Stjórnvöld hafi ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmálans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2020 09:49 Börn á siglinganámskeiði í Nauthólsvík á fallegum sumardegi. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjölga þarf tækifærum fyrir börn og ungmenni til að taka þátt. Stjórnvöld þurfa að tryggja betur aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn og börn sem búa við fátækt. Þetta eru niðurstöður níu frjálsra félagasamtaka um stöðu mannréttinda barna á Íslandi sem hafa skilað skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Unnið hefur verið að skýrslunni síðan 2018. Skýrslan fjallar um réttindi barna með einum eða öðrum hætti. „Frá því að Ísland skilaði síðustu skýrslum sínum til Barnaréttarnefndarinnar hefur margt þróast í rétta átt en þó er margt sem bæta þarf svo börn á Íslandi geti notið allra þeirra réttinda sem getið er um í Barnasáttmálanum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum í dag. Félagasamtökin níu eru Barnaheill, Heimili og skóli, Rauði krossinn, SAFT, Samfés, UMFÍ, Unicef, Þroskahjálp og ÖBÍ. Meðal þeirra athugasemda sem koma fram í viðbótarskýrslu félagasamtakanna níu er að: • Stjórnvöld hafi ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmálans. Lagt er til að stjórnvöld geri m.a. landsáætlun um innleiðingu sáttmálans og gefi út leiðbeiningar til þeirra sem taka ákvarðanir í málefnum barna um hvernig eigi að meta hvað sé barni fyrir bestu. • Auka þarf tækifæri barna og ungmenna til þátttöku í málefnum sem þau varðar. Stjórnvöld þurfa að sýna frumkvæði í að bjóða börnum að tjá skoðanir sínar í öllum aðstæðum og bera ábyrgð á að fræða almenning um tjáningarrétt barna óháð aldri. Sérstaklega skal tryggja aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn, börn sem búa við fátækt og aðra hópa barna sem mæta hindrunum. Ennfremur er afar mikilvægt að íslenska ríkið undirriti og fullgildi þriðju valfrjálsu bókun Barnasáttmálans um kvörtunarleiðir til Barnaréttarnefndarinnar, og opni þannig aðgang fyrir börn til að kvarta undan meðferð stjórnvalda á málum sínum, án mismununar. • Nauðsynlegt er að setja á fót sjálfstæða mannréttindastofnun á Íslandi en hingað til hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands, sem rekin er af frjálsum félagasamtökum, sinnt störfum mannréttindastofnunar • Eftirlit og samræming á starfsemi barnaverndarnefnda sé ábótavant og skuli eflt til muna. Þá skuli barnaverndarnefndir verða skipaðar fagfólki og látið verði af pólitískum skipunum. Úttekt verði gerð á barnavernd fylgdarlausra barna sem sækja um alþjóðlega vernd. • Tryggja þarf að fötluð börn njóti tækifæra og mannréttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, til jafns við önnur börn. Vöntun er á áreiðanlegri tölfræði um stöðu þeirra til að hægt sé að grípa til ráðstafana til að tryggja réttindi þeirra og verja fyrir mismunun og ofbeldi. Stórauka þarf tækifæri til náms, vinnu, menningar og tómstunda fyrir fötluð börn og ungmenni og jafnframt að tryggja rétt þeirra til hjálpartækja, m.a. fyrir börn sem búa á tveimur heimilum til að þau hafi raunveruleg tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu, eins og önnur börn. Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Stjórnvöld hafa ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjölga þarf tækifærum fyrir börn og ungmenni til að taka þátt. Stjórnvöld þurfa að tryggja betur aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn og börn sem búa við fátækt. Þetta eru niðurstöður níu frjálsra félagasamtaka um stöðu mannréttinda barna á Íslandi sem hafa skilað skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Unnið hefur verið að skýrslunni síðan 2018. Skýrslan fjallar um réttindi barna með einum eða öðrum hætti. „Frá því að Ísland skilaði síðustu skýrslum sínum til Barnaréttarnefndarinnar hefur margt þróast í rétta átt en þó er margt sem bæta þarf svo börn á Íslandi geti notið allra þeirra réttinda sem getið er um í Barnasáttmálanum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum í dag. Félagasamtökin níu eru Barnaheill, Heimili og skóli, Rauði krossinn, SAFT, Samfés, UMFÍ, Unicef, Þroskahjálp og ÖBÍ. Meðal þeirra athugasemda sem koma fram í viðbótarskýrslu félagasamtakanna níu er að: • Stjórnvöld hafi ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmálans. Lagt er til að stjórnvöld geri m.a. landsáætlun um innleiðingu sáttmálans og gefi út leiðbeiningar til þeirra sem taka ákvarðanir í málefnum barna um hvernig eigi að meta hvað sé barni fyrir bestu. • Auka þarf tækifæri barna og ungmenna til þátttöku í málefnum sem þau varðar. Stjórnvöld þurfa að sýna frumkvæði í að bjóða börnum að tjá skoðanir sínar í öllum aðstæðum og bera ábyrgð á að fræða almenning um tjáningarrétt barna óháð aldri. Sérstaklega skal tryggja aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn, börn sem búa við fátækt og aðra hópa barna sem mæta hindrunum. Ennfremur er afar mikilvægt að íslenska ríkið undirriti og fullgildi þriðju valfrjálsu bókun Barnasáttmálans um kvörtunarleiðir til Barnaréttarnefndarinnar, og opni þannig aðgang fyrir börn til að kvarta undan meðferð stjórnvalda á málum sínum, án mismununar. • Nauðsynlegt er að setja á fót sjálfstæða mannréttindastofnun á Íslandi en hingað til hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands, sem rekin er af frjálsum félagasamtökum, sinnt störfum mannréttindastofnunar • Eftirlit og samræming á starfsemi barnaverndarnefnda sé ábótavant og skuli eflt til muna. Þá skuli barnaverndarnefndir verða skipaðar fagfólki og látið verði af pólitískum skipunum. Úttekt verði gerð á barnavernd fylgdarlausra barna sem sækja um alþjóðlega vernd. • Tryggja þarf að fötluð börn njóti tækifæra og mannréttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, til jafns við önnur börn. Vöntun er á áreiðanlegri tölfræði um stöðu þeirra til að hægt sé að grípa til ráðstafana til að tryggja réttindi þeirra og verja fyrir mismunun og ofbeldi. Stórauka þarf tækifæri til náms, vinnu, menningar og tómstunda fyrir fötluð börn og ungmenni og jafnframt að tryggja rétt þeirra til hjálpartækja, m.a. fyrir börn sem búa á tveimur heimilum til að þau hafi raunveruleg tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu, eins og önnur börn.
Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira