Fjárveitingar til umhverfismála aukist um 47% Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. október 2020 13:31 Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. Undir forystu Vinstri grænna hefur verið gripið til aðgerða á grundvelli vandaðra áætlana í málefnum sem áður fengu takmarkaða athygli stjórnvalda eins og loftslagsmálum, plastmengun og vernduðum svæðum. Aðgerðir í orkuskiptum og úrgangsmálum eru farnar að skila okkur árangri í loftslagsmálum, friðlýstum svæðum hefur verið fjölgað og innviðir þeirra styrktir til muna, meðal annars með aukinni landvörslu. Aðgerðir til varnar plastmengun og matarsóun eru núna mikilvægur hluti af innleiðingu hringrásarhagkerfisins. En öllu máli skiptir að fjármagn fylgir þessum stefnum og áætlunum þannig að hægt hefur verið að hrinda þeim í framkvæmd með tilheyrandi árangri. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í lok árs 2017. Á tímabilinu 2017 til og með árinu 2021 munu framlög úr ríkissjóði til umhverfismála hafa aukist um 47%, á verðlagi ársins 2020. Það er næstum því helmings aukning. Í liðinni viku var fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 lögð fram á Alþingi og á árinu 2021 verður heildarfjárheimild til umhverfismála rúmir 24 milljarðar. Aldrei hefur meira fjármagn runnið til umhverfismála sem er til marks um skýra áherslu ríkisstjórnarinnar á þann málaflokk. Milljarða aukning til loftslagsmála Fjármunir til loftslagsmála hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu munu hafa aukist um samtals 13,9 milljarða króna frá 2017 til 2025, að meðtalinni þeirri 3 milljarða króna aukningu sem fram er sett í nýútkominni fjármálaáætlun og er til komin vegna fjárfestingaátaks ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru hvorki talin með gjöld og skattar sem ríkið verður af vegna grænna skattaafslátta né fjárfestingar í samgöngubótum eins og göngu- og hjólastígum eða Borgarlínu. Auknu fjármagni til loftslagsmála er ætlað að hraða orkuskiptum í samgöngum og haftengdri starfsemi, stuðla að nýsköpun og aukinni kolefnisbindingu með meira umfangi uppgræðslu, endurheimt vistkerfa og nýskógrækt. Áframhaldandi efling náttúruverndar Fjármunum til fjölbreyttra verkefna í þágu náttúruverndar og sjálfbærrar nýtingar verður varið til áframhaldandi uppbyggingar innviða og landvörslu um land allt en 10,5 milljörðum króna hefur verið varið aukalega til náttúruverndar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Til þess að fylgja eftir áformum stjórnvalda um stofnun Hálendisþjóðgarðs verður tæpum 3,3 milljörðum króna varið til hans sérstaklega á árunum 2021-2025 með uppbyggingu innviða og rekstri. Vörnum gegn snjóflóðum flýtt um 20 ár Við munum öll hvernig náttúruöflin léku okkur síðasta vetur. Sem viðbragð við því skipaði ríkisstjórnin átakshóp um úrbætur í innviðum. Átakshópurinn skilaði af sér fjölmörgum tillögum í lok febrúar en meðal þeirra úrbóta sem hópurinn lagði til var að hraða uppbyggingu ofanflóðavarna um allt land. Á næsta ári verður 2,7 milljörðum króna varið til þessa verkefnis og alls 13,4 milljörðum króna fram til ársins 2025. Markmiðið er að uppbyggingu þeirra verði lokið árið 2030 og að fullnægjandi öryggi íbúa landsins gegn ofanflóðum verði tryggt. Áður stefndi í að þessu markmiði yrði ekki lokið fyrr en upp úr 2050. Plastmengun, matarsóun og textíll Á næsta ári er ráðgert að ráðstafa 500 milljónum króna til eflingar hringrásarhagkerfisins, þar sem meðal annars verður ráðist gegn matarsóun, plastmengun og sóun á textíl. Fram til þessa hefur maðurinn gengið allt of nærri jörðinni og auðlindum hennar. Við þurfum að tryggja ábyrga framleiðslu- og neysluhætti og í því er efling hringrásarhagkerfis lykilatriði. Með því að koma hráefnum í hringrás og auka áherslu á endurnýtingu og endurvinnnslu komum við í veg fyrir myndun úrgangs. Þannig drögum við líka úr losun gróðurhúsalofttegunda, þess vegna er efling hringrásarhagkerfis mikilvægt loftslagsmál. Styrkir til fráveitu sveitarfélaga Í fjármálaáætlun 2021-2025 er jafnframt gert ráð fyrir að 2,8 milljörðum verði varið til úrbóta í fráveitumálum á tímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og eru þessar fjárveitingar liður í því. Viðsnúningur Viðsnúningur hefur orðið í umhverfismálum á kjörtímabilinu og þar skiptir miklu máli að fjárframlög hafa aukist jafnt og þétt til málaflokksins. Fjármálaáætlun 2021-2025 sýnir áframhaldandi aukningu. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hálendisþjóðgarður Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. Undir forystu Vinstri grænna hefur verið gripið til aðgerða á grundvelli vandaðra áætlana í málefnum sem áður fengu takmarkaða athygli stjórnvalda eins og loftslagsmálum, plastmengun og vernduðum svæðum. Aðgerðir í orkuskiptum og úrgangsmálum eru farnar að skila okkur árangri í loftslagsmálum, friðlýstum svæðum hefur verið fjölgað og innviðir þeirra styrktir til muna, meðal annars með aukinni landvörslu. Aðgerðir til varnar plastmengun og matarsóun eru núna mikilvægur hluti af innleiðingu hringrásarhagkerfisins. En öllu máli skiptir að fjármagn fylgir þessum stefnum og áætlunum þannig að hægt hefur verið að hrinda þeim í framkvæmd með tilheyrandi árangri. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í lok árs 2017. Á tímabilinu 2017 til og með árinu 2021 munu framlög úr ríkissjóði til umhverfismála hafa aukist um 47%, á verðlagi ársins 2020. Það er næstum því helmings aukning. Í liðinni viku var fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 lögð fram á Alþingi og á árinu 2021 verður heildarfjárheimild til umhverfismála rúmir 24 milljarðar. Aldrei hefur meira fjármagn runnið til umhverfismála sem er til marks um skýra áherslu ríkisstjórnarinnar á þann málaflokk. Milljarða aukning til loftslagsmála Fjármunir til loftslagsmála hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu munu hafa aukist um samtals 13,9 milljarða króna frá 2017 til 2025, að meðtalinni þeirri 3 milljarða króna aukningu sem fram er sett í nýútkominni fjármálaáætlun og er til komin vegna fjárfestingaátaks ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru hvorki talin með gjöld og skattar sem ríkið verður af vegna grænna skattaafslátta né fjárfestingar í samgöngubótum eins og göngu- og hjólastígum eða Borgarlínu. Auknu fjármagni til loftslagsmála er ætlað að hraða orkuskiptum í samgöngum og haftengdri starfsemi, stuðla að nýsköpun og aukinni kolefnisbindingu með meira umfangi uppgræðslu, endurheimt vistkerfa og nýskógrækt. Áframhaldandi efling náttúruverndar Fjármunum til fjölbreyttra verkefna í þágu náttúruverndar og sjálfbærrar nýtingar verður varið til áframhaldandi uppbyggingar innviða og landvörslu um land allt en 10,5 milljörðum króna hefur verið varið aukalega til náttúruverndar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Til þess að fylgja eftir áformum stjórnvalda um stofnun Hálendisþjóðgarðs verður tæpum 3,3 milljörðum króna varið til hans sérstaklega á árunum 2021-2025 með uppbyggingu innviða og rekstri. Vörnum gegn snjóflóðum flýtt um 20 ár Við munum öll hvernig náttúruöflin léku okkur síðasta vetur. Sem viðbragð við því skipaði ríkisstjórnin átakshóp um úrbætur í innviðum. Átakshópurinn skilaði af sér fjölmörgum tillögum í lok febrúar en meðal þeirra úrbóta sem hópurinn lagði til var að hraða uppbyggingu ofanflóðavarna um allt land. Á næsta ári verður 2,7 milljörðum króna varið til þessa verkefnis og alls 13,4 milljörðum króna fram til ársins 2025. Markmiðið er að uppbyggingu þeirra verði lokið árið 2030 og að fullnægjandi öryggi íbúa landsins gegn ofanflóðum verði tryggt. Áður stefndi í að þessu markmiði yrði ekki lokið fyrr en upp úr 2050. Plastmengun, matarsóun og textíll Á næsta ári er ráðgert að ráðstafa 500 milljónum króna til eflingar hringrásarhagkerfisins, þar sem meðal annars verður ráðist gegn matarsóun, plastmengun og sóun á textíl. Fram til þessa hefur maðurinn gengið allt of nærri jörðinni og auðlindum hennar. Við þurfum að tryggja ábyrga framleiðslu- og neysluhætti og í því er efling hringrásarhagkerfis lykilatriði. Með því að koma hráefnum í hringrás og auka áherslu á endurnýtingu og endurvinnnslu komum við í veg fyrir myndun úrgangs. Þannig drögum við líka úr losun gróðurhúsalofttegunda, þess vegna er efling hringrásarhagkerfis mikilvægt loftslagsmál. Styrkir til fráveitu sveitarfélaga Í fjármálaáætlun 2021-2025 er jafnframt gert ráð fyrir að 2,8 milljörðum verði varið til úrbóta í fráveitumálum á tímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og eru þessar fjárveitingar liður í því. Viðsnúningur Viðsnúningur hefur orðið í umhverfismálum á kjörtímabilinu og þar skiptir miklu máli að fjárframlög hafa aukist jafnt og þétt til málaflokksins. Fjármálaáætlun 2021-2025 sýnir áframhaldandi aukningu. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun