Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Sunna Símonardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skrifa 28. september 2020 10:30 Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Löggjöfin skilaði sér í mikilli nýtingu feðra á fæðingarorlofi því þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan óframseljanlegan rétt þá nýta þeir hann. Engu að síður er það svo að mæður nota oftar allan sinn sjálfstæða rétt og í flestum tilvikum einnig nær allan sameiginlegan rétt þannig að fæðingarorlofstaka þeirra er mun lengri en feðra. Nýleg greining sýnir þannig fram á að Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Fyrir þessu eru margar ástæður; kynbundinn launamunur, samfélagslegur þrýstingur og ekki síður gamaldags og hamlandi hugmyndir um foreldrahlutverkið. „Valfrelsi” foreldra um nýtingu orlofs mun ekki stuðla að jafnrétti, því er nauðsynlegt að feður öðlist lengri sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs. Feður vilja lengra fæðingarorlof Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um fæðingarorlof kom fram að 70% feðra og mæðra á Norðurlöndunum telja að orlofinu eigi að vera skipt jafnt. Rannsóknir á Íslandi, sem og á hinum Norðurlöndunum, sýna að feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það og fæðingarorlof feðra dregur enn fremur úr tíðni skilnaða og hefur jákvæð áhrif á líðan barna. Sérstakt feðraorlof hefur reynst skilvirkasta leiðin svo karlar verði lengur heima með ungbörnin sín og það hefur svo áhrif á venjur og viðhorf á vinnumarkaði sem og innan fjölskyldunnar. Eyrnamerkt feðraorlof er því lykillinn til að stuðla að jafnri ábyrgð foreldra á umönnun barna, heimilisstörfum og jafnrétti á vinnumarkaði. Dauðafæri til framtíðar Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögunum þar sem réttur foreldra til orlofs er jafn. Það er eðlileg krafa í jafnréttisamfélagi að löggjöf um fæðingarorlof geri ráð fyrir því að feður jafnt sem mæður sinni börnum sínum. Við eigum ekki að smíða löggjöf um það hvernig hlutirnir eru eða hafa verið, heldur hvernig er eðlilegt og réttlátt að þeir séu. Verkaskipting foreldra í uppeldi og umönnun hefur áhrif á alla þætti samfélagsins og skapar ólík hlutverk fyrir konur og karla sem hefur síðan áhrif á samfélagsþátttöku, atvinnuþátttöku og byrði innan heimilisins og svo ótalmargt fleira. Þetta er grundvöllur margskonar ójafnréttis og íþyngjandi kynhlutverka. Löggjöfin þarf að hafa svigrúm þegar sannarlega er aðeins um eitt foreldri að ræða en annars á hún að byggja á þeirri einföldu hugmynd að feður og mæður njóti jafnréttis en sé ekki kerfisbundið mismunað. Það er best fyrir börnin og okkur öll, til skemmri og lengri tíma litið. Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Sunna Símonardóttir Þorsteinn V. Einarsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Löggjöfin skilaði sér í mikilli nýtingu feðra á fæðingarorlofi því þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan óframseljanlegan rétt þá nýta þeir hann. Engu að síður er það svo að mæður nota oftar allan sinn sjálfstæða rétt og í flestum tilvikum einnig nær allan sameiginlegan rétt þannig að fæðingarorlofstaka þeirra er mun lengri en feðra. Nýleg greining sýnir þannig fram á að Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Fyrir þessu eru margar ástæður; kynbundinn launamunur, samfélagslegur þrýstingur og ekki síður gamaldags og hamlandi hugmyndir um foreldrahlutverkið. „Valfrelsi” foreldra um nýtingu orlofs mun ekki stuðla að jafnrétti, því er nauðsynlegt að feður öðlist lengri sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs. Feður vilja lengra fæðingarorlof Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um fæðingarorlof kom fram að 70% feðra og mæðra á Norðurlöndunum telja að orlofinu eigi að vera skipt jafnt. Rannsóknir á Íslandi, sem og á hinum Norðurlöndunum, sýna að feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það og fæðingarorlof feðra dregur enn fremur úr tíðni skilnaða og hefur jákvæð áhrif á líðan barna. Sérstakt feðraorlof hefur reynst skilvirkasta leiðin svo karlar verði lengur heima með ungbörnin sín og það hefur svo áhrif á venjur og viðhorf á vinnumarkaði sem og innan fjölskyldunnar. Eyrnamerkt feðraorlof er því lykillinn til að stuðla að jafnri ábyrgð foreldra á umönnun barna, heimilisstörfum og jafnrétti á vinnumarkaði. Dauðafæri til framtíðar Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögunum þar sem réttur foreldra til orlofs er jafn. Það er eðlileg krafa í jafnréttisamfélagi að löggjöf um fæðingarorlof geri ráð fyrir því að feður jafnt sem mæður sinni börnum sínum. Við eigum ekki að smíða löggjöf um það hvernig hlutirnir eru eða hafa verið, heldur hvernig er eðlilegt og réttlátt að þeir séu. Verkaskipting foreldra í uppeldi og umönnun hefur áhrif á alla þætti samfélagsins og skapar ólík hlutverk fyrir konur og karla sem hefur síðan áhrif á samfélagsþátttöku, atvinnuþátttöku og byrði innan heimilisins og svo ótalmargt fleira. Þetta er grundvöllur margskonar ójafnréttis og íþyngjandi kynhlutverka. Löggjöfin þarf að hafa svigrúm þegar sannarlega er aðeins um eitt foreldri að ræða en annars á hún að byggja á þeirri einföldu hugmynd að feður og mæður njóti jafnréttis en sé ekki kerfisbundið mismunað. Það er best fyrir börnin og okkur öll, til skemmri og lengri tíma litið. Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar