Meiðyrði „deyja“ ekki við það eitt að vera fjarlægð Eva Hauksdóttir skrifar 27. september 2020 18:00 Þann 16. september féll dómur í meiðyrðamáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölmiðlar hafa veitt þessum dómi nokkra athygli. Málið er sprottið af umgengnisdeilu en í tengslum við hana fór föðurafi barnsins hörðum orðum um móður þess á Facebooksíðu sinni, talaði um hana sem brenglaða og hættulega börnum, og að hann óttaðist að hún myndi valda barninu skaða með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Niðurstaða dómara var sú að þegar litið væri á samhengi orðanna yrði að meta það svo að ummælin fælu í sér fullyrðingar um refsiverða hegðun sem auk þess teldist siðferðilega ámæliverð. Einnig að deila af þessu tagi ætti ekkert erindi við almenning og gæti ekki talist innlegg í þjóðfélagsumræðu. Þetta er í samræmi við dómaframkvæmd og verður að teljast sannfærandi. Eitt finnst mér þó stórfurðulegt við þennan dóm. Dómari hafnaði kröfu um að dæma grófustu ummælin dauð og ómerk. Ummælin hljóða svo: [Nafn stefnanda] er ofbeldismanneskja og það skulu allir fá að vita um. Hér er manneskjan nafngreind. Það hefur reyndar enga úrslitaþýðingu þar sem nægar upplýsingar lágu fyrir til þess að hver sá sem las hin ummælin gat auðveldlega komist að nafni hennar, en þetta sýnir ásetning gerandans og felur reyndar í sér hótun. Rök dómarans fyrir því að hafna kröfunni hvað þessi ummæli varðar eru þau að ummælin hafi verið fjarlægð og því hafi það „ekki sjálfstæða þýðingu að krefjast ómerkingar þeirra nú.“ Dómur um að tiltekin ummæli teljist dauð og ómerk merkir ekki að þeim sem ber ábyrgð á þeim beri að fela þau eða taka þau aftur. Dómur um ómerkingu felur í sér yfirlýsingu um að þau ummæli séu að engu hafandi – að sá sem lét þau orð falla hafi farið með fleipur eða geti a.m.k. ekki sýnt fram á sannleiksgildi orða sinna. Jafnframt felur sú niðurstaða í sér viðurkenningu á því að ummælin hafi verið til þess fallin að móðga þolandann og/eða spilla mannorði hans út á við. Það er undarleg niðurstaða að ummæli hætti að hafa slík áhrif bara af því þau hafi verið fjarlægð. Það er jafn órökrétt og að halda því fram að það hafi ekki þýðingu að fá viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna líkamsárásar þar sem áverkinn sé horfinn. Samkvæmt niðurstöðu dómarans ætti að hafna kröfu um ómerkingu orða sem falla á fundi, þar sem enginn geti nú heyrt þau lengur. Sömuleiðis ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ofsækja annað fólk með svívirðingum, ásökunum og hótunum á samfélagsmiðlum og fjarlægja svo bara færslurnar áður en málið er dómtekið. Fjölmiðlar ættu þá að sama skapi að geta birt ærumeiðandi fréttir og skotið sér undan ábyrgð með því að fjarlægja þær eftir að skaðinn er skeður. Ég ætla rétt að vona að aðrir dómarar muni ekki líta til þessa máls sem fordæmis hvað varðar ummæli sem hafa verið fjarlægð. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Þann 16. september féll dómur í meiðyrðamáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölmiðlar hafa veitt þessum dómi nokkra athygli. Málið er sprottið af umgengnisdeilu en í tengslum við hana fór föðurafi barnsins hörðum orðum um móður þess á Facebooksíðu sinni, talaði um hana sem brenglaða og hættulega börnum, og að hann óttaðist að hún myndi valda barninu skaða með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Niðurstaða dómara var sú að þegar litið væri á samhengi orðanna yrði að meta það svo að ummælin fælu í sér fullyrðingar um refsiverða hegðun sem auk þess teldist siðferðilega ámæliverð. Einnig að deila af þessu tagi ætti ekkert erindi við almenning og gæti ekki talist innlegg í þjóðfélagsumræðu. Þetta er í samræmi við dómaframkvæmd og verður að teljast sannfærandi. Eitt finnst mér þó stórfurðulegt við þennan dóm. Dómari hafnaði kröfu um að dæma grófustu ummælin dauð og ómerk. Ummælin hljóða svo: [Nafn stefnanda] er ofbeldismanneskja og það skulu allir fá að vita um. Hér er manneskjan nafngreind. Það hefur reyndar enga úrslitaþýðingu þar sem nægar upplýsingar lágu fyrir til þess að hver sá sem las hin ummælin gat auðveldlega komist að nafni hennar, en þetta sýnir ásetning gerandans og felur reyndar í sér hótun. Rök dómarans fyrir því að hafna kröfunni hvað þessi ummæli varðar eru þau að ummælin hafi verið fjarlægð og því hafi það „ekki sjálfstæða þýðingu að krefjast ómerkingar þeirra nú.“ Dómur um að tiltekin ummæli teljist dauð og ómerk merkir ekki að þeim sem ber ábyrgð á þeim beri að fela þau eða taka þau aftur. Dómur um ómerkingu felur í sér yfirlýsingu um að þau ummæli séu að engu hafandi – að sá sem lét þau orð falla hafi farið með fleipur eða geti a.m.k. ekki sýnt fram á sannleiksgildi orða sinna. Jafnframt felur sú niðurstaða í sér viðurkenningu á því að ummælin hafi verið til þess fallin að móðga þolandann og/eða spilla mannorði hans út á við. Það er undarleg niðurstaða að ummæli hætti að hafa slík áhrif bara af því þau hafi verið fjarlægð. Það er jafn órökrétt og að halda því fram að það hafi ekki þýðingu að fá viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna líkamsárásar þar sem áverkinn sé horfinn. Samkvæmt niðurstöðu dómarans ætti að hafna kröfu um ómerkingu orða sem falla á fundi, þar sem enginn geti nú heyrt þau lengur. Sömuleiðis ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ofsækja annað fólk með svívirðingum, ásökunum og hótunum á samfélagsmiðlum og fjarlægja svo bara færslurnar áður en málið er dómtekið. Fjölmiðlar ættu þá að sama skapi að geta birt ærumeiðandi fréttir og skotið sér undan ábyrgð með því að fjarlægja þær eftir að skaðinn er skeður. Ég ætla rétt að vona að aðrir dómarar muni ekki líta til þessa máls sem fordæmis hvað varðar ummæli sem hafa verið fjarlægð. Höfundur er lögfræðingur.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun