Dujshebaev sendir Hauki fallega batakveðju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2020 12:31 Talant Dujshebaev er sleipur í íslensku. facebook-síða kielce Eins og fram kom í gær sleit Haukur Þrastarson krossband í hné í leik Kielce og Elverum í síðustu viku og verður frá keppni næsta tæpa árið. Á Facebook-síðu Kielce í dag birtust myndir af þjálfara og leikmönnum liðsins þar sem þeir óska Hauki góðs bata. Þeir halda á skilti með númeri Hauks (25) og skilaboðum á íslensku. Meðal þeirra sem senda Hauki falleg skilaboð eru Talant Dujshebaev, þjálfari Kielce, og sonur hans og leikmaður liðsins, Alex Dujshebaev. Sigvaldi Guðjónsson sendir landa sínum og félaga í íslenska landsliðinu einnig batakveðjur. Komunikat odno nie kontuzji Haukura Thrastarsona https://bit.ly/36ODSTx Jeste my z Tob "Haki" #gramyRAZEM #dawajDAWAJPosted by om a Vive Kielce on Tuesday, October 6, 2020 Haukur gekk í raðir Póllandsmeistara Kielce frá Selfossi í sumar. Þar á bæ virðast menn hafa mikla trú á honum en skömmu eftir komuna til Kielce skrifaði Haukur undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið, án þess að hafa spilað leik fyrir það. Haukur er því samningsbundinn Kielce til 2025. Haukur fer í aðgerð á Íslandi á næstu dögum og verður í endurhæfingu á Selfossi áður en hann snýr aftur út til Póllands. Haukur ristarbrotnaði í sumar en var ótrúlega fljótur að ná sér og var orðinn klár áður en tímabilið hófst. Nú er hins vegar ljóst að hann leikur ekki meira með Kielce í vetur og þá missir hann af HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs. Haukur, sem er nítján ára, lék með íslenska landsliðinu á HM 2019 og EM 2020. Hann var valinn besti leikmaður EM U-18 ára fyrir tveimur árum þar sem Ísland endaði í 2. sæti. Pólski handboltinn Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Eins og fram kom í gær sleit Haukur Þrastarson krossband í hné í leik Kielce og Elverum í síðustu viku og verður frá keppni næsta tæpa árið. Á Facebook-síðu Kielce í dag birtust myndir af þjálfara og leikmönnum liðsins þar sem þeir óska Hauki góðs bata. Þeir halda á skilti með númeri Hauks (25) og skilaboðum á íslensku. Meðal þeirra sem senda Hauki falleg skilaboð eru Talant Dujshebaev, þjálfari Kielce, og sonur hans og leikmaður liðsins, Alex Dujshebaev. Sigvaldi Guðjónsson sendir landa sínum og félaga í íslenska landsliðinu einnig batakveðjur. Komunikat odno nie kontuzji Haukura Thrastarsona https://bit.ly/36ODSTx Jeste my z Tob "Haki" #gramyRAZEM #dawajDAWAJPosted by om a Vive Kielce on Tuesday, October 6, 2020 Haukur gekk í raðir Póllandsmeistara Kielce frá Selfossi í sumar. Þar á bæ virðast menn hafa mikla trú á honum en skömmu eftir komuna til Kielce skrifaði Haukur undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið, án þess að hafa spilað leik fyrir það. Haukur er því samningsbundinn Kielce til 2025. Haukur fer í aðgerð á Íslandi á næstu dögum og verður í endurhæfingu á Selfossi áður en hann snýr aftur út til Póllands. Haukur ristarbrotnaði í sumar en var ótrúlega fljótur að ná sér og var orðinn klár áður en tímabilið hófst. Nú er hins vegar ljóst að hann leikur ekki meira með Kielce í vetur og þá missir hann af HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs. Haukur, sem er nítján ára, lék með íslenska landsliðinu á HM 2019 og EM 2020. Hann var valinn besti leikmaður EM U-18 ára fyrir tveimur árum þar sem Ísland endaði í 2. sæti.
Pólski handboltinn Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport