Það fer verkur að brjósti mínu og verkur að hjartarótum Emma Agneta skrifar 16. október 2020 14:30 Margir sem eru öryrkjar eiga börn. Börn sem ættu að fá sömu tækifæri og önnur börn. Hver veit nema þar leynist næsti nóbelsverðlaunahafi, næsti sóttvarnarlæknir, forseti, eða ólympíufari? Það gæti verið barn öryrkja? Ef því barni væru gefin jöfn tækifæri til náms og íþróttastarfs!!! Vissulega má taka það fram að það kostar að vera með barn í grunnskóla, leiksskóla. Skólamáltíðir, frístund, skólaferðalög og fatnaður og oft eykst sá kosnaður með aldri barns, en barnabætur lækka með aldri barns. Sveitafélögin leggja fram íþrótta og tómstundaávísun sem dugar skammt fyrir flesta. En um leið er ekki gert ráð fyrir því að öryrkjar þurfa að kaupa búnað sem tengjast íþrótta og tómstundastarfi. Sveitafélög að mér vitandi gefa engan afslátt fyrir öryrkja. Lýðheilsa barna öryrkja er i húfi og ég vona að alþingismenn gyrði sig í brók. Sjálf hef ég brugðið á það ráð að endurfjármagna íbúð mína tvisvar sinnum til að standa straum af auknum kostnaði og styðja mitt barn. Mig verkjar svo í hjartað því ekki eru allir svo heppnir að geta það . Ég hef tekið eftir börnum hér á Íslandi sem hafa aldrei átt reiðhjól. Sumir foreldrar bregða á það ráð síðustu daga mánaðarsins að senda börn sín ekki í skólann, því það er ekki til fyrir nesti eða senda þau nestislaus. Það kostar jú að vera í grunnskóla. Þó að það sé ekki ég sem geri það þá eru margir í þessari stöðu. Heilsufar. Lyf eru heldur ekki ókeypis og t.d kostar að kaupa gleraugu og fleira ef barn þarf??? Skerðingar, það er svo líka eitthvað sem er mér hugleikið, nú á að fara skerða örorkulífeyrisþega um arf, það vita flest allir að arfur er margskattaður. Mér skilst að það sé heldur ekki hægt að afsala sér arfi. Ég er búin að missa báða foreldra mína og eldri son minn, svo að það er eitthvað sem ég hugsa út í að missa hluta af bótum sem veldur mér kvíða. Að lokum langar mig að nefna að afi minn ólst upp í sárri fátækt fór í vist um 10 ára aldur hjá lækni, hann þótti hafa námsgáfur. Hann varð síðar læknir með sérmenntun í smitsjúkdómum, seinna sæmdur riddarakrossi Dana og fálkaorðunni. Mér er skapi næst að skrifa hvort öryrkjar ættu að reyna senda börn sín í vist um 10 ára eins og tíðkaðist á 19. öldinni því að kaka Íslands er ekki fyrir alla. Hvernig ætlið þið að bregðast við þessari stöðu? Höfundur er öryrki með réttindi sem persónulegur talsmaður fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Margir sem eru öryrkjar eiga börn. Börn sem ættu að fá sömu tækifæri og önnur börn. Hver veit nema þar leynist næsti nóbelsverðlaunahafi, næsti sóttvarnarlæknir, forseti, eða ólympíufari? Það gæti verið barn öryrkja? Ef því barni væru gefin jöfn tækifæri til náms og íþróttastarfs!!! Vissulega má taka það fram að það kostar að vera með barn í grunnskóla, leiksskóla. Skólamáltíðir, frístund, skólaferðalög og fatnaður og oft eykst sá kosnaður með aldri barns, en barnabætur lækka með aldri barns. Sveitafélögin leggja fram íþrótta og tómstundaávísun sem dugar skammt fyrir flesta. En um leið er ekki gert ráð fyrir því að öryrkjar þurfa að kaupa búnað sem tengjast íþrótta og tómstundastarfi. Sveitafélög að mér vitandi gefa engan afslátt fyrir öryrkja. Lýðheilsa barna öryrkja er i húfi og ég vona að alþingismenn gyrði sig í brók. Sjálf hef ég brugðið á það ráð að endurfjármagna íbúð mína tvisvar sinnum til að standa straum af auknum kostnaði og styðja mitt barn. Mig verkjar svo í hjartað því ekki eru allir svo heppnir að geta það . Ég hef tekið eftir börnum hér á Íslandi sem hafa aldrei átt reiðhjól. Sumir foreldrar bregða á það ráð síðustu daga mánaðarsins að senda börn sín ekki í skólann, því það er ekki til fyrir nesti eða senda þau nestislaus. Það kostar jú að vera í grunnskóla. Þó að það sé ekki ég sem geri það þá eru margir í þessari stöðu. Heilsufar. Lyf eru heldur ekki ókeypis og t.d kostar að kaupa gleraugu og fleira ef barn þarf??? Skerðingar, það er svo líka eitthvað sem er mér hugleikið, nú á að fara skerða örorkulífeyrisþega um arf, það vita flest allir að arfur er margskattaður. Mér skilst að það sé heldur ekki hægt að afsala sér arfi. Ég er búin að missa báða foreldra mína og eldri son minn, svo að það er eitthvað sem ég hugsa út í að missa hluta af bótum sem veldur mér kvíða. Að lokum langar mig að nefna að afi minn ólst upp í sárri fátækt fór í vist um 10 ára aldur hjá lækni, hann þótti hafa námsgáfur. Hann varð síðar læknir með sérmenntun í smitsjúkdómum, seinna sæmdur riddarakrossi Dana og fálkaorðunni. Mér er skapi næst að skrifa hvort öryrkjar ættu að reyna senda börn sín í vist um 10 ára eins og tíðkaðist á 19. öldinni því að kaka Íslands er ekki fyrir alla. Hvernig ætlið þið að bregðast við þessari stöðu? Höfundur er öryrki með réttindi sem persónulegur talsmaður fatlaðra.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar