hefðum getað gert voru ekki einu sinni lagðar upp. Afköstin verða minni en við ætluðum. Við höldum samt úti öllum mikilvægum aðgerðum sem mega ekki bíða.“ Anna var ekki með nákvæman fjölda smitaðra starfsmanna á hreinu þegar Vísir náði tali af henni á tíunda tímanum en segir að þeir séu nú á milli þrjátíu og fjörutíu. Þrjátíu starfsmenn voru með veiruna í gær og yfir 170 í sóttkví. „Þetta eru í raun þrír hópar sem eru í þessum þrjátíu fjörutíu manna hópi. Það eru í fyrsta lagi tólf eða svo úr skrifstofum í Skaftahlíð, síðan er einhver svipaður fjöldi iðnaðarmanna og restin er í skurðlækningaþjónustunni,“ segir Anna. „Það hefur mikil áhrif, einangrun og sóttkví starfsfólks í klínískri þjónustu. Þannig að við erum að skoða möguleikann á því hvort það sé fólk í bakvarðarsveitinni sem geti komið og hjálpað okkur svo hægt sé að koma starfseminni aftur af stað. Því þessi lokun er í að minnsta kosti viku og það er mjög óheppilegt.“ Uppfært klukkan 12:30: 35 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun með kórónuveiruna, þar af fimmtán klínískir starfsmenn. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49 33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. Margir þeirra sem eru smitaðir og í sóttkví eru starfsmenn skurðlækningaþjónustu, sem gerir það að verkum að fresta hefur þurft aðgerðum og afköst eru minni en ella. „Þetta hefur leitt af sér að við þurfum að loka annars vegar einni dagdeild og hins vegar einni legudeild,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala í samtali við Vísi. Fella hefur þurft niður um fimmtíu aðgerðir í vikunni. „Hins vegar liggur fyrir að við verðum ekki á fullum afköstum í þessari viku vegna þess að aðgerðir sem við hefðum getað gert voru ekki einu sinni lagðar upp. Afköstin verða minni en við ætluðum. Við höldum samt úti öllum mikilvægum aðgerðum sem mega ekki bíða.“ Anna var ekki með nákvæman fjölda smitaðra starfsmanna á hreinu þegar Vísir náði tali af henni á tíunda tímanum en segir að þeir séu nú á milli þrjátíu og fjörutíu. Þrjátíu starfsmenn voru með veiruna í gær og yfir 170 í sóttkví. „Þetta eru í raun þrír hópar sem eru í þessum þrjátíu fjörutíu manna hópi. Það eru í fyrsta lagi tólf eða svo úr skrifstofum í Skaftahlíð, síðan er einhver svipaður fjöldi iðnaðarmanna og restin er í skurðlækningaþjónustunni,“ segir Anna. „Það hefur mikil áhrif, einangrun og sóttkví starfsfólks í klínískri þjónustu. Þannig að við erum að skoða möguleikann á því hvort það sé fólk í bakvarðarsveitinni sem geti komið og hjálpað okkur svo hægt sé að koma starfseminni aftur af stað. Því þessi lokun er í að minnsta kosti viku og það er mjög óheppilegt.“ Uppfært klukkan 12:30: 35 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun með kórónuveiruna, þar af fimmtán klínískir starfsmenn.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49 33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27
Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49
33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05