Fátæktargildran: Hin blóðuga sóun Jón Ingi Hákonarson skrifar 12. október 2020 10:00 Fyrir þó nokkru heyrði ég mætan mann segja að þjóð þyrfti að telja að minnsta kosti fimm milljónir manna til þess að hún áttaði sig á því að hún væri smáþjóð. Við eigum enn nokkuð í land ef þetta er rétt. Krónan er dýr gjaldmiðill og það er hollt að reyna að átta sig á því hversu mikið hún kostar okkur, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem samfélag. Það er ekki fyrr en við skiljum kosti hennar og galla að við getum metið hvort við viljum halda í hana til framtíðar. Til að halda úti krónunni verðum við að hafa aðgang að gjaldeyrisvarasjóði. Þessi ráðstöfun hefur kostað í gegnum tíðina a.m.k. 20 milljarða árlega. Forsendur mínar eru þær að vaxtamunur á 10 ára skuldabréfum á milli Íslands og útlanda hefur í gegnum tíðina verið á milli þrjú til fimm prósent. Þessi vaxtamunur er minni í augnablikinu vegna lágra vaxta hér á landi en þessi vaxtalækkun er þó ekki talin varanleg og hefur Seðlabankinn m.a. varað við því að vaxtastigið hér á landi muni að öllum líkindum hækka. Það mun auka vaxtamuninn og þar með kostnaðinn við gjaldeyrisvarasjóðinn. Setjum þetta aðeins í samhengi, áætluð veiðigjöld ársins 2020 eru tæpir 5 milljarðar og við rífumst og hneykslumst þegar íhaldsflokkarnir þrír lækka veiðigjöldin um 2 milljarða. Kostnaður okkar vegna gjaldeyrisvarasjóðs er fjórum sinnum meiri en tekjur af auðlindinni. Þetta er risastór fjárhæð og það er erfitt að skynja hana, en þetta er eins og : Tvö ný jarðgöng á ári án þess að fara í lántökur. Það mætti byggja nýtt hátæknisjúkrahús á fjórumárum, án lántöku. Þetta er eitt stykki Harpa Það mætti auka framlög til Landspítalans um 30%. Hægt væri að hækka ellilífeyrisgreiðslur TR um 30% Við gætum útrýmt einbreiðum brúm og átt sjö milljarða í afgang á einu ári. Við gætum fjármagnað Borgarlínu á fjórum árum án lántöku Það mætti gera svo ótal margt. Af hverju erum við ekki að ræða þetta? Þetta er bara eitt dæmi um þá gengdarlausu sóun sem fylgir því að vera með sjálfstæða örmynt og þá er ótalinn u.þ.b. 200 milljarða árlegur kostnaður sem leggst á alla þá sem skulda hér á landi en um það má lesa í fyrri grein minni, fátæktargildran frá 21. september. Bjarni Benediktsson sagði í Silfrinu að í kerfinu væri blóðug sóun á almannafé. Ég er sammála því. Okkur greinir hins vegar á hvar þá sóun er að finna. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þó nokkru heyrði ég mætan mann segja að þjóð þyrfti að telja að minnsta kosti fimm milljónir manna til þess að hún áttaði sig á því að hún væri smáþjóð. Við eigum enn nokkuð í land ef þetta er rétt. Krónan er dýr gjaldmiðill og það er hollt að reyna að átta sig á því hversu mikið hún kostar okkur, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem samfélag. Það er ekki fyrr en við skiljum kosti hennar og galla að við getum metið hvort við viljum halda í hana til framtíðar. Til að halda úti krónunni verðum við að hafa aðgang að gjaldeyrisvarasjóði. Þessi ráðstöfun hefur kostað í gegnum tíðina a.m.k. 20 milljarða árlega. Forsendur mínar eru þær að vaxtamunur á 10 ára skuldabréfum á milli Íslands og útlanda hefur í gegnum tíðina verið á milli þrjú til fimm prósent. Þessi vaxtamunur er minni í augnablikinu vegna lágra vaxta hér á landi en þessi vaxtalækkun er þó ekki talin varanleg og hefur Seðlabankinn m.a. varað við því að vaxtastigið hér á landi muni að öllum líkindum hækka. Það mun auka vaxtamuninn og þar með kostnaðinn við gjaldeyrisvarasjóðinn. Setjum þetta aðeins í samhengi, áætluð veiðigjöld ársins 2020 eru tæpir 5 milljarðar og við rífumst og hneykslumst þegar íhaldsflokkarnir þrír lækka veiðigjöldin um 2 milljarða. Kostnaður okkar vegna gjaldeyrisvarasjóðs er fjórum sinnum meiri en tekjur af auðlindinni. Þetta er risastór fjárhæð og það er erfitt að skynja hana, en þetta er eins og : Tvö ný jarðgöng á ári án þess að fara í lántökur. Það mætti byggja nýtt hátæknisjúkrahús á fjórumárum, án lántöku. Þetta er eitt stykki Harpa Það mætti auka framlög til Landspítalans um 30%. Hægt væri að hækka ellilífeyrisgreiðslur TR um 30% Við gætum útrýmt einbreiðum brúm og átt sjö milljarða í afgang á einu ári. Við gætum fjármagnað Borgarlínu á fjórum árum án lántöku Það mætti gera svo ótal margt. Af hverju erum við ekki að ræða þetta? Þetta er bara eitt dæmi um þá gengdarlausu sóun sem fylgir því að vera með sjálfstæða örmynt og þá er ótalinn u.þ.b. 200 milljarða árlegur kostnaður sem leggst á alla þá sem skulda hér á landi en um það má lesa í fyrri grein minni, fátæktargildran frá 21. september. Bjarni Benediktsson sagði í Silfrinu að í kerfinu væri blóðug sóun á almannafé. Ég er sammála því. Okkur greinir hins vegar á hvar þá sóun er að finna. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun