Smituðum fjölgar á Landspítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 09:47 Landspítalinn Fossvogi. Einangrun og sóttkví starfsmanna í skurðlækningaþjónustu hefur mikil áhrif á spítalann. Vísir/Vilhelm Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. Margir þeirra sem eru smitaðir og í sóttkví eru starfsmenn skurðlækningaþjónustu, sem gerir það að verkum að fresta hefur þurft aðgerðum og afköst eru minni en ella. „Þetta hefur leitt af sér að við þurfum að loka annars vegar einni dagdeild og hins vegar einni legudeild,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala í samtali við Vísi. Fella hefur þurft niður um fimmtíu aðgerðir í vikunni. „Hins vegar liggur fyrir að við verðum ekki á fullum afköstum í þessari viku vegna þess að aðgerðir sem við hefðum getað gert voru ekki einu sinni lagðar upp. Afköstin verða minni en við ætluðum. Við höldum samt úti öllum mikilvægum aðgerðum sem mega ekki bíða.“ Anna var ekki með nákvæman fjölda smitaðra starfsmanna á hreinu þegar Vísir náði tali af henni á tíunda tímanum en segir að þeir séu nú á milli þrjátíu og fjörutíu. Þrjátíu starfsmenn voru með veiruna í gær og yfir 170 í sóttkví. „Þetta eru í raun þrír hópar sem eru í þessum þrjátíu fjörutíu manna hópi. Það eru í fyrsta lagi tólf eða svo úr skrifstofum í Skaftahlíð, síðan er einhver svipaður fjöldi iðnaðarmanna og restin er í skurðlækningaþjónustunni,“ segir Anna. „Það hefur mikil áhrif, einangrun og sóttkví starfsfólks í klínískri þjónustu. Þannig að við erum að skoða möguleikann á því hvort það sé fólk í bakvarðarsveitinni sem geti komið og hjálpað okkur svo hægt sé að koma starfseminni aftur af stað. Því þessi lokun er í að minnsta kosti viku og það er mjög óheppilegt.“ Uppfært klukkan 12:30: 35 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun með kórónuveiruna, þar af fimmtán klínískir starfsmenn. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49 33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. Margir þeirra sem eru smitaðir og í sóttkví eru starfsmenn skurðlækningaþjónustu, sem gerir það að verkum að fresta hefur þurft aðgerðum og afköst eru minni en ella. „Þetta hefur leitt af sér að við þurfum að loka annars vegar einni dagdeild og hins vegar einni legudeild,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala í samtali við Vísi. Fella hefur þurft niður um fimmtíu aðgerðir í vikunni. „Hins vegar liggur fyrir að við verðum ekki á fullum afköstum í þessari viku vegna þess að aðgerðir sem við hefðum getað gert voru ekki einu sinni lagðar upp. Afköstin verða minni en við ætluðum. Við höldum samt úti öllum mikilvægum aðgerðum sem mega ekki bíða.“ Anna var ekki með nákvæman fjölda smitaðra starfsmanna á hreinu þegar Vísir náði tali af henni á tíunda tímanum en segir að þeir séu nú á milli þrjátíu og fjörutíu. Þrjátíu starfsmenn voru með veiruna í gær og yfir 170 í sóttkví. „Þetta eru í raun þrír hópar sem eru í þessum þrjátíu fjörutíu manna hópi. Það eru í fyrsta lagi tólf eða svo úr skrifstofum í Skaftahlíð, síðan er einhver svipaður fjöldi iðnaðarmanna og restin er í skurðlækningaþjónustunni,“ segir Anna. „Það hefur mikil áhrif, einangrun og sóttkví starfsfólks í klínískri þjónustu. Þannig að við erum að skoða möguleikann á því hvort það sé fólk í bakvarðarsveitinni sem geti komið og hjálpað okkur svo hægt sé að koma starfseminni aftur af stað. Því þessi lokun er í að minnsta kosti viku og það er mjög óheppilegt.“ Uppfært klukkan 12:30: 35 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun með kórónuveiruna, þar af fimmtán klínískir starfsmenn.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49 33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27
Þrjátíu starfsmenn smitaðir Þrjátíu starfsmenn Landspítala eru í einangrun með kórónuveiruna og 176 eru í sóttkví. 24. september 2020 16:49
33 greindust innanlands 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. 24. september 2020 11:05